Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1958, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1958, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 445 Úr riki náttúrunnar Ferðalög jurta og dýra ALLSKONAR dýr berast með straumum langar leiðir. Rándýr og snákar ferðast á röftum og stórum jurtaflækjum niður stórárnar, svo sem Amazon, Kongo, Ganges og Níl. Þess eru dæmi að jagúar hafa borist frá Venezuela á röftum nið- ur Orinoco-fljótið út á haf og alla leið að eynni Trinidad. Þangað hafa og borist fiskar, sem aðeins geta lifað í ósöltu vatni. Um rign- ingatímann, þegar mikið er í Ori- noco-fljótinu, berst ferska vatnið úr því alla leið til Trinidad, og svo ganga þessir fiskar upp í ár og læki þar. Sjávarstraumar bera einnig alls konar gróður landa milli og jafn- vel óraleiðir. Sú er orsök til þess, að enginn veit hvar kokospálminn er upprunninn. Hann hefir breiðst út um allt hitabeltið þannig, að hneturnar berast með straumum og skjóta rótum þar sem þær ber á land. Svifið í sjónum berst og með straumum, en það er undir- staða alls lífs í höfunum og alls konar fiskar elta það. Þar af koma fiskgöngur- og síldargöngur. í loftinu eru einnig alls konar straumar og bera með sér margs konar líf úr einum stað á annan. FLUG MAURA Merkileg þykja flug maura og köngulóa og voru menn lengi að átta sig á því ferðalagi. Maurarn- ir láta vindana bera sig. Þeir bíða einhvers staðar þar sem þá ber hátt, annað hvort á trjágreinum eða á steinum og klettanybbum. Þegar þeim þykir kominn hæfileg- ur „byr“, byrja þeir að spinna. Vindurinn lyftir þræðinum, maur- inn heldur áfram að spinna og vind -urinn ber þráðinn lengra og lengra. Seinast er átak vindsins á þræðinum orðið svo sterkt, að hann lyftir maurnum til flugs, og svo getur hann borist langar leiðir, hangandi í þræðinum. Seinni hluta sumars og á haustin, má oft á morgnana sjá líkt og ótal gljáandi silfurþræði á jörðinni. Það eru þræðir mauranna, sem hafa fallið þar niður. Þessir þræðir voru kall- aðir „vetrarkvíði“ hér á landi. En það eru fleiri smá skordýr, sem láta sig berast með vindum. Flugmenn á Labrador hafa verið látnir nota smáriðin net á flug- vélum sínum til þess að veiða skor- dýr, sem eru á sveimi í loftinu. Hafa þeir flogið á hverjum ein- asta degi og „veitt“ í 20—16.000 feta hæð. í 20 feta hæð veiddist 1 skordýr til jafnaðar á hverjum 15 fetum sem flogið var áfram. í 1000 feta hæð veiddist eitt skor- dýr til jafnaðar á hverjum 25 fet- um. En í 5000 feta hæð veiddist einn maur á hverjum 49 fetum. Maurarnir fara langsamlega hæst, allt upp í 15.000 feta hæð. LÍFIÐ í VATNSSKÁL Vindarnir bera ótölulegan grúa af alls konar lífverum um allan hnöttinn. Þetta eru bæði fræ og lif- andi öreindir og fellur til jarðar sem ryk, og hefir þá oft borist þúsundir kílómetra frá upphaf- legum heimkynnum sínum. Menn geta gert einfalda tilraun að sann- færa sig um þetta. Takið svo sem handfylli af töðu og sjóðið hana hálftíma í einum potti af tæru uppsprettuvatni. Við f------------------------------9 Helgi Valtýsson: Þrjú gömul Ijóð (1905) HAUSTKVÖLD Sólin er slokknuð, dagurinn deyr, dimmir nú skjótt af nótt. Sveitin er bundin blundi, á bænum er hljótt og rótt. Fjörðurinn blikar sem bráðið stál bærist ei minnsta strá. Þögnin er þöglari en gröfin, hún þrýstir svefni á brá. Nóttin er vöknuð, dökkt og dimmt drýpur hið mikla hár niður um háls og herðar og hylur öll dagsins sár. SÓLARLAG Nú bálar laufið í lundi sem lýsigull, silfur og glóð, og hafbrúnin logar og leiftrar sem ljóskvikt, skjálfandi blóð. Kvöldbláu fjöllin í fjarska með fannkápu úr eldrauðum snjó þau sveipast nú húmi og hverfa í himinsins bládjúpa sjó. Litfögur kvöidskýin líða sem logandi skip til og frá. Þau sigla með gulijaðra-seglum og sökkva í náttbláan sjá. H A U S T Upp í eyðiholti út við mýrarflóa vælir soltinn valur, vappar þvengmjó tóa. Krummi krunkar hryggur, kvíðir fyrir hörðu. Hörkuþrunginn himinn hangir yfir jörðu! suðuna losna ýmis efni úr töðunni, sem eru ágæt næringarefni fyrir gerla. Seyðinu er síðan helt í skál og hún látin standa opin, og fer þá ekki hjá því að í hana safnast alls konar gerlar. En gerlarnir eru upp- áhaldsfæða ýmissa ósýnilegra líf- tegunda, svo sem „paramecium“. Það er fullt af þeim í andrúms- loftinu og nú safnast þeir í skál-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.