Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1958, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1958, Qupperneq 10
466 LESBOK MORGUNBLAÐSINS Eiríkur Einarsson: í óbyggðum með Guðmundi Jónassyni Brunar bíll úr hlaði, bærinn hverfur sýnum, lagt er upp í langferð, liggur nesti í skrínum, er þá haldið austur yfir „FjaU“ og sveitir, greitt að gömlum bæ — sem Galtalækur heitir. Inn á óbyggðirnar er nú sótt frá bænum, horfum við til Heklu, hljóð í sumarblænum. Landmanna — í — laugum lúnir hvíldar nutu. Engir þekktust áður, augum margir gutu. Karlar tóku tjöldin tylltu hæl í svörðinn, meyjar suðu matinn, matborðið var jörðin. Snemma var svo vaknað vaðið reynt á Tungná gekk það sem í sögu — sú var ljót og úlfgrá —. Nú var næsta skrefi náð, til Fiskivatna, fannst þá öllum fæðið furðanlega batna, sumir veiddu silung — sá var stór og feitur —. Margur bölvar mýi maður undirleitur. Hér á háum melum hírast klettadrangar, heita karl og kerling, kanna hríðir strangar, margir þangað mæna meðaumkunar augum, eru á vöxt og útlit einna líkust draugum. Rétta stefnu á „Rata“ reyndum við að taka. Ljósufjöllin lágu liggja þá til baka. Merki sjást á melnum má þar „Flugu“ lenda, Eiríkur Einarsson þar er vona-völlur vilji slysin henda. Enn var haldið áfram inn til Jökulheima. Ýmsum ævintýrum engir þaðan gleyma: Spilað, sungið, spjallað spurt og svörum fagnað, nærri hálfnuð nóttin, — nú var loksins þagnað. Bæði menn og meyjar mændu í bláan geiminn, norðurljósa leiftrin litu augun dreymin. Sveif þá létt um loftin ljúfur söngva kliður söng þar ánægð æska, ó, sú dýrð og friður. Var nú haldið vestur vegleysur og sanda þar sem Þóristindur þumbast við að standa vestan Þórisvatnsins, villt þar hvönnin greri, yfir Köldukvísl, að kofa í Illugaveri. Nú var sprett úr spori Sprengisandur bíður, Fjórðungsalda í fjarska, fjallahringur víður. Næst var náttstað fagnað Nýadals á grundum. Aldrei man ég eftir yndislegri stundum. Vistir teknar voru Vonarskarðið gengið, sólbrennzt höfðu sumir sárar iljar fengið. Höfði þreyttu halla hetjurnar að beði, út af sofnuðu allir — ekkert markvert skeði. Tekin voru tjöldin —. Tómasar — um — haga ekið var til austurs ekkert varð til baga. Gæsavötnin glitra, geisla blómin lofa, Vatnajökuls vindar virðast allir sofa. Yfir hraun og urðir enn var tekið strykið er það kennt við ódáð — engum þótti mikið - Tröllaháls og hæðir hægt og öruggt skríður. Guðmundur er gætinn, góður vegur bíður. Nú var ekið norður niður slétta sanda, ekki langt frá ánni Upptyppingar standa, er þá stefnt til Öskju upp í Dyngjufjöllum. Einatt valda eldar ótrúlegum spjöllum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.