Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1958, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1958, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 507 sem er næsti bær fyrir sunnan Skálm, mátti heita að jökulflóðið kæmi. Frá Herjólfsstöðum gátu þeir séð hvernig hlaupið brunaði fram, og var á því flug afar mikið. í þessum hópi voru 2 menn frá bæarhverfi því, er Sunnanbyggj- aratorfa nefnist. Eru þar 5 bæir. Það voru þeir Gísli hreppstjón Magnússon í Norðurhjáleigu og Sigurður sonur Jóns Brynjólfsson- ar bónda á Þykkvabæarklaustri. Gerðist þeim órótt mjög, því a þessum 5 bæum var enginn karl- maður heima, nema Jón bóndi Brynjólfsson. Bjuggust þeir Gísli og Sigurður því til heimferðar. Þegar þeir komu að læk þeim, er Hraunbæarlækur héitir, var hlaup- ið ekki komið í hann; héldu þeir því áfram, er þeir höfðu lofað hestunum að drekka, en er þeir voru komnir upp úr læknum, var hlaupið komið að grasinu fyrir vestan lækinn, nálægt 400—500 faðma frá þeim. Hertu þeir þa reiðina sem hægt var, austur yfir Hraunbæarleiru, og alla leið heim. Hefði hlaupið náð þeim á leiru þessari, hefðu þeir hlotið skjótan dauðdaga. En þeir drógu heldur undan því að þeim virtist það fara hægar meðan það var að dreifast út yfir leiruna, fram með svo- nefndum Kælurum. Varð fólk þeim Gísla og Sigurði allfegið, er þeir komu heim. Var fólkið þá farið áð safnast saman í hópa. Var komin að Norðurhjáleigu konan fra Hraungerði með 6 börn. Lét þa Gísli hreppstjóri alla menn af bæ- unum, unga og gamla, fara suður í svokölluð Virkishús, sem eru sunnar og standa hærra en bæirn- ir. Þegar þar var komið varð ekki meira að gert; þá var hlaupið að koma austur hjá Norðurhjáleigu, og önnur flóðkvíslin austur hja Hraungerði. — Eins og áður er sagt, voru safnmenn þeir, er safna áttu þenn- Köílugos 1918. Gosmökkurinn var geisihár. (Ljósm.: Kjartan Guðmundsson) an fyrsta gosdag, 16 að tölu, dreifð- ir um allan austurhluta Mýrdals- sands, vestan frá Mýrdalsjökli, austur að Kúðafljóti. Sjö af þess- um safnsmönnum áttu að safna afrétt Álftveringa og nær hann alla leið norður að Mýrdalsjökli og norður með honum að austan. í framleið áttu þessir menn einnig að smala alla upphaga, milli Leirár og Skálmar, og reka safnið til lög- réttar (Fossárréttar). Þegar þeir komu fram fyrir Hrífuneshólma, fóru þeir að heyra nið í vesturátt. í fyrstu var honum lítill gaumur gefinn, en svo fór hann smávax- andi, þar til þeir fóru að heyra ógiögga dynki, sem urðu hærri og hærri, og loks heyrðu þeir drunur miklar; voru þeir þá komnir svo nærri réttinni, að þeir sáu, að þeii menn, sem þar voru, hleyptu það- an á hestum sínum sem hraðast í sama bili sáu þeir, að menn þeir, sem voru að safna úthagana, fóru austur allt hvað af tók, og stefndu til Skálmarbæarhrauna. Duldist þeim nú ekki, að eitthvað óvenju- legt væri á seyði. En svo hagaði til, að þeir ráku safnið eftir sand- lægð nokkurri, og voru hraunháls- ar beggja vegna, svo þeir sáu ekkert til vesturs; en í sama svip varð einum þeirra litið aftur og sá hann þá að jökulflóð mikið og ægilegt geistist fram að baki þeim, og brunaði það fram lægðina milli hraunhálsanna. Gerði hann þá féiögum sínum aðvart sem skjót- ast. Sáu þeir nú þann sinn kost vænstan að yfirgefa safnið og ríða sem hraðast undan hlaupinu. Riðu þeir nú sem þeir máttu og stefndu suður á Ljósavatnsháls. Þegar þangað kom, sáu þeir að hlaupið var komið austur úr Skálm fyrir sunnan þá; var því eigi fært að halda lengra þá leið. Breyttu þeir þá stefnu og heldu nú í áttina til Skálmarbæarhrauna, því þar sáu þeii að saman voru komnir margir menn á skeri einu í vesturbrún hraunsins, og þeystu á fleygiferð yfir skurði og læki. Mátti nú varla á milli sjá, hvort þeim eða hlaupf inu mundi veita betur. Þó náðu þeir hraunbrúninni áður en hlaup- ið skall á henni, en svo var það nærri komið, að það fell yfir slóð þeirra svo sem 40—50 metra frá hraunbrúninni. Þessu næst heldu þeir til þeirra manna, er safnazt höfðu í skerið; voru þar þá komnir allir safnmennirnir, og einnig þeir menn, er eigi höfðu komizt fram yfir Skálm. Urðu menn harla fegn- ir, er engan vantaði. Var nú haldið kyrru fyrir um stund, og köstuðu hestarnir mæð- inm, en mennirnir horfðu á hlaup- ið, þar sem það brunaði fram með flaumi miklum og jakaferð, yfir hvað sem fyrir varð. Var það kol- mórautt og ægilegt og lagði af því megna jökulfýlu. Ekki var vistlegt að dveljast lengi í skeri þcssu með fjölda hesta, því þar var enginn gróður, heldur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.