Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1958, Blaðsíða 1
34. tbl.
JftftfgunMateift
Sunnudagur 21. september 1958
béh
XXXIII. árg.
Nú er byrjað að grafa upp gömlu traðirnar í Arnarhólstúnl. Er því ekkl
úr vegi að rifja upp gamlar minningar frá þessum stað.
IJr sögu Arnarhóls
ARNARHÓLS er fyrst getið 1
Landnámu, ekki sem jarðar, held-
ur sem örnefnis. Ingólfur Arnar-
son varpaði öndvegissúlum sínum
fyrir borð, er hann var kominn í
landsýn, og hét að byggja þar sem
þær kæmi á land. Öndvegissúlurn-
ar fundust síðar reknar „við Arnar-
hvol fyrir neðan heiði". Heiðin,
sem hér er átt við, er Mosfellsheiði.
Út af orðalagi frásagnar Land-
námu hafa ýmsir haldið því fram,
að Ingólfur muni hafa reist bæ sinn
á Arnarhóli. En það getur ekki
verið rétt. Ari fróði kallar bæ hani
Reykjavík, og það er sami bærinn,
sem lengi var aðeins kallaðUr Vík
og stóð undir brekkunni syðst i
Aðalstræti, sem nú er. Auðvitað
hefir bær Ingólfs verið höfuðbólið
hér, og það sem tekur af allan vafa
hér, er það, að Vík átti allt landið
upphaflega. Af vitnisburði um
landamerki Víkur, teknum um
1500, má glögglega sjá að bæirnir
Hlíðarhús, Sel, Skildinganes og
Arnarhóll voru allir byggðir í Vík-
urlandi. Hitt er ekki vitað hvenaer
þeir voru reistir, né heldur hvenær
þeir urðu ijálfstæðar jarðir. £a