Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1958, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1958, Blaðsíða 8
512 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þetfa gerðist í september t Fyrir 2 árum bjargaði „Þór“ 20 mönnum af enskum togara, sem fórst hjá ÍDldey í roki og stórsjó. Hér á myndinni eru skipstjóri og stýrimaður togarans ásamt Eiríki Kristóferssyni skipherra. Stýrimaðurinn er nú á einum af ensku land- helgisbrjótunum, sem reynt hafa að sigla á „Þór“. Þannig launar hann lífgjöfina. TÓLF mílna fiskveiðilandhelgin varð að veruleika 1. sept. Höfðu allar fiskveiðaþjóðir, nema Bretar, boðið skipum sínum að faia ekki inn í hina nýu landhelgi. Bretar sendu aftur á móti hópa af togur- um inn í landhelgina og höfðu her- skip þeim til varnar. Þegar á öðrum degi náðu íslenzku varðskipin ein- um togara og settu menn um borð í hann. Kom þá herskipið „East- bourne“ og tók af þeim togarann. Voru íslenzku varðmennirnir tekn- ir höndum og fluttir um borð í her- skipið. Þar voru þeir sem fangar í hálfan mánuð, þar til herskipið læddist um nótt í leyfisleysi inn til Keflavikur og skaut þeim þar á land. Þessu framferði mótmæltu Is- lendingar harðlega. Tvívegis í mán- uðinum fekk herskip leyfi til þess að koma í höfn með veika menn. Meðan skipið var í þeirri ferð í seinna skipti, náðu varðskipin ein- um togara, sem hafði þrjóskazt við að hlýða fyrirmælum herskipsins um að sigla út fyrir landhelgislínu, en helt áfram að toga innan land- helgi. Bjuggust togaramenn til varn- ar og höfðu ýmislegt að vopni, en urðu þó að gefast upp. Nú var tog- arinn á valdi íslendinga og hafði unnið ærið til sektar sér. En ríkis- stjórnin bauð þá að sleppa honum, svo að ekki yrði sagt, að vér hefð- um af falskri meðaumkun leyft herskipinu að fara til hafnar, til þess að geta náð í togara í fjarveru þess. Hefir sú ráðstöfun mælzt mis- jafnlega fyrir hér á landi, enda ríkir bitur og réttlát gremja i garð Breta. — Islenzku varðskipin hafa ekki getað beitt sér gegn ofurefli herskipanna á annan hátt en þann, að vera sífellt að ónáða landhelgis- brjótana. Hafa verið skráð nöfn og númer á þeim öllum og skipstjór- unum stefnt fyrir landhelgisbrot. — Brezku togarasjómennirnir hafa fengið fyrirskipanir um að verjast með öllum þeim vopnum, sem þeir hafa handbær, og svo virðist sem samtök sé hjá þeim um að reyna að sigla íslenzku varðskipin í kaf, því að hver tilraunin af annari hef- ir verið gerð í þá átt, þótt ekki hafi tekizt. Aftur á móti sigldi eitt herskipið á enskan togara í óðagoti sem varð út af því, að íslenzkt varð - skip gerði sig líklegt til að taka tog- arann. — Brezku togararnir og her- skipin hafa haldið sig fyrir austan land og út af Vestfjörðum. Mun þar hafa verið lítið um fisk og veiði bágborin, enda létu íslenzku varð- skipin togarana aldrei í friði. — Guðmundur 1. Guðmundsson utan ríkisráðherra fór seinni hluta mán- aðarins á Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York og hefir þar mótmælt hernaði Breta hér við land og skýrt málstað lslendinga. VEÐRÁTTA hefir verið mild og hlý í þessum mánuði, og nú kom hinn langþreyði þurkur norðan og austan lands. Náðu bændur upp heyum sínum, en þau voru orðin mjög hrakin. Yfirleitt hefir hey- skapur verið með lélegra móti þetta sumar. Háarspretta brást í þurkasveit- unum. Menn hafa því stundað útengja- heyskap með meira móti, en allt það hey er sinuborið. Er búist við að slátr- un verði með mesta móti í haust. — Sláturtið hófst hér syðra þann 5. og eru dilkar ekki jafn vænir og í fyrra. Vel hefir gefið í göngum og réttum. AFLABRÖGÐ Síldveiðunum mátti heita lokið í byrjun mánaðarins. Var aflinn þá orð- inn 288.769 tunnur salt-að, 235.009 mál í bræðslu og 15.253 tunnur frýstar. Er þetta samtals 539.031 tunnur og mál, en var í fyrra 683.913 mál og tunnur. Samt sem áður er aflinn verðmætari nú, vegna þess hve mikið hefir verið saltað. — Reknetjáveiðar vestanlands hafa gengið sæmilega. — Togararnir hafa aflað mikið, einkum karfa á hin- um nýu uppgripamiðum, sem togarinn Fylkir fann. Hafa þeir fyllt sig þar á fáum dögum, en langt er að sækja. — Tuttugu bátar í Vestmanneyum hafa stundað humarveiðar í sumar með góð- um árangri. — Lax- og silungsveiði varð í meðallagi í sumar. — Hvalveið- unum lauk og höfðu þá komið á land 509 hvalir, heldur færri en í fyrra. Stór hvalavaða kom inn á Hrútafjörð og var reynt að reka hana á land, en hún

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.