Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1959, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1959, Blaðsíða 6
SIO LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ókunnar þjóðir Maori á Nýa Sjálandi TALIÐ er að Maori-þjóðflokkur- inn hafi komið til Nýa Sjálands á 14. öld. Þá var engin byggð þar, óg þeir lögðu landið undir sig. Enn eiga þeir sína landnámssögu, að vísu ekki ritaða, því að þeir kunnu ekki að rita, heldur hefir hún geymzt á vörum þjóðarinnar. Seg- ir þar frá því að landnámsmenn- irnir hafi komið þangað á stórum tvíbátum frá Hawaiki. (Menn vita ekki hvaða staður það hefir verið. Gizka sumir á að það hafi verið seinasti viðkomustaður þeirra á Cooks-eyum, en aðrir halda að það hafi verið einhver staður á Félags- eyum. Hitt gæti og verið að í nafn- inu feldist orðið Java og væri þeir þaðan komnir, eins og sagt er að menn frá Java hafi fyrst numið Hawai-eyar og skírt þær eftir heimabyggð sinni). Sagan segir ennfremur, að það hafi verið stór floti tvíbáta, sem þangað kom í öndverðu og eru ýmsar glöggar frásögur um það. Og höfðingjar Maori geta enn rakið ættir sínar til landnemanna. Þeir skiftu landinu milli ætta og var stórt landnám hverrar ættar. Nokkrum örðugleikum hefir það verið bundið að framfleyta lífinu fyrst í stað, því að landið var miklu hrjóstugra en ættland þeirra. Þó samlöguðust þeir staðháttum og landkostum furðu fljótt. Til matar höfðu þeir fisk, fugla, rætur, ber og sætar kartöflur, sem þar spruttu bóndi á Miðfelli, föðurbróðir minn. Hann bjó góðu búi á Miðfelli fjölda mörg ár og þótti jafnan mesti heið- ursmaður. villtar. En með sér höfðu þeir flutt „taro“ og gróðursettu það. Þarna var Moa-fuglinn, gríðarstór ófleyg- ur fugl og veiddu þeir hann óspart. En landdýr voru þar engin. Úr kjötskorti bættu þeir með því að eta mannakjöt. Sumir gizka á að það hafi verið af þörf, vegna þess hve fæða þeirra var annars snauð af eggjahvítuefnum. Hitt mun þó sönnu nær, að tilgangurinn hafi verið sá að auka sér hreysti. Þeir trúðu því, að með því að eta óvini sína, fengi þeir í sig þrek þeirra, fræknleik og mannvit. Ekki þekktu Maori notkun málma, en gerðu verkfæri sín og vopn úr steinum, beinum og tré. Og þeir voru mestir snillingar allra í Eyahafi við slíkar smíðar. En þeir voru einnig hagir á margt annað. Vefnaður þeirra og útskurð- ur í tré og „grænstein“ (jade) þyk- ir listaverk. Þjóðskipulag þeirra var nokkuð margbrotið. Þar var höfðingja- stjórn, og venjulega gekk höfð- ingjavaldið að erfðum, en þó var það ekki alltaf. Höfðingjarnir voru einvaldir. Landinu hafði verið skift milli ætta, og réði hver ætt sínu landi, en allir höfðu jafnan rétt til þess. Nokkrar erjur voru milli ætta og mannvíg. En samt sem áður fjölgaði fólkinu mjög. Landkönnuðurinn Cook kom þangað árið 1769. Honum taldist þá svo til, að landsmenn mundu vera um 100.000. En þar sem hann sigldi aðeins með ströndum fram, og kynntist ekkert þeim, sem bjuggu inni í landinu, er líklegt talið að landsmenn muni hafa ver- ið helmingi fleiri en þetta. Maori-stúlkur hjá fornu útskornu hliði. inn muni líða undir lok. Nokkru seinna fóru hvítir menn að venja þangað komur sínar. Það voru aðallega hvalveiðimenn frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi. Jafnhliða fóru og kaupför að sigla þangað. Og trú- boðar komu rétt á eftir. Fyrstu guðsþjónustuna í Nýa Sjálandi flutti séra Samuel Marsden á jóla- daginn 1814. Siglingar þangað jukust svo smátt og smátt, einkum frá ný- lendunum í Ástralíu. Aðalhöfnin var í svonefndum Eyafirði (Bay of Islands). Kaupmenn keyptu hamp, timbur og matvæli af Maorimönn- um og borguðu þeim með þeirri vörunni er þeir girntust mest, en það voru byssur. Þetta varð Maori síður en svo að happi. Þegar þeir höfðu fengið þessi vopn, þróaðist þeim metnaður og yfirgangur. Gamlar væringar blossuðu upp, ættirnar herjuðu hver á aðra, og nú varð mannfallið margfalt á við það er verið hafði í fyrri skærum þeirra. Og brátt stóð landið allt í ófriðarbáli og alls staðar var farið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.