Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1958, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1958, Qupperneq 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 469 maritzburg. Sólin var nú farin að nálg- ast hæðina. Töframaður spennti belti sitt fastar og leit á okkur til skiptis. Og um leið og eg sá i augu hans greip mig hin sama hrifning og fyrst. Svo kvaddi hann okkur og fór sína leið og blöðr- urnar flögruðu um höfuðið á honum, en ilminn af töfravisk hans lagði að vitum okkar. Hann helt inn í borgina. Svo störðum við þögulir á eftir hon- um nokkra hríð og vorum hugsandi. Þegar fyrstu kvöldskuggarnir komu, rak Umbambo upp óp mikið. — Lítið þið á, sagði hann, og benti fram eftir veginum. Við litum þangað og sáum rykmökk, sem færðist óðum nær. Það var auðséð að þar var einhver á ferð. Brátt sáum við að þetta var stúlka. Hún kom hlaupandi og skinnsvuntan hennar flaksaðist til og frá. Hún hljóp beint til okkar, staðnæmd- ist snöggvast, en varpaði sér svo fyrir fætur Umbambo í tryllingslegri geðs- hræringu. Við vissum ekki hvað við áttum að gera. Eg hefði helzt kosið að hverfa þaðan, en samkvæmt siðaregl- um Zulua var það drengskaparskylda mín að vera kyr, og yfirgefa ekki vini mína í vandræðum þeirra. Þá komu tvær af konum þeim, sem setið höfðu hjá kofanum. Þær fóru að stumra yfir stúlkunni og töluðu hlý- lega við hana. Svo reistu þær hana á fætur og leiddu hana heim að kofanum. Brátt hætti hún að hljóða og snökta og allt varð hljótt. Við stóðum þarna og biðum. Svo komu tvær aldraðar konur og leiddu stúlkuna á milli sín. Þetta var laglegasta stúlka, eitthvað átján ára gömul. Hún var heldur vandræðaleg og nagaði sjal, sem kon- urnar höfðu fleygt yfir herðar hennar. — Eg heilsa ykkur, sagði Umbambo og það var gleðihreimur í röddinni. Þá brosti stúlkan svo að sá í tvær raðir af skínandi hvítum tönnum. Uskendevo hnippti í mig og hvíslaði að við skyldum draga okkur í hlé. Svo biðum við þangað til myrkt var orðið. Þá kom Umbambo. — Er allt í lagi? spurði eg. — Já, nú er allt í lagi, sagði hann. Stúlkan verður í nótt hjá þessum kon- um, en á morgun fer hún heim og eg fer með henni. — Viltu segja okkur hvað skeð hef- ir? spurði eg. — Sjálfsagt, svaraði hann. Um miðj- an dag var hún ein úti á akri föður Knattleikur í BÓK, sem nefnist „Ball, Bat and Bishop“ og er eftir sagnfræðing- inn Robert William Henderson, er þess getið að knattleikar muni í öndverðu hafa verið helgileikar og hafi komið upp í Egyptalandi fyrir 4000 árum. Upphaflega muni þetta hafa verið leikur milli alþýðu og klerka. Egyptar voru þá sóldýrk- endur. Sólguðinn Osiris var þá jafnframt frjóvsemdarguð, er réði fyrir gróðri jarðar og fjölgun alls þess, er lífsanda dró. Tákn hans var knöttur, eða eftirmynd sólar. Upphaflegi knattleikurinn var nú þannig, að alþýða kom með knött og átti að slá hann inn um dyr musterisins í Pampremis. Hvort knötturinn hefir verið úr steini eða tré, verður ekki sagt, en allir voru útbúnir með knatt-trjám eða dreplum til þess að slá hann. En fyrir framan musterisdyrnar söfn- uðust hofprestarnir, vopnaðir dreplum, og áttu að varna því að síns. Hinar konurnar voru farnar heim í miðdegishvíld. — Er það ekki óvenjulegt að ein skuli þá verða eftir? spurði eg. — Jú, en þá hafa töfrarnir verið farnir að hrífa, töframaðurinn hefir ráðið því að hún varð ein eftir. Hún segist hafa verið að hugsa um mig og skyndilega sá hún að eg stóð hjá henni. Hún kastaði þá frá sér sigðinni, en um leið leystist sýnin upp eins og í móðu, og hún heyrði rödd, sem skipaði henni að fara undir eins á fund minn. Og þá fann hún að hún elskaði mig og engan annan. Og hún hljóp þegar á stað. — En hvernig vissi hún hvar þín var að leita? — Hún segir að einhver innri rödd hafi leiðbeint sér og hún hafi aldrei verið í vafa um hvert hún átti að fara. (Höfundur þessarar frásagnar, Thomas Wailes Barron, segist ekki skilja það enn í dag, hvaða öfl hafi verið þarna að verki). er gamall knötturinn kæmist inn í hofið. Segir svo að leikurinn hafi verið mjög harður og hafi margur fengið brotið höfuð og brotna limu, en alltaf urðu leikslokin þau, að Osiris sigraði og knötturinn komst inn í hofið. Knöttur gat táknað hvort sem vera vildi sól eða mána, en hann var alltaf ímynd frjóvsemi. Og knattleikar urðu brátt einn liður- inn í vorhátíð Egypta, þegar fagn- að var vextinum í Níl. Og þar sem knötturinn var tákn frjóvsemi, var eðlilegt að konur tæki þátt í knatt- leikum. Hofgyðjurnar í Pampremis tóku og snemma þátt í knattleikn- um. Þær höfðu allar gengið undir skírlífisheit. Ef einhver þeirra beið nú bana í kappleiknum, var það talin fullnægjandi sönnun þess, að hún hefði ekki gætt skír- lífisins. í gröf Beni Hasans, sem greftraður var eitthvað 2000 ár- um fyrir vort tímatal, er mynd af hálfnöktum konum í knattleik. Á myndum frá seinni tímum má sjá allsnaktar konur vera að iðka knattleik. Knattleikurinn barst til Spánar með Serkjum, og þar sem þetta var helgiathöfn í sambandi við vor -hátíðina, var eðlilegt að kristnir menn tengdu þá við páskahátíðina hjá sér. Kaþólska kirkjan var þvi vön að taka upp siði heiðingja, í samræmi við það sem heilagur Ágústus sagði á 4. öld: „Kristnir menn ættu ekki að slá hendinni á móti neinum góðum sið, enda þótt hann sé frá heiðingjum kom- inn“. Ýmsir kennimenn hómuðust þó gegn því að knattleikur væri iðkaður á páskahátíðinni, en þeim varð lítið ágengt, því á hærri stöð- um var þetta talið sjálfsagt. Knattleikar breyttust mjög eftir (

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.