Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1958, Síða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
443
Hvalavaða í Vest-
manneyahöfn.
ern Sky. Skipstjóri neitaði að hlýða,
svo Óðinn varð að setja menn um borð
í togarann og láta þá sigla honum til
Seyðisfjarðar (12.). Þar var togarinn
sektaður um 100.000 kr., afli og veiðar-
færi upptækt. Sektin var svo há vegna
þrjózku skipstjóra (13.).
Dragnótarbáturinn Sæborg frá
Reykjavík var sektaður fyrir að nota
of smáriðna nót (21.).
Brezkur togari var sektaður í Norð-
firði fyrir ólöglegan umbúnað veiðar-
færa. Þessi togari var dæmdur fyrir
landhelgisbrot í vetur (21.).
Enskur togari var tekinn að veið-
um í landhelgi á Breiðafirði. Skipstjóri
lét höggva sundur togvírana þegar
hann sá að hverju fór, en það hjálp-
aði ekki. Hann var fluttur til Reykja-
víkur og dæmdur í 74.000 kr. sekt og
afli upptækur, en hann var mikill.
Seinna náði landhelgisgæslan upp botn-
vörpunni er hann hjó af sér (30., 31.).
FÉLAGSLÍF
Ungverjar á íslandi hafa stofnað með
sér félagskap (2.).
Deild úr Rauðakrossi var stofnuð á
Húsavík (8.).
Prestafélag hins forna Hólastiftis átti
60 ára afmæli og Prestafélag Islands
40 ára afmæli. Þessa var minnst hátíð-
lega á Hólum og Sauðárkróki (14.).
Birt voru úrslit kosninga til kirkju-
þings (14.).
Aðalfundur Læknafélags íslands var
haldinn á Blönduósi. Læknar ætla nú
að reisa sér félagsheimili í Reykjavík
(15.).
Stofnað var Félag ungra Sjálfstæð-
ismanna í Strandasýslu með 70 félags-
mönnum (19.).
Verslunarmannafélag var stofnað á
Snæfellsnesi (21.).
FRAMKVÆMDIR
Hafin var framleiðsla á tvöföldu
gluggagleri í Reykjavík (2.).
Þrír þýzkir vísindamenn komu hing-
að til að rannsaka hveravatn og öl-
kelduvatn til lækninga. Þeir komu á
vegum Elli- og hjúkrunarheimilisins
Grundar (8.).
í Reykjavík tók til starfa hjúkrunar-
heimili fyrir drykkjusjúkar konur (9.).
íslenzka semfentið kom á markað-
inn (10.).
Sýning á gömlum munum og gömlum
myndum í bæarsafni Reykjavíkur var
opnuð á 172 ára afmæli bæarins hinn
18. og stóð það sem eftir var mánað-
arins (12., 17., 21., 22., 24., 28.).
Vegna vatnsskorts annaði Andakíls-
árvirkjun ekki orkuþörf sementsverk-
smiðjunnar og varð að leggja þangað
háspennulínu frá Sogsvirkjuninni (13.,
16., 22.).
Landbúnaðarsýning var opnuð á Sel-
fossi (15., 16., 19., 20., 21.).
Forseti íslands lagði hornstein að
nýu Sogsstöðinni hjá Dráttarhlíð (15.,
16., 17, 19.).
Hafin var bygging kirkju í Kópa-
vogi (17.).
fjArmAl og viðskipti
Útsvör í ísafirði eru nú 6.431 þús.
kr, en voru 6.139 þús. kr. i fyrra (7.).
Útsvör í Reykjavík nema rúmlega
225 millj. króna. Ekki var lagt á lægri
tekjur en 25.000 og útsvarsstigi lækk-
aður á tekjum allt að 60.000 kr. (12.).
Þinggjöld einstaklinga í Reykjavík eru
rúmlega 105 millj. kr. (14.).
Kaupgreiðsluvísitala er 185 st, hækk-
un 2 st. Framfærsluvísitala er 202 st.,
hækkun 3 st. (13.).
Samningar um fríverslunarsvæði eru
nú aftur að komast á rekspöl (14.).
Útsvör í Kópavogi eru 7% millj.
króna (15.).
Dómur fell í undirrétti út af réttmæti
stóreignaskatts. Fell hann á þá leið,
að ekki mætti leggja á hlutabréfaeign-
ir manna, og lagt fyrir skattyfirvöldin
að ákveða skattinn að nýu (15.).
Ríkisstjórnin hefir tekið 50 millj. kr.
lán í Rússlandi (20.).
Nýtt frímerki með hestmynd er kom-
ið út (24.).
íslenzkar kartöflur komu á markað-
inn og kostar pokinn 300 kr. (26.).
Vöruskiptajöfnuður frá áramótum er
óhagstæður um 240,6 milljónir kr, en
var 197,5 millj. kr. í fyrra (28.).
Verðlag hefir farið síhækkandi í þess-
um mánuði (30.).
Framlengdur var um eitt ár við-
skiptasamningur við Tékka (31.).
MENN OG MÁLEFNI
Hans Joachim Bahr, þýzkur prestur,
kom hingað á vegum þýzku kirkjunnar,
vegna Þjóðverjg sem hér eru. Hann
messaði í nokkrum íslenzkum kirkjum
(1.).
Sven O. Bergkvist, ungur sænskur
rithöfundur, kom hingað í boði Rit-
höfundasambandsins (2.).
Elof Riseby prófessor hefir gefið