Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1958, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1958, Side 16
448 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A DG5 V K10 6 * G 10 9 5 * 743 * 86 V D G 3 ♦ Á 7 4 . + ÁG10 62 * ÁK 10942 V Á 9 5 * D 6 3 * 5 S komst í 4 spaða og V sló út LK. Nú mundu margir í A sporum hafa lát- ið hátt í til þess að sýna styrkleika, en A lét L2, og það er bending til V um að skipta um lit. Þeim er nauðsyn- legt að fría hjartaslag, áður en S getur friað tíglana. V skildi bendinguna og hann hafði engu að spila nema hjarta. Næst komst hann inn á TK og sló svo út hjarta aftur og þá hafði S tapað spilinu. Ef V slær út laufi aftur í byrjun, þá vinnur S. Hann drepur þá með trompi og verður á undan hinum, get- ur fríað tígulinn og fleygt í hann einu hjarta. A 73 V 8742 ♦ K 8 2 * KD98 Þorrablótin eiga upptök sín að rekja til íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn, eða að minnsta kosti heldu þeir þorrablót 1873. Eg hefi heyrt sagt, að doktor Björn Ólsen hafi gengizt mest fyrir því, og eftir hann er veizlukvæðið „Full Þórs“ (Ný félagsrit XXX; bls. 128—9). 1880 mun Fornleifafélagið í Reykjavík hafa haldið þorrablót, þótt eg hafi ekki getað rekið mig á skýrslur um það í blöðunum. Aftur helt það stóreflis þorrablót 21. janúar 1881. Veizlusalurinn var búinn fornum voð- um, skjaldarmerkjum og öndvegissúl- um. Langeldar brunnu á gólfinu. Sam- sætið byrjaði með griðasetningu að fornum sið og var ekki mælt meira undir samsætinu. Við samdrykkjuna á S K V R. — C. Jörgensen, sem var forstjóri Mjólkurbús Flóamanna um all langt skeið, komst hér í kynni við skyrgjörð, en slíkan mat hafði hann ekki þekkt áður. Honum þótti skyrið framúrskarandi gott og lærði að búa það til. Héðan fluttist hann svo til Danmerkur aftur og setti upp sitt eigið mjólkurbú. Tók hann þá að framleiða skyr í Danmörku og vildi endilega kenna löndum sínum að meta þann gæðamat réttlega Hefir hann þegar fengið nokkurn mark að fyrir það, en aðallega munu það þó vera landar erlendis sem kaupa það af honum. Segja margir að „skyrið hans Jörgensens sé betra en skyr það, sem selt er í Reykjavík“. Hér má sjá mynd af skrásettu vörumerki hans og vörumiða. eftir var guðanna minnst, Óðins al- föðurs, Þórs, Freys og Njarðar til ár- sældar, Braga, Freyu o. s. frv. — (Ól. Davíðsson). Orðabók Jóns frá Grunnavík. Jón Ólafsson frá Grunnavík (d. 1770) samdi hina íslenzku orðabók sína um miðja 18. öld. Annars hlýtur Jón að hafa haft þetta rit undir í mörg ár, því það er ekki kastað höndunum að slíku stórvirki. Orðabókin er 9 bindi í arkarbroti og er ekki til nema á ein- um stað, safni Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn. Það er eiginhandarrit Jóns. Orðabókin er mjög þétt skrifuð og þar að auki liggur í henni mesti morandi af smásneplum, og liggur því í augum uppi, hve stór hún er. Venju- legast eru orðin þýdd á latinu, en þó eru heillangar klausur á íslenzku inn- an um. Það má segja með sanni að orðabók þessi sé með fróðlegustu rit- um, sem hafa verið samin á íslenzku, ef ekki það allrafróðlegasta, þegar ár- bækur Espólins líður. Þar ægir öllu saman, mögulegu og ómögulegu, því Jón lætur sér ekki nægja að þýða orð- in, heldUr fer hann út í sögu, náttúru- fræði, landafræði, lögfræði o. s. frv. þar sem honum er það mögulegt. Und- ir orðinu kirkja er þannig t. d. lýsing á Hólakirkju þegar hún var nýbyggð 1760. Einkum færir Jón til ósköpin öll af vísum og kvæðum. (Ól. Davíðsson). SKÓGARHÖGG í ALMENNINGUM Erlendur Björnsson á Breiðabólstað á Álftanesi, segir svo frá í bók sinni „Sjósókn": — Þá má geta þess, að strax og fólkið kom úr kaupavinnunni að norðan, var farið í skógarferðir svo- kallaðar til þess meðal annars að geta notað leiguhestana, áður en þeim var skilað. Var farið með tvo hesta eða allt að fimm hesta, með reiðingum og sigðum. Var farið upp í svokallaðan „Almenning“ fyrir sunnan og ofan Óttarsstaði við Hafnarfjörð. Var skóg- urinn felldur niður við jörð og rjóður felldur. Svona var tíðarandinn þá, og er þetta sorglegt dæmi um skammsýni þeirra tíma.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.