Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1958, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1958, Qupperneq 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 441 Hér sést hin nýa landhelgislína, og hvar og hvenær is- lenzk togskip mega veiða þar. Laxveiði hefir verið léleg og veld- ur um veðráttan. Seinni hluta mánaðarins var góð rek- netjaveiði vestan lands. BlLSLYS Herjeppi fór út af vegi nálægt Hellu á Rangárvöllum og meiddust menn í honum eitthvað (6.). Bílaárekstrur varð norður í Arnar- neshreppi í Eyafirði. Slösuðust þrjár konur og bílarnir stórskemmdust (7.). Þriggja ára telpa varð fyrir bíl í Reykjavík og lærbrotnaði (12.). Tveir drengir á reiðhjóli urðu fyrir bíl í Reykjavík. Þeir voru með mjólk- urflösku, hún brotnaði og skarst annar á brotunum (17.). Bíll fór út af veginum á Lambhaga- melum í Borgarfirði, fór tvær veltur og sakaði engan nema bílinn, hann ónýtt- ist. Hafði verið ekið heldur of hratt (27.). - SLYSFARIR Friðrik Guðmundsson, ungur maður í Neskaupstað, lenti í síldarfæribandi og slasaðist mikið (2.). Piltur slasaðist í sementverksmiðj- unni á Akranesi (3.). Svifflugu hlekktist á á Sandskeiði og slösuðust tveir menn sem í henni voru (6.). Við sprengingu hjá Laxá í Húna- vatnssýslu varð ungur maður, Gunnar Hjálmsson frá Hvammi, fyrir steini og beið bana (6.). Maður fell ofan af vegg í Reykjavik og slasaðist (8.). Dráttarvél, sem beitt var fyrir mjólk- urvagn, hvolfdi hjá Helgavatni í Þver- árhlíð og slösuðust tveir menn (16.). Lítil kennsluflugvél ætlaði að nauð- lenda hjá Hafravatni í Mosfellssveit, rakst á húskofa og stórskemmdist. Tveir menn, sem í henni voru, meidd- ust nokkuð (16.). Sigurjón Pétursson sjómaður í Reykjavík drukknaði við sundiðkun í Skerjafirði (19.). Maður í Reykjavík lenti með hönd í vél og missti framan af tveimur fingr- um (20.). Maður fell af vinnupalli í Reykjavík og mjaðmarbrotnaði (20.). Ungur bóndi, Jón Forni Sigurðsson á Fornhóli í Fnjóskadal, varð undir drátt- arvél og beið bana (27.). Ölvaður maður fell á götu í Reykja- vík og rotaðist, svo hann var fluttur í sjúkrahús (29.). ELDSVOÐAR Eldur kom upp í mannlausu húsi i Reykjavík og er það í annað skipti. Talið að um íkveikju sé að ræða (2.). Eldur kom upp í mosa í hrauni norð- vestur af Grindavik (6.). Brann þar í marga daga. 200—300 hermenn af Keflavíkurflugvelli reyndu að slökkva, en seinast kom skúr er réði niðurlög- um eldsins. Kviknaði í Fiskiðjuverinu í Reykja- vík, en varð ekki að tjóni (8.). Heybruni varð í Vogatungu í Leirár- sveit (22.). Kviknaði í skúr hjá Dósaverksmiðj- unni í Reykjavík, en eldurinn varð brátt slökktur (22.). Eldur kom upp í timburhúsi í Höfða- borg í Reykjavík, en var fljótt slökkt- ur (23.). Eldur kom upp í mannlausum báti í Reykjavíkurhöfn og urðu þar miklar brunaskemmdir (28.). ÍÞRÓTTIR írskt landslið keppti hér í knatt- spyrnu og vann íslenzka liðið með 3:2. (12.). Síðan sigraði það íslandsmeist- arana (Akurnesinga) með 2:1 (14.) og Reykjavíkurmeistarana (K.R.) með 4:1 (16.).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.