Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1959, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1959, Blaðsíða 4
508 LESBÓK MORGTJNBLAÐSINS vegna gáfu þær honum góðan arð. Sjaldan var þar fleira en fernt í heimili. Altalað var að Arnór væri skyggn og sæi margt það, er öðrum var dulið. En svo var hann vel kynntur, að engum datt í hug að rengja hann. Var hann maður spak- ur í skapi og orðvar og lét einatt lítið yfir sér. Þeir voru miklir vinir Arnór og Gísli Jónsson, sá er óskemmdur komst úr manndrápsveðrinu á Mos- fellsheiði 1857. Eitt sinn gisti Gísli í Hildarseli. Það var síðla í október- mánuði. Á vökunni rakaði Arnór gærur, og sat þannig að hann horf ði beint á móti baðstofudyrum. Allt í einu hætti Arnór að raka og starði út í dyrnar og myrkrið og mátti sjá að honum var brugðið. Gísli varð forvitinn, en vildi þó einkis spyrja að svo stöddu. En að morgni sagði hann við Arnór í einrúmi: „Eg ímynda mér að þú hafir séð eitthvað Ijótt í gærkvöldi“. „Jæja, þú hefir tekið eftir því“, sagði Arnór þá, „en eg vil helzt ekki segja frá því hvað fyrir mig bar“. Gísli gekk þá fast á hann og hét því að hann skyldi þegja um þetta eins lengi og Arnór vildi. Þá sagði Arnór: „Eg sá mannsbeinagrind koma inn í dyraganginn. Það var eins og beinin hengi öll saman og voru þau grönn og fínleg. Slíka sjón hefi eg aldrei séð og veit eg alls ekki hvað hún boðar“. „Ætli það sé ekki mannsfylgja?“ segir Gísli. „Það get eg ekki ætlað“, segir Arnór. „En við skulum ekki hafa orð á þessu við nokkurn mann. Ef til vill skýrist þetta síðar“. „Viltu þá segja mér frá því?“ seg- ir Gísli. „Það skal eg gera, en þú verður að bíða rólegur“ segir Arnór. Næsta vor fór Arnór að gera upp gamlan kofa, sem stóð ofarlega á túnjaðrinum. Þegar til kom voru veggir allir svo missignir og léleg- ir, að hann varð að rífa þá til grunna og hlaða nýa veggi. En und- ir gaflhlaðsveggnum fann Arnór mannsbein. Tíndi hann þau saman og leitaði vel í moldunum. Síðan smíðaði hann tréstokk og lét beinin þar í, og festi lokið lauslega. Fór hann svo til sóknarprestsins, sem þá var séra Jóhann Kristján Briem Gunnlaugsson, og sagði honum frá þessu, Sagði hann presti að sér lit- ist svo á beinin sem þau mundu vera bein ungrar stúlku, svo smá- gjör væri þau. Prestur bað Arnór að koma kassanum til sín svo að lítið bæri á og kvaðst mundu koma beinunum í jörðina næst þegar grafið væri í Hruna. Mun séra Jó- hann eflaust hafa efnt það heit sem önnur, því að hann var ágætis mað- ur og óskeikull í embætti sínu. En hvers bein gátu þetta verið? Þess er getið, að um miðja 18. öld hafi 17 ára stúlka verið send frá Kaldbak að Jötu, en hefði hortáð og aldrei komið fram. Var margs til getið um hvarf hennar, en ekk- ert er á slíku að byggja. Og ekki verður heldur neitt um það fullyrt, að það hafi verið hennar bein, sem Arnór fann í kofaveggnum. Þetta er ein af þeim gátum, sem aldrei verða leystar.------ Árið 1866 var Arnór orðinn hjú hjá Einari bónda á Laugum. Sá bær stendur vestan við hinn nafn- kennda Gildarhaga. Þar er jarðhiti og gróður sæmilegur allt um kring, enda eru Laugar talin ágæt jörð. Einar var sonur Jóns bónda Dbrm. á Kópsvatni, Einarssonar. Meðal hjúa hans var þá og Kristín Arons- dóttir og var hún nokkuð hnigin að aldri. Var hún talin brösug í skapi og kífin í orðum og þóttist vita allt betur en aðrir. Fór nún hæðnisorðum úm skyggnigáfu Arnórs og taldi hana ímyndun eina og uppspuna. Hann þættist sjá og vita í alla heima, en allt væri eðh- legt sem fyrir mann bæri. Arnór tók rausi Kristínar rólega, en sagði aðeins, að ekki væri allir menn skapaðir eins, sumir hefði það til að bera er aðrir hefði ekki. Leið svo og beið. Þá var það einn morgun um haustið, að Arnór segir við Krist- ínu: „í dag kemur hingað gestur úr annarri sveit. Hann mun gista hér, líklega nokkrar nætur, og ekki sofa alltaf í sama rúminu“. „Nú tekst þér upp, á hann kannske að fá sér dúr í hverju rúmi?“ segir Kristín. „Nei, þú ert að verða elliær, karl minn. Þú ættir heldur að hvíla þig og segja minna, því að ekki er mark tak- andi á einu orði sem þú segir“ Svo leið dagur að kvöldi. Vakan hófst og þegar langt var liðið á hana hafði engan gest borið þar að garði. Þá fór að hlakka í Kristínu. „Hann er víst ekki hraðfara þessi utansveitarmaður þinn“ sagði hún. „Eða hefir hann ráfað á einhvern annan bæ? Ef til vill er hann að villast í myrkrinu. Þér væri sæmst að fara út og hrópa á hann“. Að þessu var mikið hlegið, en Arnór var hinn rólegasti og sagði: „Hann kemur. Lengi er von á einum“. Nú var orðið svo áliðið að ekK- ert var ógert nema að slökkva ljós- ið. En þá er guðað á glugga. Var skjótt gengið til dyra. Var þar kom- inn maður, er Eiríkur hét Þórðar- son, frændi Hannesar Torfasonar á Fossi. Hann var um sextugt. Beidd- ist hann næturgistingar og var hún til reiðu. Voru honum svo bornar góðgerðir og síðan vísað til þess rúms, er Arnór hafði sagt að hann mundi fyrst sofa í. Um nóttina veiktist Eiríkur. Kvartaði hann um það daginn eftir að illa færi um sig í þessu rúmi, og 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.