Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1958, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1958, Qupperneq 14
446 LESBOK MOKGUNBI AÐSIIMS Líforkan í hugmyndum ina og í stækkunargleri má sjá hvernig þeir synda þar fram og aftur. Dag frá degi breytist lífið í skálinni, nýar líftegundir bætast við og „hvort mun annars eyðslu- fé ætlað til að vera“, ein tegundin herjar á aðra og útrýmir henni. Ef menn fylgjast með þessu í smá- sjá, hafa þeir orðið sjónarvottar að hinu ótrúlegasta ævintýri. NÝTTLANDNÁM Á KRAKATAU Árið 1883 sprakk eldfjallið Krak- atau í loft upp. Það er á ey nokk- urri á milli Java og Sumatra. Gló- andi aska þakti alla eyna og út- rýmdi þar öllu lífi, og einnig á nálægum smáeyum. Níu mánuðum eftir gosið kom belgiskur náttúrufræðingur til Krakatau til þess að athuga hvort ekkert líf mundi leynast þar. Hið eina sem hann fann, var einn maur — ekkert annað. Þar var allt dautt. Og sama var sagan á næstu ey, sem er í 20 km. fjarlægð. Glóandi gos- askan hafði gjörsamlega þurrkað út allt líf á þessum eyum. Árið 1886 kom hollenzkur nátt- úrufræðingur til Krakatau. Hann fann inni á eynni nokkrar tegund- ir af burknum og grasi, og var sýnt að fræin höfðu borist þangað með vindum eða fuglum. En meðfram sjónum spruttu nokkrar strand- jurtir og höfðu borist þangað með sjávarbárum frá fjarlægum eyum. Tíu árum seinna komu nokkrir náttúrufræðingar til eyarinnar. Þá var að koma þar skógur og með- fram ströndinni stóðu ungir kokos- pálmar. Brönugrös blómguðust þar og munu hin örsmáu fræ þeirra hafa borist þangað á fótum fugla, eða með vindum. Þarna voru einn- ig komin fíkjutré og „papaya“ og hafa fræ þeirra borist þangað í fugladriti, því að fuglar melta ekki slík fræ. Þarna var og fjöldi skordýra, MARGIR munu vera þeirrar skoð- unar, að trú og vísindi eigi enga samleið, að aldrei muni verða vís- indalega skýrt það, sem trúuðum mönnum þykir mestu máli skipta í trú sinni, og að gagnslaust sé að beita vísindalegri hugsun við siík viðfangsefni. Mun þessi trú á getuleysi mannlegs skilnings. gagnvart því sem mestu varðar, aldrei hafa orðið eins almenn og á þeirri öld sem nú lifum við — og breytir það engu um þetta þótt sumir starfsmenn í vísindagreinum séu trúaðir, því um samræmi eða samfelldan skilning á trú og vís- indum er þar ekki að ræða. Bilið hefur aldrei orðið eins breitt og nú á milli trúar og vísinda, og þó er það einmitt á þessari öld, sem fram hefur komið vísindakenning, sem brúar þetta bil og sýnir trúarleg rit og trúarlegar hugmyndir í al- veg nýju Ijósi. Höfundur þessarar kenningar var íslendingur, og er það raunar það sem menn eiga erfiðast með að trúa, og er ekki langt síðan kunnur menntamaður hélt því fram við mig, að það væri af og frá að til hefði verið íslenzk- ur heimspekingur. En hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, þá hefur slíkri kenningu, lífgeisl- sem borist höfðu þangað með vindi. Og þar voru nokkrar tegundir af snákum og höggormum, sem höfðu siglt yfir hafið á röftum eða gróð- urflækjum. Og brátt óx gróður á eynni og þá fluttust menn þangað aftur. Þeir fluttu með sér ýmsar plöntur og dýr. En með þeim fluttust einn- ig óboðnir gestir svo sem rottur og húsflugur, sem fylgja mannin- um hvar sem hann fer. anarkenningunni, verið haldið fran af íslenzkum vísindamanni, dr Helga Pjeturss, og það er ætlur. mín, að því gaumgæfilegar serr menn athuga, því fremur mur þeir fallast á rök hans, þótt niður stöðurnar virðist í ótrúlegra lag) við fyrstu sýn. Samband við líf a öðrum jarðstjörnum, raunverulegt og eðlisfræðilegt samband, er stór- kostleg tilhugsun og gerbreytir öll- um viðhorfum, og það er í þessu ljósi, sem mér hefur hugkvæmzt að líta á eitt hið undarlegasta og jafnframt viðkvæmasta trúaratriði — altarissakramentið. Þessi trúarathöfn á, eins og menn vita, rætur sínar að rekja til Jesú sjálfs, til þess sem hann hefur sjálf- ur sagt við lærisveina sína. Hann tók brauð og skipti með beim og sagði: „Þetta er líkami minn“, en skylt þessu er það þegar hann talar um „brauðið sem kemur af himni1 og þegar hann segir við lærisveina sína (eins og dálítið glettinn á svip, kemur manni í hug): Eg hef brauð að eta sem þér vitið ekki af. En þessi ágæta setning (og það þarf ekki neina trúarlega auð- sveipni til að skynja, að sannleiks kjarni muni búa í henni) er það, sem minnir mig svo fastlega á snilldarleg orð í helgum fræðurr annars átrúnaðar, Ásatrúarinnar, að ég hlýt að undrast það samræmi, sem þar kemur fram. Andhrímnir lætur í Eldhrímni Sæhrímni soðinn, fleska bazt, en þat fáir vitu, við hvat Einherjar alask. (Grímnismál, 18. v.) Hér er það ekki brauðsheiti heldur fleskheiti, sem gefið er hinni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.