Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1958, Qupperneq 12
46«
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Smásagan
Unnustan varð að koma
ÞETTA skeði í Pietermaritzburg í
Natal. Eg var á leið eftir Orman Road,
sem liggur út úr borginni í áttina til
Table Mountain Native Reserve. Gekk
eg þá fram á ofurlítinn hóp Zulu-
manna.
Um leið og þeir sáu mig, báru allir
hönd fyrir munn sér og andvörpuðu
mæðulega, og það var að heyra eins og
þyt ■ grasi. Eg vissi þegar að eitthvað
óvenjulegt mundi hafa komið fyrir, og
sá að allir störðu á lítinn steinkofa,
sem stóð skammt þaðan. Eg þekkti
einn manninn. Hann hét Uskendevu.
Gekk eg nú hikandi til hans og ávarp-
aði hann. Hann tók kveðju minni
kurteislega og í hálfum hljóðum. Hinir
læddust í burt allir nema einn maður.
Hjá kofanum óx mímósatré og undir
því sátu margar Zulu-konur og pískr-
uðu sín á milli í ákafa.
— Inkosana (herrann) verður að
sýna okkur umburðarlyndi í dag,
hvislaði Uskendevu og leit um öxl sér
til kofans, eins og hann væri hálf
smeikur.
Kofinn var lágur og á honum voru
aðeins einar dyr og einn gluggi. Hann
var heldur hrörlegur og virtist hafa
verið í eyði lengi. Einhver tuska var
hengd fyrir gluggann, en þó virtist sem
enginn ætti þar heima.
— Segðu mér, Uskendevu, hvað er
hér á seyði? spurði eg.
— Þessi maður hérna heitir Um-
bambo og hann hefir fengið töframann
til þess að hjálpa sér, og töframaður-
inn er þarna inni í kofanum, svaraði
hann.
Umbambo kinkaði kolli og varð
vandræðalegur á svip. Svitinn spratt
fram á enni hans og það var eins og
hann væri logandi hræddur. Þetta var
þó kempulegur maður, ungur og fríð-
ur. En nú var hann eins og á nálum
og gat ekki haft augun af kofanum.
Eg sneri mér að honum og mælti:
— Hefir Umbambo þá orðið fyrir
einhverri niðurlægingu svo að hann
þurfi að rétta hlut sinn með töfrum?
Hann kinkaði kolli, tvísteig og hafði
ekki augun af kofanum. Þá sneri eg
mér að Uskendevu og mælti:
— Segðu mér, Uskendevu, hvað
komið hefir fyrir. Þú þarft ekki að vera
hræddur, eg skal ekki bregðast trúnaði
ykkar.
— Segðu honum frá þvi, sagði Um-
bambo við félaga sinn.
— Jæja, eg skal segja frá því, sagði
Uskendevu, en þetta er strangasta
leyndarmál. Það má ekki berast út og
enginn má vita um það, nema við þrír,
að minnsta kosti næstu tólf mánuði.
— Eg skal vera þögull, sagði eg.
Uskendevu leit á félaga sinn, ræskti
sig og sagði svo í hálfum hljóðum:
— Félagi minn fór til Mount Table
byggðanna, ekki í gær heldur daginn
þar áður.
— Eg fór að heimsækja unnustu
mína, greip Umbambo fram í. Eg hefi
þegar greitt föður hennar nokkurn
hluta af verði hennar, og samkvæmt
lögum okkar er hún heitkona mín. En
þegar eg kom þangað, vildi hún ekki
sjá mig. Hún var köld og afundin og
sagði að sér þætti ekkert vænt um
mig. Annar maður var kominn í spilið.
Og svo rak hún mig burt eins og betl-
ara.
— Þetta er alvarlegt mál, sagði
Uskendevo.
— Já, þetta er mjög alvarlegt mál,
sagði eg. Og nú hefir Umbambo keypt
að galdramanni að hefna sín?
— Það er hverju orði sannara, sagði
Umbambo. Eg hefi greitt galdramann-
inum fimm Sterlingspund til þess að
hann rétti hlut minn. Eg átti að vísu
ekki svo mikið, en Uskendevu lánaði
mér það sem á vantaði.
— Hve lengi hefir töframaðurinn
verið þarna inni í kofanum? spurði eg.
Umbambo leit til lofts: — Hann lok-
aði sig þar inni áður en sólin var beint
upp af okkur.
Eg leit á úrið. Nú var klukkan að
verða fjögur.
— Hvað þurfið þið að bíða lengi?
spurði eg.
— Hver veit það, svaraði Umbambo.
— Vegir töframannanna eru órann-
sakanlegir, sagði Uskendevu. Ef til vill
verðum við að bíða lengi, ef til vill
opnast dyrnar þá og þegar. En enginn
má trufla töframanninn.
Eg bauð þeim sígarettur, og svo
reyktum við allir nokkra stund. Mér
fór að leiðast og eg var að hugsa um
að fara, en þá voru kofadyrnar opnaðar
og Isanusi (töframaður) kom út. Við
gengum á móti honum. Þetta var gam-
all maður, en slík augu sem hans hafði
eg aldrei séð. Það var eins og hann
horfði í gegn um mann, og augnaráðið
bar vott um einbeitni, vizku og dular-
mátt, að láta aðra hlýða sér. Eg varð
hrifinn af honum. Hér var þá einn af
þeim mönnum, sem eg hafði svo oft
heyrt talað um, einn af hinum valda-
miklu spámönnum Afríku, og þekking
hans var arfur frá löngu liðnum kyn-
slóðum, þekking, sem hvítir menn
skildu ekki og höfðu ekki vit á að
meta.
Isanusi var svo búinn, að hann hafði
hálsmen úr vígtönnum, og um höfuðið
var bundið seymi og á því hengu nokkr
-ar uppblásnar hlandblöðrur, sem
sveifluðust til og frá er hann gekk.
Berfættur var hann og brjóstið bert og
var það allt með örum. Hlébarðaskinn
hekk lauslega á öxlum hans. Hann var
í gömlum og mjög skitnum hermanna-
buxum og hafði vafið skálmunum að
öklum sér með krókódilaskinni. En um
mittið hafði hann tvö tígris-skinn og
hengu þau niður á mjaðmirnar og
sveifluðust til og frá þegar hann gekk.
í hægri hendi hafði hann heyvisk og
lagði af henni einkennilegan ilm, en
innan í heyviskinni voru bein og
slönguskinn.
Ósjálfrátt lyfti eg hönd til kveðju
og mælti:
— Umnumzana (herra minn), eg
heilsa þér.
Hann lyfti kræklóttri hönd til að
taka kveðju minni, og sneri sér svo að
Umbambo.
— Eg hefi kallað á kærustu þína,
sagði hann. Hún var úti á akri föður
síns um hádegið og var þar alein. Hún
heyrði kallið, því að hún fleygði frá
sér sigðinni og tók á rás hingað.
— Ó! sagði Umbambo og þerraði
svitann af enni sér.
— Hún hefir ekki linnt sprettinum
síðan, sagði töframaðurinn. Og nú
skaltu hafa góðar gætur á veginum,
sem hún mun koma.
Hann benti með hendinni á veginn,
sem liggur til fjallanna og byggða
Zulua.
— Hún mun verða komin til þín áður
en sólin sezt á bak við hæðina þarna,
mælti töframaður ennfremur og benti
á Town Hill, sem er vestan við Pieter-