Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1958, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
437
Lerkistofn af
35 ára tré á
Hallormsstað.
Gunnar Rúna
tók allar skóg
armyndírnar
sumarið 1957.
ins 1954 við það miðuð, að fyrir
hendi yrði á Þessu ári fjármagn og
framtak til þess að gróðursetja
halia aðra milijón plantna. En
þegar til kastanna kom, fékkst ekki
úr ríkissjóði það fé, sem gert hafði
verið ráð fyrir, og fjárveitinga-
valdið minntist 50 ára afmælis
skipulegs skógræktarstarfs hér á
landi með því, að láta framlög til
skóggræðslunnar standa í stað,
þrátt fyrir þann árangur, sem
hægt var að sýna fram á og þrátt
fyrir minna verðgildi Þess fjár,
sem veitt var. Afleiðing þessa varð
sú, að enda þótt skógræktarfélög-
in tækju á sínar herðar meira
starf en nokkru sinni fyrr, þá
stóðu skógræktarstöðvarnar samt
uppi með 400 þúsund plöntur, sem
útht var fyrir að mundu fara í
súginn.
En þegar neyðin er stærst er
hjálpin næst. Einstaklingar og
forstöðumenn stofnana, sem báru
gæfu til Þess að skilja, hvað hér
var í húfi, komu til hjálpar og
lögðu fram það fé, sem þurfti og
nú standa þessar plöntur allar rót-
fastar ýmist á Þingvöllum, Vest-
mannaeyjum, ísafirði og í Borg-
arfirði — eru komnar á vöxtu í
ríki íslenzkrar náttúru. Þetta dæmi
sýnir, hvílíkt höfuðatriði það er,
að þeir, sem fjárveitingum ráða,
átti sig á því og skilji nauðsyn
þess, að gera fasta skóggræðslu-
áætlun nokkuð langt fram í tím-
ann og ákveða öll framlög sam-
kvæmt Því. Ef það er gert mun
ekki standa á undirtektum og sam-
vinnu áhugamanna um skógrækt
um land allt og má bendá á það,
að félagsmenn skógræktarfélag-
anna leggja nú árlega fram í vinnu
og öðrum framlögum, nærri 4
krónur á móti hverri einni krónu,
sem félögin fá í styrk úr ríkis-
sjóði.
Því fer fjarri, að allt land sé
jtinvel fallið til skóggræðslu.
Sumt er gott, annað lélegt eða
miður heppilegt. Árangurinn get-
ur því verið mjög misjafn eftir því
sem til er stofnað. Þess vegna
verður það að vera einn þáttur
skóggræðslunnar, að taka afstöðu
til þess, hvaða lönd henta bezt til
skóggræðslunnar og hvaða lönd
eiga fyrst og fremst að falla í hlut
grasræktarinnar og beitarinnar.
Hins vegar er Það fullkominn mis-
skilningur, að skógræktarmenn
vilji helga sér alla jörðina og út-
rýma sauðfjárbúskap. Það er ekki
stefna Skógræktarfélags íslands.
Þvert á móti telur félagið að sauð-
fjárræktarmenn og skógræktar
geti átt fulla samleið og að á ýms-
um jörðum sé landið þá bezt hag-
nýtt, er búskapur er kominn í það
horf, að hann byggist á báðum
þessum atvinnugreinum. Og menn
mega ekki taka það allt of alvar-
lega, þótt ákafamenn úr hópi
skógarmanna og fjárbænda kasti
stundum hnútum hvorir að öðr-
um. Hitt er svo aftur annað mál,
að eins og við verðum að friða og
vernda fiskimiðin fyrir ofveiði, svo
verðum vér einnig að gæta hófs
um nýtingu landsins og hafa fulla
gát á beitarþoli Þess, — gæta þess
vel, að vér eigi brjótum þá gull-
vægu reglu, sem ég minnti á í
upphafi máls míns, að: láta jörðina
eldast til bóta.
——o------
En þótt sá þáttur skógræktar-
innar, sem að viðarframleiðslunni
lýtur, sé ef til vill sá mikilvægasti
fjárhagslega séð, má eigi að síður
telja henni margt til gildis frá
öðrum sjónarmiðum.
Hver er eign í ökrum, sauð
eða dalafjölda,