Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1959, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1959, Blaðsíða 2
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 80« Bætiefni og dagleg notkun þeirra Sagt er, að síðan verð á meðulum lækkaði, hafi fólk keypt meira en áður af fjörefnum (vitamínum). Það er svo um fjörefni sem annað, að hófleg neyzla þeirra er bezt. Ofneyzla getur verið viðsjál og menn eru að minnsta kosti engu bættari með því að eyða pening- um í hana. — hefði komizt í franskt fiskiskip. Gerðu menn ráð fyrir því, að vel gæti verið að Halldór væri á ein- hverju af þessum frönsku skipum. En ekki mun hafa verið hægt um vik að rannsaka það, enda ekki gert. Þessa sögu sagði mér faðir minn, en hann átti þá heima í Firði. Svo var það mörgum árum 6einna, eða nálægt aldamótum, að fimm franskir menn komu heim á bæinn Selstaði, sem stendur út með Seyðisfirði að norðanverðu. Þar bjó þá Björn Hermannsson með konu sinni, Rannveigu Stefáns- dóttur. Var það alvanalegt að Frakkar kæmi þar á land til að kaupa kindur. Borguðu þeir jafnan með kexi, kartöflum, rauðvíni og sýrópi, en af slíku voru þeir sæmi- lega birgir. Þessir frönsku gestir, er nú komu að Selstöðum, voru komnir til þess að fala kindur. Var þá farið að athuga hvort ekki væri heima við einhverjar kindur, sem hægt væri að selja þeim. En meðan á því stóð voru Frakkar á stjákli heima við bæinn. Einn þeirra var aldraður og vildi hann helzt vera inni í bænum og gera sér far um að eftir sér væri tekið. Gerðist hann sérstaklega nærgöngull við Ingibjörgu, elztu dóttur Björns, en henni þótti nóg um og stjakaði honum frá sér. Espaðist hann við það þar til henni rennur í skap og skellir flötum lóf- anum af afli á kinn honum. Segir hann þá á sæmilegri íslenzku: „Farðu bölvuð, tæfan þín!“ Að svo mæltu hvarf hann út úr bænum. Þegar Selstaðafólk fór að lýsa manni þessum, töldu aldraðir menn ekki óhugsandi, að þar hefði verið einn af horfna bátnum, Jó- hann að nafni. Þessa sögu sagði mér Sigurbjörg Björnsdóttir frá Rangá í Tungu. NÝLE G A birti „The Council of Foods and Nutrition of the Ameri- can Medical Association“ leiðbein- ingar um bætiefnaþörf manna. Eru þær byggðar á eigin rannsóknum og rannsóknum næringarefnafræð- inga um allan heim. Verður hér birt ágrip þeirra leiðbeininga. Það er ekki rétt sem sumir halda, að allir verði að fá bætiefni dag- lega til þess að fá haldið heilsu sinni. Menn eiga að geta fengið nóg bætiefni úr góðum mat, svo sem kjöti, mjólk og mjólkurafurðum, eggjum, kornmeti, ávöxtum og grænmeti. Þetta á við bæði um börn og fullorðna. Þó eru hér undantekningar. Það kemur oft fyrir að læknar verða að ráðleggja að gefa börnum bætiefni, vitamín eða málmsölt, eða jafnvel hvort tveggja. Einnig vanfærum konum, konum með böm á brjósti, mönnum, sem nýstaðnir eru upp úr veikindum, og öðrum sem verða að hafa sérstakt mataræði. Það getur líka reynzt nauðsynlegt að gefa þeim bætiefni, sem hafa lélegt fæði, og eins hinum, sem þjást af lystar- leysi og fá því ekki næga næringu. En þetta eiga menn ekki að ákveða sjálfir, heldur leita ráða læknis síns. Það getur verið að hann ráðleggi bætiefni, en það get- ur líka verið að hann ráðleggi breytt mataræði, eða þá að hann Hún var vinnukona á Selstöðum þegar þetta gerðist, greind kona og athugul. kemst að þeirri niðurstöðu að menn fái næga næringu úr fæðu sinni og þurfi ekki á neinni viðbót að halda. Læknirinn er líka bezt fær um það að ákveða hverskonar bæt.:- efni mann kann að skorta. Og það er hyggilegast að fara í einu og öllu eftir þeim ráðum hans. Næringarefnasérfræðingar um heim allan hafa rannsakað hvaða efni manninum sé nauðsynleg til þess að halda heilsunni. Og nú eru kunn 30 slík efni, bæði vitamín og málmsölt. En það er langt frá því að menn verði að fá öll þessi efni í lyfjabúðum. Joð er t. d. nauðsynlegt líkaman- um, en nægilegt joð fá menn úr fiskæti og einnig úr grænmeti og garðávöxtum, sem ræktað er nærri sjó, og svo er einnig hægt að fá joð- blandað borðsalt. K-vitamín er líkamanum nauð- synlegt, en það framleiðist í melf- ingarfærunum. Það er hrein und- antekning — t. d. við uppskurð — að menn þurfi á auka K-vitamíni að halda. Líkaminn þarf einnig á að halda örlitlu af málmsöltum, svo sem manganese, cobalt, sinki og molyb- denum, en þessi efni fá menn úr alls konar fæðu, og það er hrein undantekning ef menn þurfa á meira að halda. Það er nú svo um flest vitamín, að þau eru óskaðleg þótt þau sé tekin í óhófi, því að þau leysast upp og líkaminn losar sig við það, sem hann þarf ekki á að halda. Þó eru

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.