Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1959, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1959, Blaðsíða 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 509 var hann þá fluttur í annað rúm. Þar lá hann síðan í 5 daga og dó þar. — Arnór Jónsson bar nafn langafa síns, Arnórs á Langstöðum í Hraun- gerðishreppi, en hann var sonur Kjartans bónda á Læk í Hraun- gerðishreppi, Eyvindssonar bónda á Fossi og Hlíð í Hrunamanna- hreppi, Ólafssonar. Kjartan var al- bróðir Ragnheiðar móður Fjalla- Eyvindar. Hljóð hjá Laxá Hörgsholt mun vera landnáms- jörð. Þar hafa flestir búið ágæt- lega. Þar bjuggu þau Jón Jónsson og Guðrún Snorradóttir, mikils- metin hjón, er komu upp mörgum börnum. Meðal þeirra var Guð- mundur, mektarbóndi í Hörgsholtt Kona hans var merkiskonan Katrín Bjarnadóttir hins ríka í Tungufelli Jónssonar. Þau voru foreldrar Jóns Guðmundssonar gestgjafa á Þing- völlum. Þau Guðmundur og Katrin höfðu stórbú og margt vinnuhjúa. Þar var afbragðs viðurgerningur, en líka heimtuð mikil vinna. Á sumrin var heyað inni á bökk- um við Stóru Laxá, austur undir Hrunakróki. Voru þar bæði karlar og konur við heyskap. Nú var það sumarið 1894 að þar var við hey- skapinn sá maður er Guðni hét Högnason bónda í Reykjadal, Árna- sonar. Guðni var valinn drengur, núsbóndahollur og grandvar í orð- um. Það var sem oftar að Guðni lagði sig til svefns eftir hádegis- verð. En aldrei þessu vant gat hann ekki fest blundinn, og var veður þó gott og hlýtt og kyrð yfir öllu. Björg, kona Guðna og tvær konur aðrar fóru að raka ljána. Skyndilega heyrir Guðni sker- andi neyðaróp, og er eins og það komi upp úr ánni. Var hann glað- vakandi, en liggur þó kyr og ætlar að vita hvort hann heyri nokkuð meira. Heyrist honum þá sem traðk niðri á árbakkanum. Verður honum þá litið þangað og sér mannshöfuð gægjast upp fyrir bakkann. Þetta andlit hafði hann aldrei séð fyr. En nú stökk hann á fætur og hljóp þangað. En þar var þá ekkert að sjá nema ána, sem leið með straumþunga. Þóttist Guðni nú illa gabbaður. Gekk hann aftur þangað er hann hafði legið og lagðist út af aftur og reyndi að festa blund. Þá heyrir hann annað neyðarópið og er sem það komi upp úr ánni. Þá þykist hann vita að þetta sé ekki ofheyrn og muni eui- hver vera að drukkna í ánni. Stekk- ur hann þá á fætur og hleypur fram að ánni, en það var örstutt. Starir hann þar út í strauminn, en þá kveður við þriðja neyðarópið, og heyrist honum það berast niður eftir ánni með straumnum, en ekk- ert gat hann séð, enda fellur áin þar í gljúfrum. Nú varð Guðna ekki um sel cg skilur hann ekkert í hvað þetta geti verið. í því kemur Björg til hans og segir hann henni upp alla sögu. Þá segir hún: „Eg hefi líklega heyrt þet'a sama, einhver leiðinda hljóð niðri í árgljúfrinu, en ekki nema einu sinni". Enginn veit enn hvað þetta hefir verið, en sumir töldu þetta fyrir- boða þess er seinna varð. í fyrstu göngum um haustið var það, að smalamaður reið út í Laxá undir Laxárbökkum fyrnefndum. Var áin þá í nokkrum vexti. Þarna er botn grýttur og staksteinóttur c g því mjög viðsjáll. Hesturinn hefir eflaust hnotið eða dottið útl í straumnum og maðurinn losnað v;ð hann, því að þarna drukknaði þessi smalamaður. Hann hét Jón Magn- ússon frá Kolsholtshelli í Flna, vinnumaður þar. Þetta skeði þrem- ur vikum eftir að Guðni heyrði hljóðin. (Skráð eftir sögusögn þeirra Guðna Högnasonar og Bjargar Jónsdóttur, konu hans). Nykur í Miðfellsvatni Miðfell er einstakt fjall í Hruna- mannahreppi. Það er allhátt og grösugt, og uppi á því er stöðuvatn. Um það er sú sögn, að þar hafi eitt sinn sést nykur. Það var árið 1712. Þá bjó sá bóndi á Miðfelli er Guð- mundur hét. Hann átti fimm börn og voru þau öll í bernsku. Snorri hét sonur hans, var hann elztur barnanna og hafði ráð fyrir þeim. Nú var það einn góðan veðurdag að systkinin föru öll fimm upp á fjallið sér til skemmtunar. Þegar þangað kemur, sjá þau að grár hestur stendur skammt frá vatn- inu, hreyfingarlaus og leit hvorKi til hægri né vinstri. Ekki báru þ.su kennsl á hestinn og heldu að þetla mundi vera flækingshestur. Kemur börnunum nú saman um að þau skuli öll fara á bak honum. Voru þau lengi að komast á bak og koma sér fyrir, en það var engu líkar ea hesturinn teygði úr sér, svo nog rúm var fyrir þau öll á baki hans. Nú vildu þau koma hestinum úr sporunum, en hann hreyfði sig ekki hvernig sem þau fóru að. Al't í einu sjá þau að einhverju skýtur upp úr vatninu, og var það líkast hesthaus. Við þessa sýn tók sá grái á sprett og stefndi beint á vatnið. En í sömu svifum er Guðmundur bóndi kominn þarna að vitja um börnin. Hann kallar þá eins hátt og hann getur og skipar börnunum að fleygja sér af hestinum samstundis, því að annars sé þeim bani búinn. Þau hlýddu, en litlu mátti muna að þarna yrði stórslys. Eitt barnið lenti í vatninu. Það var 6 ára gömul stúlka, sem Ásrún hét, en bónrii náði henni í einhverju ofboði. Telp- an var lengi að ná sér eftir þetta, og sögðu sumir að hún hefði aldrei orðið söm síðan og dó á bezta aldri. Þessa sögu sagði mér Matthías

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.