Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1959, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1959, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 503 Skálavatn á Kili. Tanginn sem gengur út í það segir Jon Suul, fyrrum léns. maður í Veradal, að vera muni Dinganes. nokkru seinna, er hann var búinn til brottferðar, mælti hann til Gunnlaugs: „Lokið skal nú okkarri vináttu, fynr því að þú vildir hræpa mig hér fynr höfðingjum. Nú skal eg einhverju sinni eigi þig minnur vanvirða en þú vildir mig hér“. Þar með var teningunum kastað. Þeg- ar Gunnlaugur kom ekki út í réttan mund að vitja meyarmálanna, bað Hrafn Helgu hinnar fögru og fekk hennar. Seinna háðu þeir hólmgöngu út af konunni á Alþingi. Þar skeindist Gunn- laugur lítið eitt, en ættingjar þeirra gengu þá í milli og vömuðu þeim að berjast. En daginn eftir var það í lög tekið að ráði allra vitrustu manna, að hólmgöngur skyldi bannaðar i landinu. Var þetta þvi hin seinasta hólmganga, sem hér var háð. Helga þóttist svikin og varð stirð sambúð þeirra Hrafns. Þá stakk Hrafn upp á því að þeir Gunnlaugur færi til Noregs og þreyttu hólmgönguna þar. Tók Gunnlaugur því þakksamlega. „Þetta þótti frændum hvorstveggja þeirra stórum illa, en fengu þó ekki að gert fyrir ákafa þeirra sjálfra, enda varð það fram að koma, sem til dró‘, segir sagan. Hrafn fór beint til Noregs og beið Gunnlaugs heilt ár í Þrándheimi, en Gunnlaugur hafði lent til Orkneya og þar í hernað með Sigurði jarli Hlöðvis- syni. Kom hann eigi til Hlaða fyr en öndverðan annan vetur, en þá sat Hrafn í Lífangri, sem er þorp innar- lega í Þrándheimsfirði að sunnan. Þeg- ar Eiríkur jarl frétti ráðagerð þeirra, bannaði hann þeim að berjast í sínu ríki. Lögðu þeir því á stað um vorið til Svíþjóðar og var Hrafn á undan. Gunnlaugur náði honum uppi á Kili, þar sem heita Gleipnisvellir og mun hafa verið austan vatnaskila og því í Svíþjóð. Þar voru tvö vötn og gekk nes út í annað vatnið. Það er kallað Dinga- nes. Þar börðust þeir og voru fimm saman hvorir, en tveir leiðsögumenn er Eiríkur jarl hafði fengið Gunnlaugi, sátu hjá. Seinast stóðu þeir tveir uppi Hrafn og Gunnlaugur og börðust í ákafa, þar til Gunnlaugur hjó fót undan Hrafni. Þá bað Hrafn um vatn að drekka og Gunnlaugur sótti honvm drykk í hjálmi sínum. Þá sveik Hrafn hann og hjó með sverðinu í höfuð hans, „en það gekk mér til, að eg ann þér eigi faðmlagsins Helgu hinnar fögru“, sagði hann. Nú börðust þeir enn og fell Hrafn þá. „Leiðtogar jarlsins bundu höfuðsárið Gunnlaugs. Síðan bjuggu þeir um dauða menn og færðu Gunnlaug á hest sinn eftir það og komust með hann allt ofan í Lífangur. Og þar lá hann þrjár nætur og fekk alla þjónustu af presti og andaðist síðan og var þar jarðaður að kirkju". Fyrir allmörgum árum kom upp úr kirkjugarði í Lífangri hauskúpa og sá á henni merki eftir sverðshögg. Heldu sumir þá að þar væri hauskúpa Gunn- laugs ormstungu. Er hún nú geymd á safni í Þrándheimi, en forstöðumaður safnsins þvertekur fyrir að þetta geti verið hauskúpa Gunnlaugs. Lík þeirra, sem fellu á Dinganesi, hafa sennilega verið greftruð þar, og þá ætti Hrafn skáld Önundarson að hvila þar. Vera má þó, þar sem um kristna menn var að ræða, að líkin hafi verið flutt að kirkju til greftrunar, en um það eru engar heimildir. Lifangur. Hér hvílir Gunnlaugur ormstunga.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.