Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1958, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
439
latínu, ensku, dönsku, frönsku,
þýzku, og svo auðvitað íslenzku.
Öllu er því snúið á ensku. Kunnasti
höfundurinn, sem hann sækir
heimildir til, er William Shakespe-
are, þar sem ’hann lætur mann
segja í 2. þætti leiksins „Henry V.“:
„Pish for thee, Iceland dog! Thou
prick-ear’d cur of Iceland!“ (Svei
þér, íslenzki rakki, þú standeyrði
seppi frá íslandi).
íslenzki hundurinn, sem einnig
er nefndur fjárhundur, er með
standeyru, grannvaxinn og tæplega
á við meðalhund að stærð. Helztu
einkennum hans er lýst í bók Wat-
sons. Hann er 15—18 þumlunga hár
um bógana og vegur um 30 pund.
Hann er allavega litur og með
loðna rófu, sem hann hringar upp
á bakið. Eyrun eru breið að neðan,
þríhyrnd og ganga upp í odd.
Rannsóknir Watsons virðast
benda til þess, að upphaflega hafi
verið þrjú hundakyn á fslandi. í
þýzkri bók, sem gefin var út 1744,
er þessum þremur kynjum lýst og
þau kölluð fjárhundar, dýrhundar
(veiðihundar) og voru þeir stærri
og líktust mjög dönskum hundum,
sem hafðir voru til þess að veiða
refi, og svo dverghundar, litlir
rakkar með stutta og digra rófu,
um 2—3 þumlunga á lengd.
Það voru aðeins fjárhundarnir,
sem lifðu af hörmungarnar á seinni
hluta 18. aldar, þegar jarðskálftar
og eldgos ollu hungursneyð og fólk-
inu fækkaði stórkostlega. En þó
hefir hið hreina íslenzka hundakyn
ekki haldist við nema í sumum
sveitum, segir Watson.
í formála að bókinni segir hann:
„Hreinkynjaðir íslenzkir hundar
eru orðnir sjaldgæfir, og það var
aðeins í einum afskekktum dal á
Austurlandi (Breiðdal) að þeir eru
í miklum meirihluta, líklega 9 af
hverjum 10. Stundum rekst maður
á fallegan íslenzkan hund á Austur-
landi og Norðurlandi. En til geta
verið dalir, svipaðir Breiðdal, þótt
eg hafi ekki rekist á þá.... Um tvö
sumur leitaði eg víða og mér tókst
að ná í fjóra hunda og fjórar tík-
ur, sem eg flutti til Bandaríkjanna.
Þrisvar sinnum hafa tíkurnar nú
gotið (1956) og hvolparnir eru fall-
egir. Eg vona að mér takist að
koma upp hreinræktuðu hunda-
kyni. Hvolparnir eru mjög vitrir
og sérstaklega mannelskir. . . .
Seint á 19. öld voru nokkrir ís-
lenzkir hundar fluttir til Danmerk-
ur, og danska hundaræktarfélagið
viðurkenndi þá sem sérstakt kyn,
og þeir voru hafðir á sýningum á
árunum 1900—1914. Það var ekki,
fyr en 1905 að enska hundaræktar-
félagið viðurkenndi þá sem sér-
stakt kyn, og þeir voru sýndir með-
al „ýmissa tegunda" 1923 og 1925“.
Watson hefir vandlega valið þá
hunda, sem hann keypti, það sést
bezt á því að þeir eru komnir sinn
úr hverri áttinni. Eins og fyr er
sagt rakst hann á flesta íslenzka
hunda í Breiðdal, og fjórir af hund-
um hans eru þaðan. Hinir eru úr
Blöndudal, Jökuldal, Jökulsárhlið
og Fossárdal. Allir hundar hans
heita íslenzkum nöfnum og eru
kenndir við þá staði, þar sem þeir
voru keyptir. Þar er Auli frá Sleð-
brjót, Vaskur frá Þorvaldsstöðum,
Konni frá Lindarbakka, Bósi frá
Höskuldsstöðum og Brana frá
Hvanná. Hvolparnir, sem fæðst
hafa vestan hafs, fá og íslenzk
nöfn og eru kenndir við hundabúið,
svo sem Glói frá Wensum, Grýla
frá Wensum o. s. frv.
----o----
Mark Watson fæddist í Englandi
og stundaði nám í Eton. Hann hafði
þegar frá barnæsku mikinn áhuga
á íslandi. Á ferðalagi sínu þar 1937,
tók hann fjölda ljósmynda og hafði
sýningu á þeim í Lundúnum. Sýn-
inguna opnuðu þau danski ríkis-
«-----------------------------
Þankabrot
Óttans fargi fær ei bifað
frelsisdraumur vorra tíma,
og við samtíð sína glíma
soltnir menn, þó hátt sé lifað.
Meðan öllu er eytt og sóað
öryggið til þurrðar gengur,
varla sér til sólar lengur,
svo er lífið inni króað.
Réttlætinu vígi er varið
vilt er um hið sanna frelsi.
Menn sér skapa höft og helsi,
heimskulega að er farið.
Kjartan Ólafsson.
arfinn og kona hans, sem nú eru
kóngur og drottning í Danmörk.
Árið eftir kom Watson aftur til
íslands og ferðaðist þá á hestum
umhverfis landið. Á þessu ferðalagi
tók hann ljósmyndir og kvikmynd
með litum, um 500 feta langa. Þessi
kvikmynd og nokkrar af ljósmynd-
um hans voru sýndar á íslenzku
deildinni á heimssýningunni í New
York 1939.
í stríðinu var Watson í flugher
Breta, var afskráður þar 1946 og
settist þá að í Bandaríkjunum. Síð-
an hefir hann farið fjórum sinn-
um til íslands. Einu sinni var hann
þar á ferð að vetrarlagi og minnist
hann þess enn með ánægju að hann
fekk þá að koma þar á skíði í fram-
úrskarandi góðu veðri.
Árið 1955 keypti hann búgarðinn
skammt frá San Francisco og tók
að ala þar upp hunda, „Norwick
Terriers“ og íslenzka hunda. Þá
hafði hann aðeins fengið tvo hunda
frá íslandi, Bósa og Brönu. Und-
an þeim og öðrum íslenzkum hund-
um er hann nú að koma upp hrein-
ræktuðu hundakyni, sem mun
verða mjög “ftirsótt af hundaeig-
endum um heim allan.