Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1958, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1958, Blaðsíða 4
436 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Og þörfin fyrir þau er brýn, því samkvæmt hagskýrslum ársins 1955 flytjum vér það ár inn óunn- inn trjávið fyrir um það bil 55 milljónir króna og að auki vörur úr trjáviði fyrir 28 millj. kr. og samt er alltaf hörgull á timbri. Tal- ið er að a.m.k. 4/5 hlutar innflutts timburs sé greni og fura, sem vax- ið geti hér á landi. Samkvæmt því ættum við er stundir líða fram, miðað við núverandi verðlag, að geta sparað árlega í gjaldeyri, hvorki meira né minna en 40—50 milljónir króna, þegar liðinn er sá biðtími skógræktarinnar, sem við verðum að sætta okkur við, og skógræktin er komin í Það horf, sem henni er unnt og ætlað að ná. Þar að auki kemur svo öll sú vinna, sem viðarframleiðslan skap- ar. Hér er því vissulega til mikils að vinna: Græddur gjaldeyrir og nýr atvinnuvegur. Á það má og minna í þessu sambandi, að byggð hefur verið sementsverksmiðja fyrir 130 milljónir króna til þess að spara okkur 27 milljón króna árlegan innflutning og auka at- vinnu í landinu og á sama hátt hefur verið reist áburðarverk- smiðja fyrir á annað hundrað milljón króna, til þess að losna við þá árlegu gjaldeyriseyðslu, sem á- burðarkaupin höfðu í för með sér. Það er því eigi síður ástæða til Þess að hefjast handa á sviði timb- urinnflutningsins, og nauðsynlegt að augu manna opnist fyrir mikil- vægi þess, að lagður sé traustur grundvöllur undir framkvæmdir þær ,sem fært geta timburfram- leiðsluna yfir í dali og hlíðar vors eigin lands. En til þess að svo verði, þarf bæði fjármagn, fram- tak og skipulegt starf. í skóggræðslunni er svo langt milh sáningar og uppskeru, að sáðmaðurinn getur ekki vænzt þess, að njóta uppskerunnar nema að mjög takmörkuðu leyti, — jafnvel þótt hann byrji starf sitt ungur að árum. Fyrsta skógrækt- arkynslóðin verður því að takast á hendur Það hlutverk, að þjóna ' hugsjóninni, verða einskonar líf- gjafi þeirrar kynslóðar, sem arð- inn íær, — leggja sinn skerf í sjóð framtíðarinnar. En hvorttveggja er, að hér þarf í upphafi mikið framlag í orku og auði og svo hitt, að þetta er hagsmunamál þjóðar- innar allrar. Það er því óhjá- kvæmilega að gera ríkar kröfur til stjórnvaida landsins um stuðning við þetta landnám, á sama hátt og stuðlað er að byggingu sements- og áburðarverksmiðju, enda eru á- stæðurnar til þessa stuðnings eigi síður Þungar á metunum. Og benda má a það, að fjarri fer því, að íramlög í þessu skyni séu gjaía- fé eða eyöslueyrir— þau eru pvert á móti innlegg í spansjóð komandi alda — fé lagt á vöxtu í írjómold lands vors, — fé, sem á eítir að gefa margíalda vexti — höfuðstóll, sem ekki hjaðnar. Þetta fé kemur meira að segja að beinum notum strax, því mestur hluti þess fjár- magns, sem til skógræktar er var- ið, gengur tii greiðslu vinnulauna við gróðursetningu og eftirfarandi hirðing skógarins og rennur Þann- ig beint til fólksins í þeim héruð- um, þar sem skógræktarstarfsem- in er rekin. Þá má ekki gleyma því, að skóg- græðsla er umfram aðra ræktun bundin því, að starfið sé kerfis- bundið og framkvæmt samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun. Þetta liggur m.a. í því, að gróðursetn- ingarmöguleikar hvers árs eru undir því komnir, hversu miklu trjáfræi var sáð fjórum árum áð- ur. Þannig var t. d. sáning áx»-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.