Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1959, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1959, Side 1
33. tbl. Sunnudagur 1. nóvember 1959 XXXIV. árg. FYRIR 80 ÁRUM HÓFST SÍLDARSAGA SIGLUFJARÐAR NORÐMENN hófu síldveiðar hér við land árið 1868, aðallega á \ust- fjörðum og síðan á Eyafirði. Veið- arfæri þeirra voru þá lagnet og landnætur, eða hinir svokölluðu síldarlásar. íslendingar voru fyrst í stað hissa á þessu uppátæki Norð- manna, að fara alla leið hingað til þess að veiða þann fisk, sem eng- inn maður leit við. Síldin var þá ekki talin mannamatur á íslandi, og enginn hugsaði um, að hægt var að fá góðan markað fyrir hana er- lendis. Það var ekki von að menn hér á landi hugsuðu neitt um þenn- an veiðiskap, því að þeir kunnu ekki að veiða síld, höfðu týnt þvf niður fyrir mörgum öldum. En þeir, sem áttu land að veiðistöðum, urðu margir hverjir fegnir komu Norð- manna, því að þeir fengu landshlut af allri þeirri síld, er kom á land, og það var í þeirra augum fundið fé. En þegar menn sáu, að Norð- menn græddu á síldveiðunum, fóru þeir að hugsa sér til hreyfings. Margir fengu sér lagnet og tóku að stunda síldveiðar. íslenzkt síldveiðifélag Það mun almennt álitið, að Norð- menn hafi fyrstir hafið síldveiðar á Siglufirði, en það er ekki rétt. ís- lendingar hófu sjálfir síldveiðar þar og eru nú 80 ár síðan. Að vísu fór sú tilraun út um þúfur. En því verður ekki í móti mælt, að þá hefst síldarsaga Siglufjarðar og þar voru íslendingar sjálfir að verki. Aðal hvatamaður þessa fyrir- tækis var Snorri Pálsson verslun- arstjóri í Siglufirði. Hann reyndist Siglufirði hinn nýtasti borgari. Ár- ið 1875 var hann kosinn 2. þing- maður Eyfirðinga og sat á þingi til 1879. Á þessum tíma fekk hann því framgengt að vegur var ruddur yíir Siglufjarðarskarð, að Siglufjörður var gerður að viðkomuhöfn strand- )

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.