Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1958, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1958, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 511 Crúsk Dagslátta BÚALÖG nefndist samsafn af verðlagsskrám eftir Grágás og Jónsbók. Samkvæmt þeim var það talið meðalmanns verk að slá á einum degi í túni þá skák, sem er 30 faðmar á hvern veg, eða 900 ferfaðmar. Þegar dró fram um miðja 18. öld, reyndust þessi dagsverk allt of erfið flestum mönnum, og voru það aðeins beztu sláttumenn, sem gátu lokið dagsláttunni. Venjulegt var það þá, að lausamenn gæti slegið 5 dagsláttur á viku, og voru þó taldir fullgildir og fengu einn ríkisdal í kaup á viku, auk fæðis. En það þóttu fullgildir vinnumenn, sern slógu 4 dagsláttur á viku. Sumir kölluðu þetta afturför og ljósan vott þess, að íslendingum væri alltaf að fara aftur með dugn- að og atgjörfi. En Eggert Ólafsson segir frá því í Ferðabók sinni, að á Vesturlandi hafi menn grunað, að alinmálið hefði verið styttra a íslandi í fornöld. Þetta var að vísu rétt, alinin hafði alltaf verið að lengjast. Hin elzta íslenzka alin var miðuð við lengdina á framhandlegg manns frá alnboga, og samsvar- aði hún um 18 þumlungum d. Síð- an kom hin forna lögalin, og var hún undir það einum þumlungi lengri, eða samsvaraði 18.79 þuml- ungum. Síðan kom hin svonefnda „Hamborgaralin", líklega á 16. öld, og hlaut seinna nafnið íslenzk al- in, en hún var 219/n d. þumlungar. Þrátt fyrir þessar breytingar hefði dagsláttan þó ekki átt að vera stærri en hún áður var. I Búa lögum er talað um málfaðm, en hann var sama sem meðal mannshæð, eða 314 lögalin forn. En þegar Hamborgaralinin kom til sögunnar, áttu ekki að vera nema 3 alnir í málfaðmi, og lét nærri að dagsláttan heldist þá ó- breytt, því að hún var mæld i málföðmum. En reyndin varð ekki sú. Menn voru orðnir svo vanir því að telja 314 lögalin í málfaðmi, að þeir heldu áfram að telja þannig, enda þótt alinin hefði lengst. Þeir, sem gátu haft hag af þessu, tóku því fegins hendi. Og í staðinn fyrir að dagsláttan átti að vera 900 fer- hyrnings málfaðmar, varð hún nú 1225 ferhyrnings málfaðmar, eða stækkaði rúmlega um þriðjung. Þetta voru vísitölusvik þeirrar aldar, og er sízt að furða þótt mönnum veittist erfitt að ljúka dagsverkinu. Þannig var ástatt þegar Eggert var að ferðast hér á landi. Björn M. Ólsen hefir sagt eitt dæmi um það, hvernig þessi svikna vísitala komst á hér: Þegar Lauritz lögmaður Gottrup settist að á Þingeyraklaustri, fylgdi sú kvöð ýmsum af hinum gömlu klausturjörðum í nágrenninu, að landsetar voru skyldir að slá á- kveðinn blett, 3 dagsláttur fyrir hverja jörð, í Þingeyratúni. Þetta var gamall arfur frá klaustrinu og hélzt fram á vora daga. Vellir þess- ir voru kallaðir landskuldarvellir, því að leiguliðarnir unnu af sér með þessu móti nokkuð af land- skuldinni. Gottrup tók upp á því að láta mæla alla þessa velli upp með Hamborgarfaðmi. Reyndusc þeir þá svo rýrir, að allur Miðhóps- völlur og allur Hólabaksvöllur, hvor um sig 3 dagsláttur, fóru i ofanálag á hina 8 landskuldavell- ina eða þriggja daga slættina til að gera þá nógu stóra eftir Ham- borgarmáli. Dönsk alin var lögleidd hér á landi 30. maí 1776, en hún var V10 lengri heldur en íslenzka alinin og þó rúmlega, eða 24 þumlungar á móti 219/n. Og þá voru 3 alnir gerðar jafnar einum málfaðmi. Dagsláttan mæld í þeim föðmum varð að vísu ekki eins stór og þeg- ar mælt var með 314 Hamborgar- alna í málfaðmi. Alls staðar, þar sem tekizt hafði að halda í hina fornu 900 málfaðma dagsláttu, varð hún nú 1089 málfaðmar, eða stækk- aði um 189 málfaðma. Kennsla með sjónvarpi BANDARÍKJAMENN hafa tekið upp þá nýbreytni, að láta kennslu fara fram í sjónvarpi í skólunum. Þetta hef- ir gefizt svo vel, að æ fleiri skólar taka upp þetta fyrirkomulag. Vegna hins mikla aðstreymis í skól- ana, voru þeir nauðbeygðir til þess að finna einhver ráð til þess að auðvelda kennsluna. Nú eru þar 38 miljónir nemenda, en búist er við að árið 1965 muni þeim hafa fjölgað upp í 47 milj. Sjónvarpið má tengja samtímis við margar kennslustofur, og við marga skóla. 1 Hagerstown hafa t. d. 23 skól- ar með 250 kennslustofum og 12.000 nemendum, sameiginlegt útvarp frá einni kennslustöð. Og í haust verður þarna bætt við 48 skólum með 18.000 nemendum. Sér þá þessi eina sjón- varpsstöð 30.000 nemendum fyrir kennslu. Reynslan, sem fengin er af þessu, virðist benda til þess, að nemendur hafi eigi minna gagn af kennslunni en áður. Og námstjórinn í Florida hefir látið svo um mælt: „Við vorum van- trúaðir á þetta kennslufyrirkomulag í fyrstu, en nú get eg ekki hugsað mér hvernig við eigum að komast af án þess. Við munum áreiðanlega halda þessu áfram“. Það er slæmt að eiga konu, sern kann að matreiða, en vill ekki gera það; þó er hitt enn verra að eiga konu, sem ekki kann að matreiða en vill endilega gera það.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.