Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1958, Qupperneq 8
440
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Þetta gerð/sf / ágústmánuði
Forsetahjónin fóru í opinbera
heimsókn til Norður-ísafjarðarsýslu
og var þeim þar vel fagnað. (2., 6.,
10.).
leg og illviðri svo mikil, að í sumum
sveitum hefir ekkert hey náðst inn.
Undir mánaðamótin brá til úrkomu
syðra.
veiðin ákaflega misjöfn, og tveir bát-
ar höfðu fengið rúmlega 9 þúsund
tunnur og mál.
/
Víkkun fiskveiðilandhelginnar
hefir verið mjög umrædd í þessum
mánuði, eigi aðeins hér á landi held-
ur í blöðum um gjörvalla Evrópu.
Þjóðverjar tllkynntu íslendingum
aö þelr kærðu sig ekki um að endur-
nýa viðskiptasamning landanna
vegna landhelgismálsins (6.). Belg-
ar mótmæltu landhelginni (9.). En
harðastir hafa Bretar verið. Stjórn-
In þar hefir ráðlagt brezkum tog-
urum að hefja veiðar innan land-
helginnar þegar á miðnætti 1. sept.
og skuli þeir vera i þremur hópum
og toga þar í þrjá sólarhringa. Hef-
lr hún heitið þeim herskipavernd.
— Ráðstefna hófst á vegum Atlants-
hafsráðsins í París hinn 12. út af
landhelgismálinu, til þess að reyna
að finna einhverja lausn á því. Stóð
hún fram til mánaðamóta og höfðu
þá allar málamiðlunartillögur farið
út um þúfur. En viðræðum verður
þó haldið áfram. — Út var gefin
reglugerð um veiðar íslenzkra tog-
veiðiskipa í landhelginni fyrir utan
4 sjómílna línuna, á vissum stöðum
og vissum timum (30.). — Norð-
menn og Svíar hafa varað veiðiskip
sín við að fara inn fyrir 12 mílna
landhelgina eftir mánaðamót (31.).
— Margir erlendir fréttamenn eru
komnir hingað tll Islands til þess að
fylgjast með þessu máli (28.).
VEÐRÁTTAN
Austan og norðaustanátt hefir verið
rikjandi í þessum mánuði. Hefir henni
fylgt kuldi og mikil úrkoma norðan og
■ustanlands, en þurrkar annars staðar.
Eru þurrkar nú orðnir svo langvarandi
á suðvesturlandi, að menn þykjast
varla muna annað eins. Út af þessu hef-
ir víða orðið vatnsskortur, og vatnsból,
*em aldrei hafa brugðist, eru nú þurr.
Heynýting hefir orðið góð á þurrka-
ivæðinu, en allir kvarta um litla
•prettu og að háin hafi brugðist. í
Norðurlandi hefir grasspretta verið lé-
SÍLDVEIÐIN
hefir brugðist á þessu sumri eins og
oft áður, en ekki er það vegna þess að
síldin kæmi ekki upp að landinu, held-
ur hafa stöðugar ógæftir bannað veiðar.
Dálítið reittist upp af söltunarsíld fyrri
hluta mánaðarins, en eftir það litið ann-
að en smásíld í Austfjörðum og var hún
ekki söltunarhæf. Þó hefir verið saltað
nokkurn veginn upp í samninga. Heild-
araflinn er rúmlega 150.000 tunnum og
málum minni nú en á sama tíma í fyrra.
— Upp úr miðjum mánuði fóru síld-
veiðiskipin að halda heim. Til hiarks
um það hvernig síldarútgerðin hefir
gefist er það, að helmingur Vestmanna-
eyjabátanna, sem norður fóru, aflaði
ekki fyrir kauptryggingu. Annars var
ANNAR VEIÐISKAPUR
Togarar, sem fóru til Grænlands og
Newfoundlands, lentu í reiðileysi og
aflaleysi, en aðrir togarar hafa fengið
góðan afla. Togarinn Fylkir fann ný
karfamið úti í hafi, og þaðan hafa tog-
ararnir komið hver af öðrum með full-
fermi eftir stutta útivist.
Nokkrir bátar í Vestmannaeyum,
Eyrarbakka og Stokkseyri hafa stund-
að humarveiðar í sumar og hafa þær
gengið ágætlega.
Stór hvalavaða var rekin inn í Vest-
mannaeyahöfn, líklega allt að 300 hval-
ir. Um 200 þe'irra voru drepnir, en hin-
um sleppt þar sem að menn gáfu
sér ekki tíma til að fást við þá, vegna
þjóðhátíðarinnar (7., 8.).
• ■■■■■
Forsetahjónin ganga á land í Bolungavík.