Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1958, Síða 8
464
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Úr rlki náttúrunnar
Lifli hvítabjörninn
PAÐ var vorið 1903 að skinna-
sending kom frá British Columbía
til grávörufirma nokkurs í New
York. Vanur maður tók á móti
sendingunni, og flokkaði skinnin,
eins og endranær. Hann þekkti öll
skinn. En í þessari sendingu var
skinn, sem hann kannaðist ekki
við. Þetta var bjarnarfeldur, hvít-
ur eða rjómagulur á litinn, og að
ýmsu leyti frábrugðinn feldum af
ísbjörnum. Manninum kom fyrst
til hugar að hér gæti verið um að
ræða feld af hvítum skógarbirni,
þótt undarlegt væri. En við nánari
athugun komst hann að raun um
að svo gat alls ekki verið.
Nú mundi einhver hafa látið hér
við sitja og ekki skipt sér meira
af þessum feldi. En þessi maður
gerði það ekki. Hann fór með feld-
inn til forstjóra dýragarðsins í New
Yurk, dr. William T. Hornaday,
sem talinn var einn af fremstu
dýrafræðingum jarðar. Hornaday
skoðaði feldinn nákvæmlega og
kannaðist ekki við af hvaða skepnu
hann gæti verið. Þetta varð eitt af
ævintýrum lífs hans, því að hann
þóttist sjá að hér væri um óþekkta
dýrategund að ræða.
Hann hófst þegar handa um að
komast eftir því hvaðan þessi feld-
ur væri kominn. Ekki reyndist svo
erfitt að rekja feril hans og sein-
ast komst Hornaday að því, að
feldurinn væri kominn frá af-
skekktri veiðistöð langt norður í
British Columbia, eða skammt frá
ósi árinnar Skeena. Meira gat eng-
inn sagt honum.
En við þessa eftirgrenslan komst
Hornaday í kynni við Francis
Keuaude, sem starfaði við náttúru-
gripasafnið í Victoria í British
Columbia. Og Kermode tók að sér
nánari eftirgrenslan. Eftir marga
mánuði komst hann að því, að
Indiáni nokkur hefði komið með
feld þennan til veiðistöðvarinnar.
Seinna komst hann að því, að Indi-
áninn hafði skotið björninn á
strönd Princess Royal, en það er
klettótt og skógi vaxin ey nyrzt í
Kyrrahafi, út af ósi Skeena. Eru
þarna margar eyar svipaðar, og
svo illar yfirferðar að menn koma
þar mjög sjaldan.
Nú gerði Kermode út tólf manna
leiðangur og helt til Princess Roy-
al. Allir voru menn hans vanir
veiðum og ferðalögum um torfær
skóglendi. Eftir mánaðar leit rák-
ust þeir á hina rjómagulu birni,
hjón með tvo húna. Öll voru dýr-
in skotin og feldirnir af þeim og
beinin send dr. Hornaday til rann-
sóknar.
I 9. ársskýrslu dýragarðsins '
New York sem út kom 1905, skýrði
dr Hornaday sigri hrósandi frá því,
að sér hefði tekizt að uppgötva nýa
og áður óþekkta bjarnartegund,
sem aðeins hefðist við á Princess
Royal, nærliggjandi eyum, sem
nefnast Gribbell-eyar, og á litlu
svæði á meginlandinu upp af þess-
um eyum. Hann lýsti þessari teg-
und nákvæmlega, feldinum, litnum
og beinunum. Vísindunum væri
alveg ókunnugt um að þessi teg-
und væri til, en það væri vegna
þess, að birnirnir heldu til í skóg-
um og fjallendi, sem menn hefði
talið alveg ófært. Það hefði verið
hreinasta hending, að Indíáninn
skyldi hitta fyrsta björninn niður
við strönd. Og það væri að þakka
Litli hvítabjörninn, sem var fangi
26 ár.
hugkvæmni grávörumannsins
New York, að menn hefði upp
götvað þessa bjarnartegund. En í
viðurkenningarskyni við Francis
Kermode, sem fór norður til þess
að veiða björnuna, kallaði hann
þessa tegund „Euarctos American-
us Kermodei“.
Síðar skrifaði dr. Hornaday
langa ritgerð um þessa hvítabirni
í bók sína „American Natural
History“, sem er í fjórum bindum.
Hann segir þar m. a.: „Merkileg-
asta uppgötvun seinustu tíu ára
var sú, er hvítabjörninn fannst í
British Columbia. Þetta er lítill
björn, rjómagulur á lit. Fyrst heldu
menn að hér væri um að ræða
skógarbjörn, sem væri hvítingur
(albino), en rannsókn á 25 dýrum
hefir leitt í ljós, að það nær ekki
neinni átt. Fram til 1914 hefir ekki
tekizt að ná einum einasta birni
lifandi".
k- -k k
Það var ekki fyr en í apríl 1924
að lifandi björn náðist. Þá náði
Indíáni nokkur í beruhún sex mán-
aða gamlan og var hann sendur til
Victoria og hafður þar til sýnis í
búri, en utan á búrinu stóð letrað:
„Fágætasta og einkennilegasta
bjarndýr í heimi, eina dýrið sem
menn hafa náð“. Þannig hóf þessi
litli björn fangabúðarvist sína. En