Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1959, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1959, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 501 arinnar, svo sem þjónustufólki útlend- inga. En það er regindjúp staðfest á milli þeirra og embættismanna, her- foringja, sérfræðinga, rithöfunda og listamanna, sem fylgja stjórninni. Slík- ir menn fá stórar íbúðir og sumar- hallir, þeir hafa hátt kaup, þeir hafa þjónustufólk og þeir eiga bíla — stund um bíl handa hverjum manni í fjöl- skyldunni — og þeir fá ef til vill leyfi að skreppa til útlanda. Tanya átti litla dóttur og hún var hneigð fyrir dans. „Þér ættuð að koma dóttur yðar í „baliet“-skóla“, sagði eg einu sinni. „Hver veit nema hún eigi mikla fram- tíð og geti keppt við sjálfa Ulanova?“ „Guð varðveiti mig!“ hrópaði hún „Haldið þér að hægt sé að komast í dansskóla án þess að hafa sambönd? Eg er aðeins hrak og þekki enga máls- metandi menn.“ Hin nýa yfirstétt er mjög fjölmenn, eða um þriðjungur þjóðarinnar. Inn- an hennar er hækkandi stigmunur, allt eftir því hvar maðurinn er settur í stjórnarvélinni. Neðst er Tanya og efst er madama Furtseva „æðsta kona Sovét“ og aldavinur Krúsjeffs. Og það er langt bil milli ráðsmanns á samyrkjubúi og verksmiðjustjóra. Stjórnin heldur hlífisskildi yfir þeim, en krefst í staðinn blindrar hlýðni og mikilla starfa. Þar gengur enginn iðju- laus — ekki enn — en börn yfirstéttar- manna eru mjög farin að líkjast börn- um yfirstéttarinnar í auðvaldsríkj- unum. I hárgreiðslustofum og í leikhúsum kynntist eg yfirstéttarkonunum. Þær voru með snyrtnar hendur og bylgjað hár, í dýrindis skartklæðum og með fjaðrir og silkislæður í höttunum. En þær sjást aldrei á götu, né í veitinga- húsum innan um sauðsvartan almúg- ann. Einhverju sinni fengum við gríðar- stórt heimboðskort með skjaldarmerki Sovéts. Það var frá Búlganin forsætis- ráðherra. Hann bauð okkur til veizlu í Kreml. Þarna voru saman komnir allir helztu höfðingjar kommúnista. Hvem- ig mér leizt á þá? Eg veit ekki hvernig þeir eru inn við beinið, en þeir báru það með sér að þeir voru valdsmenn. Mér varð auðvitað starsýnt á hinn nafntogaða Nikita Krúsjeff. Mér virt- ist hann stærri en hann er í raun ög veru. En við þetta tækifæri hafði hann enga ástæðu til þess að láta mikið á sér bera. Hann þurfti ekki að trana sér fram, eins og hans er venja. En hann var eini ánægði maðurinn, sem eg hitti í Rússlandi. Og hann fann til sín. Þeir dagar voru nú liðnir, er hann varð að vera leikbrúða Stalins. Nú var hann alls ráðandi og stóð föst- um fótum. Maðurinn ber það með sér, þótt útlit hans sé fremur broslegt, að hann er ákveðinn og einarður, greindur og drottnunargjarn, og — það sem hættulegast er fyrir hann sjálfan og allan heiminn — skjótráður. Matur var borinn á borð. Til annar- ar handar mér sat prófessor Arutunyan og þótti mér vænt um það, því að hann er gáfaður og skemmtilegur. Til hinnar handar var Serov hershöfðingi. Maðurinn minn veit hve opinská eg get verið í samræðum, og hann hvíslaði áhyggjusamlega að mér: „Veiztu hver hann er? Yfirmaður leynilögreglunn- ar“. Þessi mikli maður er svo sem ekki hræðilegur, enda þótt miljónir manna í Rússlandi skjálfi af ótta ef nafn hans er aðeins nefnt. Hann er lágur maður og grannholda, bólóttur í andliti, með grá augu og eru rauðir augnahvarm- arnir. Þegar vodka var komið í glös okk- ar, var þolinmæði hans á þrotum. „Mér er sagt að þér séuð fædd hér“, sagði hann. Eg lét mér ekki nægja að játa því, heldur nefndi honum fæðingardag, nafn á götunni þar sem eg fæddist og húsnúmer. Svo helt hann áfram: „Þá hljótið þér að eiga marga ætt- ingja hér, og eflaust langar yður til að hitta þá“. „Mér þykir ólíklegt að eg eigi neina ættingja í Rússlandi", sagði eg, „þeir hafa eflaust verið skotnir fyrir löngu". „Ekki allir“, hrópaði Serov og hnykkti við, enda þótt enginn ákæru- hreimur væri í rödd minni. „Nokkrir hljóta að vera eftir“. „Þótt svo væri, þá langar mig ekk- ert til þess að hitta þá“, sagði eg. „Nú eru fjörutíu ár síðan eg fór héðan, og við þekkjumst ekki neitt. Eg er ekki Rússi lengur, og eg er viss um að þeir yrði skelfdir ef þeir hittu mig“. „Hvers vegna ætti þeir að verða skelfdir af því?“ spurði Serov. „Eng- inn getur óttast jafn yndislega konu og þér eruð“. „Er Rússum ekki bannað að hafa kynni af útlendingum?“ „Það bann gildir ekki lengur", sagði Serov. Nú var borin um styrja með rjóma og truflaðist þá samtalið. Svo skáluð- um við og eg sagði: „Auk þess hefi eg ekki hugmynd um hvar ættingjar mínir kunna að vera“. „Það er auðvelt að bæta úr því“, sagði Serov. „Segið mér aðeins nöfn þeirra og eg skal vera búinn að hafa upp á þeim eftir fimm mínútur". Og hann smellti fingrum til áréttingar. „Ekki efast eg um það“, sagði eg. „En eg er hrædd um, að ef þeir vita að þér séuð að leita þeirra — þó 1 góðum tilgangi sé gert — þá muni þeir fá slag, eða fremja sjálfsmorð af hræðslu". „Er eg þá svona óttalegur? Svarið mér í hreinskilni", sagði hann. „Nei, alls ekki“, sagði eg, „en starf yðar er viðsjált". Nú var Serov kallaður í síma. Arun- tunyan virtist skemmt. „Eruð þér ekki af Schakovskoy ættinni?" spurði hann. „Jú“. „Þá hljótið þér að vera prinsessa. En það var rétt af yður að koma til Moskvu“. í sama bili kom Serov aftur. „Veiztu að það er prinsessa sem sit- ur hjá þér“, sagði Aruntuyan. „Prinsessa!" hrópaði Serov og varð svo þungt hugsandi. Líklega var þetta í fyrsta skipti að hann komst í kynni við prinsessu og hann hefir víst átt bágt með að skilja að prinsessa gæti verið jafn blátt áfram og eg var. „Eg var að segja prinsessunni að það hefði verið rétt af henni að koma til Moskvu", sagði Arutunyan. „Auðvitað var það alveg rétt“, sagði Serov. „Nú getið þér gengið úr skugga um, að við erum ekki hættulegir. Ekki verður skert eitt hár á höfði yðar. Þér hafið ekkert að óttast“. — o — Eg skrökvaði því ekki að Serov, að eg kærði mig ekki um að hitta ætt- ingja mína. Eg var hrædd um að það mundi bitna á þeim. En þó fór svo, að freistingin varð öllu yfirsterkari. I Moskvu fá símnotendur ekki síma- skrá, menn verða að fara í póststofu til þess að fletta upp í henni. Og eg fór að leita hvort eg rækist þar á nokkur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.