Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1958, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1958, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 447 ALAGABLETTIR Álög í Laxárdal SÉRA Arnljótur Ólafsson skráði þessar frásagnir um álög í Laxár- dal í Húnavatnssýslu, en sá dalur er nú að mestu í eyði: Hóllinn á Sneis. — Sneis heitir bær einn í Laxárdal. Fram undan bænum er hóll; hann er grasgefinn mjög, en eigi má slá hann, því í hólnum býr álfkona og er hann slægjuland hennar. Helgi heitir bóndinn, sem nú (1847) er á Sneis. Hann slær hólinn og hirðir ekki um sögur manna. En þess vegna segja sumir að hann sé fátækur, að hann slái hól álfkonunnar, því að hún þoli honum það ekki. Hjallinn á Núpi. — Núpur heitir bær í Laxárdal. Upp undan bæn- um er hjalli, lítið utar en bærinn. Það er býsna hár hamar grasi vax- dularfullu næringu hinna útvöldu (Einherja), og er þó auðsætt, að hinn heiðni spekingur hefur ekki haft flesk í huga, fremur en Jesús hafði brauð, heldur eitthvað ser.» hann gat ekki komið orðum að, eitthvað óumræðilegt. Og þetta óumræðilega er líforkan, þessi orka sem dr. Helgi Pjeturss hefur upp- götvað fyrstur manna, og gert vís- indalega fullnægjandi grein fyrir í riti sínu Nýal. Það er eftir kenn- ingu hans þessi orka, sem líkamir manna og dýra hlaðast af þegar þeir sofa og ber þeim þau áhrif sem skapa draumana. (Sbr. hugs- anaflutning). Það er þessi orka sem guðirnir, hinar dýrlegu verur á öðrum hnöttum vilja veita okk- ur í miklu ríkara mæli, ef við að- eins höfum vit til að veita henni viðtöku. Þorsteinn Guðjónsson. inn, og er þar hrísrif gott. Fjall- vættur býr í hjallanum og er gott að koma sér vel við hana. Hún á hrísrif allt í hjallanum, og má ekki rífa þar frá henni. Fyrir skömmu bjó kona ein á Núpi, margkunnug haldin, en þó ekki göldrótt kölluð. Hún kom sér vel við vættina í hjallanum, og þótti það valda því, að hún hafði ætíð nóg fyrir sig að leggja, og það löngum tíma eftir að hún var örvasa orðin. Bóndinn, sem nú (1847) býr á Núpi, hefir látið rífa hrís á hjallanum. En fyr- ir nokkrum árum fekk hann sjúk- leika ókennilegan, sem enn hefir eigi læknaður orðið, og veldur því hjallavætturin. Gónapyttur. — Gónapyttur heit- ir pyttur einn á milli Refsstaða og Vesturár framan við Laxá. Hún rennur eftir dalnum og í hana rennur lækur úr pyttinum. Eyjólf- ur hreppstjóri á Móbergi í Langa- dal hafði í seli uppi í Laxárdal. Drengur var í selinu sem gætti fjárins. Einn dag veiddi pilturinn í pyttinum og hafði þó Eyólfur bannað honum það. En þegar hann kom heim að selinu með veiðina var snemmbær kýr lærbrotin á stöðlinum. Pilturinn hugsaði að ekki skyldi þetta aftra sér frá að veiða í pyttinum, og fór daginn eftir og veiddi. En þegar hann kom að selinu, var kýrin dauð. Þá fór honum ekki að finnast til og hætti að veiða. Síðan hefir enginn veitt í Gónapytti, enda er þar nú engin veiði í orðin. Kálfatjörn. — Selhagi heitir næsti bær fyrir framan Þverárdal í Laxárdal. Þar er tjörn sú fyrir framan og neðan bæinn sem heitir Kálfatjörn. Þorleifur hét maður 1 Selhaga, sem seinna bjó í Stóradal. Þegar hann stóð yfir sauðum sín- um um veturinn, veiddi hann í tjörninni. Drápust þá fyrir honum tvær ær um daginn. Lagði hann þá niður veiðina í Kálfatjörn og hefir síðan enginn tekið hana upp aftur. REYKJAVÍK fyrir hundrað árum REYKJAVÍK er að magnast að fólks- fjölgun. Á hinum síðustu 10 árum, frá 1. okt. 1850 til 1. okt. 1860, hefir stað- arbúum fjölgað um 300 manns; næst- liðið haust voru þeir 1444. En þó kveð- ur meir að hinu að tiltölu, hvað timb- urhúsum fjölgar hér, og mörg hús eldri stækkuð og prýdd á ýmsan hátt. Til fróðleiks og samanburðar um við- gang Reykjavíkurkaupstaðar á hinum síðustu 40 árum, skal þess getið, að um árið 1820 voru hér aðeins 34—36 timb- urhús af öllu tagi. Árið 1830 voru þau orðin 58—60, en nú munu þau vera nálægt 135 af öllu tagi, auk skúranna sem kallaðir eru. Hvorki er dómkirkj- an hér með talin né stiftamtmanns- garðurinn með þeim útihúsum, er þar fylgja. Stærð, herbergjafjöldi og prýði hús- anna er þó miklu meiri að tiltölu, hjá því sem var fyrir 30—40 árum, heldur en fjölgun húsanna sjálfra, þó að hún sé mikil. Fyrir 1820 voru hér fá og smá og óséleg herbergi í íbúðarhúsum. Nú eru þau fleiri og stærri og að öllu laglegri. Þá voru hér engin íbúðarhús tvíloftuð né með annarri yfirbyggingu (bust). Fyrir 1820 voru hér þrjú mikil pakkhús tvíloftuð, en tvö þeirra voru rifin um þau árin og eigi endurbyggð. Nú eru hér þrjú mikil pakkhús tví- loftuð, sex íbúðarhús tvíloftuð, og átta íbúðarhús með yfirbyggingu til íbúðar. (Þjóðólfur 1860) Tveir menn höfðu stofnað fyrirtæki. Eitthvert kvöld eftir lokunartíma fóru þeir saman í kaffihús. Og er þeir höfðu setið þar um stund, segir annar: „Við gleymdum að loka peninga- skápnum". „Hvað gerir það til“ sagði hinn. „Við erum hér báðir“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.