Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1958, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1958, Side 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 465 mörgum þótti þetta ómannúðleg meðferð á skepnunni, og brátt tóku að heyrast háværar raddir um það. Áður en árið var liðið kom hvass- yrt grein í „Daily Colonist“ og var þess þar krafizt að björninn væri aftur fluttur til heimkynna sinna. Fleiri greinar komu á eftir, og blöð í næstu borgum tóku undir þetta. Málið kom oft á dagskrá hjá bæ- arstjórninni í Viktoría og bæar- fulltrúar höfðu engan frið fyrir mönnum, sem kröfðust þess að björninn yrði sendur norður aftur og látinn laus; sumir fóru fram á það með hægð og festu,. en aðrir með stóryrðum og ofstopa. Bæar- fulltrúarnir tímdu ekki að sjá af birninum. Þeim þótti það svo mik- ill heiður fyrir bæinn að eiga eina lifandi björninn af þessari tegund, og margir aðrir áhrifamenn voru þeim sammála. Það var ekkert vit í því að sleppa birninum, því að hann gerði bæinn frægan. Og þannig toguðust mannúðin og metnaðurinn á, en alltaf var björn- inn kyr í búri sínu. Þannig liðu mörg ár og smám saman hjaðnaði deilan um þetta. Svo var það hinn 7. desember 1950 að björninn drapst, og hafði hann þá verið í þessari prísund í 26 ár. Skömmu eftir að hann drapst hófust nýar deilur. Spendýrafræð- ingur nokkur fullyrti þá, að þessi hvítabjörn væri ekki annað en af- brigði skógarbjarnar. Og í sama streng tók vísindamaðurinn E. Raymond Hall í bók, sem heitir „Extint and Vanishing Mammals of the Western Hemisphere“. Þrátt fyrir það munu flestir hallast enn að kenningu dr. Hornaday, að hér sé um sérstaka dýrategund að ræða. Hann hafði rannsakað gaum- gæflega feldi og bein þessara hvíta- bjarna og borið saman við feldi og bein fjölmargra ísbjarna og skóg- arbjarna og sannfærst um að þar væri mikill munur á. Þessi hvíta- björn væri miklu minni en hinir, vaxtarlagið annað og háraliturinn aiveg ólíkur. Þessi saga gerðist í enskum barna- skóia. Kennslukonan lagði þessa spurn- ingu fyrir börnin: „Hver var það sem leiddi ísraels- börn út úr Egyptalandi?“ Steinhljóð. Þá sneri hú'n sér að litl- um dreng á aftasta bekk og bað hann að svara. Drengurinn varð dauðhrædd- ur. „Það var ekki eg sem gerði það“, sagði hann. „Eg er nýkominn hingað frá Birmingham**. * Cömul kveðja frá Björnstjerne Björnson Á ÞJ ÓÐHÁTÍÐARDEGINUM 2. ágúst 1884 heldu ýmsir frjálslyndir menn úr Reykjavík og nágrenm fund með sér í minningu þess, að þá voru liðin 10 ár frá því er land- ið fekk stjórnarskrána. Fundar- menn voru rúmlega 40. Aðalræðu- maður var Jón Ólatsson. Að lokn- um fundi var samsæti í Hótel Alexandra, og þaðan sendu fundar- menn ávarp til norska skáldsins. Björnstjerne Björnson. Siðar barst svar frá skáldinu, dagsett 10. sept- ember í Schwas í Tyrol. Það var á þessa leið: Kæru íslenzku vinir! Á því er eg líka, að ísland hefði ekki fengið stjórnarskrá sína svo fljótt, ef Norðmenn og Sviar hefði eigi tekið að gerast óþolinmóðir. En hvílík stjórnarskrá er það sem þér hafið fengið! Skrípamyna af stjórnarskrá Dana, sem sjálf er líka skrípi. Hvað á hin látlausa vel upp- frædda, friðsama danska þjóð að gera við höfðingja-þingdeild? Og hvað eigið þér að gera við efri þingdeild, sem varla hafið einu sinni neinn stéttamismun. Og þar á ofan þessa vanhugsuðu samnræru framkvæmdavalds og löggjafarvalds, sem efri þingdeild- in er mynduð af ? Er þessu svo hag- að til að sýna yður, að hvort sem þér viljið eða ekki, þá skuluð þér vera litla táin af ofurlitlu konungs- ríki, sem ekki er orðið nema skrif- finnskan tóm? Vér skulum vona að frelsisflokk- ur Dana meti það drengskapar- skyldu sína að veita ættlandi frels- isins í Norðurheimí fullt sjálfs- forræði, svo það megi njóta sín að fullu. •

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.