Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1959, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1959, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 490 hærri hlut í bardaga við 5000 sig- ursæla úrvalshermenn. Er Santa Anna eftir 36 klukku- stunda hvíldarlausa hergöngu þ. 21. apríl, kom í námunda við Tex- asherinn lét hann slá upp herbúð- um á bökkum San Jacintoár. Cast- rillon, ungi, spænski hershöfðing- inn, sem hafði stjórnað Mexikön- um með svo góðum árangri við Alamo, var andvígur þeirri stöðu, sem yfirhershöfðingi hans hafði valið herbúðunum. „Þessi maður tekum engum ráðum," sagði Cast- rillon við einn liðsforingja sinna fyrir framan tjald Santa Ana. Hafi yfirhershöfðinginn heyrt orð hans, þá lét hann a. m. k. ekki á því bera. Það var engin hætta á því að aðrir heyrðu orð hins unga hershöfð- ingja, því hermennirnir voru allir steinsofnaðir, úrvinda af þreytu eftir hraðgönguna. Sagnfræðingar hafa síðar haldið því fram, að Santa Ana hafi brotið þá meginreglu hernaðarvísind- anna, að vanmeta ekki andstæð- inginn. En það var aðeins ein af mörgum skyssum, sem Santa Ana gerði. Undanhaldsleið var lokuð af hafi og menn hans, úrvinda af þreytu, voru óvígir með öllu. Hann hafði gert hernaðarlegar stórskyssur. —oOo— En nú var ekki lengur hægt að halda aftur af mönnum Sams Houstons. Siðar hafa Mexikanar haldið því fram, að Texasland- nemarnir hafi gengið berserks- gang, sökum þess að þeir hafi verið óðir af wiskídrykkju. En sannir föðurlandsvinir. eins og gömlu mennirnir, sem sögðu mér ungum þessa sögu, fullyroa hins vegar, að þetta hafi verið frelsisunnandi menn, sem eðlilega hafi verið þrungnir reiði og hatri, sökum þess að Santa Ana hafði látið drepa vini þeirra og vandamenn misk- unnarlaust. En hver sem orsökin nú annars kann að hafa verið er hitt víst, að ekki varð þessum mönnum lengur haldið í skefjum. Mirabeau Lamar, sem síðar varð forseti Texas, eins og Sam Houst- on, reið á hvítum fáki sínum fram með liðinu, sveiflaði sverði sínu og hélt hvatningarræðu af miklum eldmóði. En það var lítil þörf á því að brýna þessa menn, sem brunnu í skinninu eftir að komast í tæri við óvininn. Houston hlýtur að hafa gert sér ljóst, að hann íékk nú ekki talið menn sína á að halda nær Sabinánni, þótt hann hefði kosið það. Honum hefur og verið ljóst, að óvinirnir tólf hundr- uð voru nú steinsofandi og úrvinda, og væri þess nokkur kostur að fá sigrað þá, þá var þetta ákjósanleg- asta stundin til þess. Hann ávarp- aði því menn sína, gaf skipun um árás og reið sjálfur fram í brjósti fylkingar sinnar. Þetta sjö hundruð manna lið geystist nú gegn um há- vaxið sléttugrasið og kom hinum sofandi óvini í opna skjöldu. Felmtur og flótti skapaðist þeg- ar í upphafi í liði óvinarins. Ungi hershöfðinginn Castrillon reyndi að safna nokkrum mönnum undir merki sitt, en lét lífið fyrir hreysti sína. Aðrir liðsforingjar snöruðust á bak fyrsta hestinum, sem varð á vegi þeirra, því í þá daga var jafn nauðsynlegt að vera fljótur á hest- bak og nú er áríðandi að fleygja sér í réttu augnabliki niður í holu. En í þann tíð, er menn börðust, maður við mann, var það fremur fjarlægðin sem máli skipti en skjólið. Og fremstur á flóttanum reið þessi Napóleon vestursins, Antonío Lopez de Santa Ana. Hvaða hugs- anir skyldu hafa ásótt hann, er hon- um varð ljóst, að hann var um- kringdur óvinum sínum og hafið hindraði undankomu? Hann hafði lagzt til hvíldar íullur sigurvissu og þess að hann brátt gæti haldið innreið sína í höfuðborgina, eins og sigrandi hetja. En hann hafði verið vakinn ruddalega við illan draum af æpandi djöflum. Það . hefur ekki verið neitt smáræðis- áfall fyrir hann. Texaslandnemarnir, sem áttu Mexikönum grátt að gjalda fyrir manndrápin við Alamo, létu nú hendur standa fram úr ermum og stráfelldu óvinina. Þeir drapu helminginn af ðvinaliðinu, 600 manns, og tóku hina höndum. Santa Ana var tekinn til fanga dag- inn eftir, er sex hestliðar komu með hann; og er hætt við, að hann hafi ekki sætt þeirri meðferð sem tign hans átti tilkall til, því her- mennirnir höfðu ekki hugmynd um hver fangi þeirra var. Þeir voru að vísu dálítið tortryggnir, sökum þess hve fíngerðri skyrtu hann var klæddur, þótt hann væri í buxum óbreytts hermanns. En er þeir komu með hann til herbúð- anna hrópuðu Mexikanar einum munni: „Viva Le presidente!" og varð þá öllum ljóst hver kominn var. Houston gerði sér fulla grein fyrir því, hve mikils virði þessi fangi var honum. Sumir hinna æstustu manna hans kröfðust þess að hann yrði hengdur þegar í stað og komu með reipi. Þjóðsagan segir, að Santa Ana hafi gefið Sam Houston Frímúraramerkið um hjálp. En hvort sem það er rétt eða ekki, þá var það óþarft. Líf Santa Ana var aldrei í minni hættu. Sam Houston var ljóst, að herguðinn hafði ekki einungis fært honum frægan sigur, heldur einnig teflt í hendur honum lyklinum að veldi drauma hans. Með Santa Ana sem gísl gat hann neytt allan mexikanska her- inn til þess að hverfa á brott, tryggt sjálfstæði Texas og síðan með mexikanska ófriðnum 1848 s

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.