Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1958, Qupperneq 12
444
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
£loi tuseby gaf tslandi myndir
„Muggs“.
Listasafni ríkisins 46 myndir eftir Guð-
mund Thorsteinsson (Mugg). Var hald-
in sýning á þeim hér (6.).
Skátamót var í Þjórsárdal og sóttu
það um 50 erlendir skátar (7., 13., 19.).
Til Keflavíkurflugvallar kom W. R.
Anderson skipstjóri á kjarnorkukaf-
bátnum „Nautilus", eftir að hafa siglt
bátnum undir ísnum þvert yfir íshafið
austan frá Behringssundi (9.).
Eiðaskóli minntist 75 ára afmælis
síns (9., 13.).
Fjórir íslendingar fóru á fiskimála-
ráðstefnu, sem haldin var í Kaup-
mannahöfn (9.).
Forseti Austurríkis sæmdi Jul.
Schopka ræðismann í Reykjavík, heið-
ursmerki (9.).
Norðmannafélagið í Reykjavík efndi
til sjóðstofnunar til að greiða fyrir
gagnkvæmum skiptum skógræktar-
manna í Noregi og á íslandi (10.).
Kristilegt æskumót höfðu aðventist-
ar í Skógaskóla og voru þar um' 130
þátttakendur (13.).
Þjóðhátíð Vestmannaeya var haldin
í 16. viku sumars og kom þangað múg-
ur og margmeiuú (14).
Húsmæðrakennaraskólinn hefir feng-
ið inni í bústað rektors Menntaskól-
ans í Reykjavík (14 ).
Bjarni M. Gíslason rithöfundur var
sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar
(15.).
Ungtemplaramót var haldið að Jaðri
og var þar um 300 manns (15.).
Fimmtán íslenzkum kennurum var
boðið til Danmerkur (15.).
Agnar Mykle rithöfundur, sem kunn-
ur er fyrir skáldsöguna „Roðasteinn-
inn“ kom til Reykjavíkur vegna út-
gáfu á sögu eftir hann (20.).
Jónas Kristjánsson cand. mag. var
skipaður skjalavörður í Þjóðskjala-
safni (21.).
Séra Jón Skagan var skipaður ævi-
skrárritari (21.).
Tyrkir sendu hingað sendiherra, Fuat
Bayaramogla að nafni (22.).
Gunnar Thoroddsen borgarstjóri og
frú fóru til Edinborgar í boði borgar-
stjórnar þar og verða gestir á hinni
miklu árlegu hátíð borgarinnar (22.).
Sveinn Björnsson listmálari hafði
sýningu á Akranesi (23.).
Fyrsti sementspokinn, sem fram-
leiddur var í sementsverksmiðjunni,
var gefinn byggðasafni Akraness og
verður geymdur þar (28.).
Fimmtán islenzkir námsmenn hafa
hlotið námstyrki i Þýzkalandi (29.).
I samkeppni um lög við kvæði Jónas-
ar Hallgrímssonar, er Útvarpið efndi
til, hlutu þeir Sigurður Þórðarson og
Jón Leifs sín fyrstu verðlaunin hvor
(29.).
Aðalfundur sambands norrænna
bankamanna var haldinn að Bifröst í
Borgarfirði (31.).
ÝMISLEGT
Samningar tókust í vinnudeilu tré-
smiða (2.). En við Dagsbrún höfðu
samningar ekki tekist og komu máls-
aðilar sér saman um að skjóta deil-
unni til sáttasemjara (7.). Engin lausn
var fengin í lok mánaðarins.
Heimilað hefir verið að skjóta 600
hreindýr í haust (7.).
Farið var á bíl yfir Jökulsá á Fjöll-
um skammt frá Vatnajökli (9.).
Verið var að sundra rekaviðarbút,
sem kom á land í Grímsey í vetur, og
kom þá glerhylki innan úr honum. í
því var 19 ára gömul orðsending frá
rússneskum íshafsförum (21).
Samningar tókust milli verslunar-
manna og vinnuveitenda (24.).
Komst upp stórsmygl. Lögreglan náði
Friðrik Ólafsson var útnefndur
stórmeistari í skák.
í nær 1200 lítra af spiritus, sem skip-
verjar á „Tungufossi" höfðu komið á
land. Margir menn eru þarna viðriðnir
og verður rannsókn mjög umfangsmik-
il, enda var henni ekki lokið. Liggur
grunur á að meira hafi verið smyglað,
en fundist hefir. 13 menn sitja í gæslu-
varðhaldi (29., 30., 31.).
Minkur veiddist inni í sementsverk-
smiðjunni á Akranesi (29.).
Fegursti garður í Reykjavik dæmdist
að þessu sinni vera á Kvisthaga 23.
(29.).
Margar fornmannagrafir hafa fundist
hjá Ytra Garðshorni í Svarfaðardal
(31.).
Dagarnir lengjast
FJÓRIR brezkir og bandarískir vísinda-
menn hafa nýlega tilkynnt að sólar-
hringarnir séu að lengjast. Með öðr-
um orðum þýðir þetta það, að snún-
ingshraði jarðarinnar um sjálfa sig sé
að minnka. Þeir hafa verið að athuga
þetta síðan í september 1955 og kom-
ist að þeirri niðurstöðu, að árið lengist
nú um hálfan þúsundasta hluta úr sek-
úndu. Við rannsóknirnar notuðu þeir
atómklukku, og mismunurinn varð
þessi á „gangi“ hennar og snúnings-
tíma jarðarinnar, sem allt tímatal hef-
ir áður verið miðað við.