Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1959, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1959, Blaðsíða 8
513 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Fjallaþorpið Saint Véran Þjóðsagan segir að dýrlingurinn Saint Véran, sem var biskup 1 grennd við Cavaillon á 6. öld, hafi sært þaðan dreka mikinn. Drek- inn blindaðist og flaug beint i austur og rakst þá á fjall með flughraða. Menn, sem voru þar nærri, heyrðu einhvern vábrest, gengu á hljóðið og fundu hræ drekans þar sem hann hafði rot- ast. Vissu þeir fyrst ekki hvernig á þessu stóð, en seinna kom þangað fjárhirðir, sem sagði þeim frá því að biskupinn hefði stefnt drekanum þangað. Þá var reist kirkja á þessum stað og kennd við biskupinn, og síðan reis upp þorp í kring um kirkjuna og ber nafn hans. ÞAÐ var í Ijósaskiftunum einn vetrardag. Gömul, veðurbarin hús risu fölleit upp úr snjódyngjum, sem skafið hafði af þeim. Fram úr klökugum vatnsstokk stóð dálítil lækjarbuna. Allt var með fornfá- legum svip, og maður, sem kom á móti okkur, var eins og honum hefði skotið upp aftan úr miðöld- um. Hann var í dökkum og bætt- um fötum. Hann var með vatns- bera á herðum, en í krókunum hengu ekki fötur, heldur úfin knippi af heyi. Eg greip þegar til myndavélarinnar. „Nei, nei, eg banna að taka mynd af mér!“ hrópaði hann. Svo starði hann á okkur um stund, en hvarf síðan með byrði sína inn í húsa- sund. Við Lyla gengum þögul eftir þröngri og mannlausri götunni og furðuðum okkur á þessum móttök- um. Það var orðið dimmt er við komum að litla veitingahúsinu neðan við þorpið, þar sem við Höfundur þessarar greinar, Robert K. Burns, var sendur frá „Social Science Research Council“ % New York, til þess aö skoöa franska fjallaþorpiö Saint Véran og kynnast íbúunum þar og lifnaöarháttum þeirra. Þetta þorp er hœsta byggö í Frakklandi og stendur uppi í frönsku Ölpunum. Þar hefir ríkt miöaldarbrag- ur fram aö þessum tíma, en nú er aö veröa breyting þar á. heldum tij. Þar varð okkur litið aftur. Hátt uppi yfir okkur tindruðu ljósin í Saint Véran í gegn um hrímaðar rúður, og bar við snævi þakin háfjöllin. Þetta var fögur sjón. Þarna er hæsta byggð í Ölp- unum og hefir verið mjög einangr- uð. Þar eiga 255 sálir heima og halda fast við fornar venjur. Á leiðinni frá hinni sólríku Mið- jarðarhafsströnd var vikuferð hingað, og með hverjum deginum hafði Lyla gerzt æ áhyggjusam- legri. Eg var farinn að sjá eftir því að hafa tekið hana og dreng- inn — aðeins fjögurra mánaða gamlan — með mér í þessa ferð. En þegar við vorum nú sezt að í litla veitingahúsinu, hurfu allar áhyggjur. Veitingamaður og kona hans voru hin vingjarnlegustu og vildu allt fyrir okkur gera. Og framan úr eldhúsinu barst krydd- og steikarilmur. Hér gat okkui liðið vel, en hvernig átti að fara Engin verslun er í þorpinu, en þangað koma farandsalar með allskonar varn ing, sem þeir selja á götunni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.