Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1958, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1958, Blaðsíða 16
472 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE ÞETTA er spil úr heimsmeistara- k^ppni og sýnir hve misjafnlega menr kunna að halda á spilunum — eða va> það hending? ♦ K 10 8 V Á 10 7 i ♦ 873 ♦ S 5 4 ♦ A 9 6 2 V D G 8 54 ♦ K 9 ♦ K 9 N I V A i S ♦ 53 V K 9 6 ♦ A D G 10 2 ♦ Á G 10 ♦ D G 7 4 V 3 ♦ 654 ♦ D 7 6 3 2 Sagnir voru þessar: V N A s 1 hj. pass 2 L pass 2 hj. pass 3 1. pass 2 sp. pass 4 hj. pass 5 hj. pass 6 hj. pass EINKENNILEG TÁKN — Það var í fyrrihluta ágústmánaðar sl. að verið var að undirbúa máltíð í Syðra Vallholti í Skagafirði, og meðal annars, sem á borðum átti að vera, var súr blóðmör síðan í fyrra. En þegar farið var að sneiða keppinn niður, var því veitt athygli, að einhver undarleg tákn komu fram í einni sneiðinni. Þegar betur var að gáð, mátti í sneiðinni sjá tvo glöggva stafi, S og M og stryk undir seinni stafnum. En þar fyrir neðan var líkt og útflúr, eða mynd. Það var mörinn í blóðmörnum, sem myndaði þessi tákn og þótti að vonum einkennilegt. Menn geta áttað sig á stærð stafanna með því að bera þá saman við eldspýtnastokkinn, sem hjá liggur. N sló út S8 og vegna þess að hann hefir 4 tromp, hljóta V—A að tapa tveimur slögum. Ef trompin hefði ver- ið jafnt skipt og lauf komið út, þá var spilið unnið. Á hinu borðinu sögðu andstæðingar 3 grönd og fengu 5 slagi yfir. HVAÐ ER FYRIRLESTUR? • Það er undarleg misbrúkun á orðinu „fyrirlestur", sem nú er að verða tíð. Páll Briem heldur „fyrirlestur" um frelsi og menntun kvenna og síðar um stjórnarskrármálið; ræða frú Bríetar er skírð „fyrirlestur" og enginn heldur nú orðið svo ræðu (nema prestar og alþingismenn) að það sé ekki kallað „fyrirlestrar". — Og hvað er svo fyrir- lestur? Það er mál, sem er „lesið fyrir“ skrifara, sem ritar það upp. En slíkt á sér ekki stað um neinn þennan „fyrir- lestur“. Þetta eru nefnilega alls ekki fyrirlestrar, heldur ræður Þetta kem- ur af þvi, að nthöfundar vorir hugsa á dönsku. „Foredrag“ (danskt) þýðir „framburður", „ræða“ (og er stundum haft um) „fyrirlestur“ = „Forelæsn- ing“; þetta hendir einhver á lofti, og þýðir svo alltaf „Foredrag" með „fyrir- lestur“, og svo hefir hver vitleysuna eftir öðrum hugsunarlaust. Það er að sínu leyti eins og þegar Gröndal fær veður af því, að „Forhold" (== Pro- portion) sé þýtt með „hlutfall" (þegar um samjöfnun er að ræða) og hugsar svo að alls staðar þar sem „Forhold“ sé í dönsku, þar megi hafa „hlutfall" í íslenzku. Og svo fær maður að sjá aðra eins íslenzku og þetta: „hin marg- víslegu hlutföll (! !) lífsins“. Séra Matthías og aðrir góðir menn eru auð- næmir á illa dönsku og taka slík en- demi eftir (Jón Ólafsson). NAFNIÐ NOREGUR Deilt hefir verið um uppruna Noregs- nafns. í Flateyjarbók í kaflanum „Hversu Noregur bygðist", er sagt frá því, að Þorri konungur hafi átt son er nefndist Nórr og átti hann bardaga stóra fyrir vestan Kjölu og fellu fyr- ir honum konungar. „Nórr fór þaðan upp Kjölu og kom þar sem heita Ulfa- móar. Þaðan íór hann um Eystridali og síðan í Vermaland og með vatni því er Vænir heitir og til sjóvar. Þetta land allt lagði Nórr undir sig allt fyrir vest- an þessi takmörk. Þetta land er nú kallað Noregur“. Þessi skýring er vafalaust röng, því að Noregur er til orðið úr Norðvegur og kemur mynd- in Norðweg fyrir í fornensku. — (Dr. Alex. Jóh.). HVERNIG ER FJANDINN LITUR? Englendingar, Ameríkumenn, Þjóð- verjar og Norðurlandamenn (þar með íslendingar) segja hann kolsvartan, Frakkar himinbláan, Spánverjar græn- an, ítalir öskugráan og Kínverjar — hvítan eins og sakleysið (Fjallkonan). KETTIR OG MÝS — Þá er land þetta auðugt að kött- um og músum, að undanskildum nokkr- um sérstökum stöðum, þar sem hvorki kettir né mýs geta þrifist, þótt inn sé flutt. Veit eg eigi fyrir hvaða andúð eða dulareðli náttúrunnar það hefir sannast og vitnast af reynslunni, að þau geta engan veginn lifað í vestara helmingi Hornafjarðar og annari ná- lægri sveit, sem sé Qxæfum. ( Gísli biskup Oddsson).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.