Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1959, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1959, Blaðsíða 6
414 LESBÓK MORG UNBLAÐSINS Árni G. Eylands; Stjórnarráðið er nú 200 ára gamalt Eitthvert merkasta hús á Islandi í MORGUNBLAÐINU 11. ágúst les eg í ritstjórnargrein þessi um- mæli: „------þjóðin hlýtur að búa yfir þeim stórhug, að hún sætti sig ekki við það lengur, að mikilvæg- ustu stjórnarskrifstofur hennar hafi aðsetur í gömlu tukthúsi". Þetta er skrifað í sambandi við umræðu um uppbyggingu miðbæ- arins, þar á meðal þörf þess að fara að gera alvöru af því að reisa hið fyrirhugaða stjórnarráðshús við Lækjargötu. Hér er ekki of- mælt og munu flestir vera sam- mála því sem sagt er, í meginatrið- um. En hér er sem oftar, að hæ?t er að reisa og byggja og bæta með ágætum án þess að ryðja gömlu úr vegi, sem lítilfjörlegt kann að þykja á líðandi stundu, en eftirsjá kann að vera í, er fram líða árin. Svo tel eg að hér sé, og þess vegna leyfi eg mér að taka til máls um tukthúsið gamla á Arnarhóli og fleira í sambandi við það, í von um að einhver hugleiði það sem eg hef þar um að segja. óbyggt land, séð úr flugvél, ekki annað en skógar og vötn. Það hafði vakað fyrir mér að gera hnattferð úr þessu ferðalagi, ráðast á skip í San Francisco. Mér bauðst þar líka staða á norsku skipi, sem> ætlaði til Kína, en eg hætti við þegar eg heyrði hve lé- leg kjör eru á norskum skipum. Smyrjarar fá 500 norskar krónur á mánuði, eða um 1300 íslenzkar kr. — og það þótti mér lítið. I. Um síðustu helgi var eg staddur suður í Dölum sunnan Eikunda- sunds, heima hjá öldruðum íslend- ingi. Eg greip þar bók í hillu og leit í. Rakst eg þá á þessa klausu, sem neðanmálsgrein: „Hegningarhúsið í Reykjavík var reist 1759 og lagður skattur á fasteignir og kúgildi til fangahalds (Tukthústollurinn).“ • Svo gamla stjórnarráðshúsið er þá 200 ára í ár. Slíkt er ekki ó- merkilegt í höfuðborginni Reykja- vík, svo fátt er þar um gamlar byggingar. Að sönnu er húsið ekki óbreytt í sinni upphaflegu mynd, en hvað um það, aldur þess einn og saga tvinnuð sjálfstæðismáli þjóðarinnar, er svo merkilegur hlutur, að það nægir meira, miklu meira, en til þess að þetta hús megi hverfa. Þjóðin verður að hafa efni á því og metnað til þess að byggja nýtt og veglegt stjórnar- ráð við Lækjargötu, eins og fyrir- hugað er, en hún verður líka að hafa efni á því og metnað til þess að virða sögu sína, bæði raunir og „fangavist“ og gleði og sigra. Þess vegna á gamla stjórnarráðshúsið að fá að standa, það á að varðveit- ast sem metnaður og saga, sem stjórnarhús, er ráðuneyti tók þar fyrst til starfa 1904, sem stjórnar- ráð 1918 og 1944, er þeir viðburðir gerðust, sem leiddu til þess sem orðið er um sjálfstæði þjóðarinnar. Þar var íslenzkur þjóðfáni dreginn fyrst að hún, þar var unnið að því sem gerfiist merkast í sjálfstæðis- máli þjóðarinnar, jafnhliða því sem gerðist á Alþingi, og þar var að fullu ráðið. Reykjavík er ekki rík af fornum minjum, er líta .má. Skólavarðan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.