Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1959, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1959, Page 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 513 f | f TT7 Hænsin sitja á prikum inni í stofunni. um kunningsskapinn við fólkið í þorpinu? o----O----o Morguninn eftir var sólskin. Við okkur blasti þorpið og breiddi úr sér hátt 1 hlíð, eins og það væri þar í sólbaði. Tilsýndar virðist það reglulega byggt, en svo er ekki. Húsin eru þar í þyrpingum. Og þótt þorpið sé eitt sveitarfélag með sérstakri sveitarstjórn, þá hefir hver húsa- þyrping sitt eigið nafn, komið lengst framan úr öldum, sína eigin stjórn, sinn eigin bæarlæk og sinn eigin almenningsofn. Húsin eru flest svipuð. Þau eru grafin inn í fjallshlíðina og úr steini að neðan. Þar hefst fólkið við og hefir þar allt kvikfé sitt hjá sér. Ofan við húsin eru stórar hlöður úr timbri, með timburþaki og steinar lagðir ofan á. Óvíða get- ur að líta rétthyrnd hús. Það er gömul trú að kölski hafist við í 90 gráðu hornum. Fyrst í stað voru þorpsbúar hissa á komu okkar, og þeim fannst það nokkuð nærgöngult af okkur að vera komin til þess að kynnast sér. Við vorum ekki betri en sum- arleyfis-flækingar, sem stundum komu þarna og hendu dár að fólk- inu. .. Engri andúð áttum við þó að mæta. En fólkið hundsaði okkur og sneiddi hjá okkur. Nú var eg einmitt sendur þangað til þess að kynnast því. Hvernig átti eg að fara að því? Við Lyla gengum margsinnis um snjóugar götur þorpsins. En á vetr- um eru íbúarnir ekkert úti við, nema þegar þeir moka kvosir milli húsanna, þegar skeflt hefir að þeim. Við gerðum okkur að skyldu að brosa blíðlega framan í hvern sem við mættum, en það þurfti kjark til þess, því að augnaráðið sem okkur var sent, var bæði kalt og tortryggnislegt. Þegar leið á veturinn varð þó nokkur breyting á, og það var óef- að þeim Lylu og drengnum að þakka. Þorpsbúar sannfærðust um, að sá maður sem hafði með sér konu og ungbarn, mundi varla hafa neitt illt í hug. Og svo kom það fyrir að þeir brostu við okkur. Þeir forðuðust okkur ekki, og ein- staka maður fekkst jafnvel til þess að tala um veðrið. Konurnar í Saint Véran sjóða þvott sinn inni og bera í hann sápu, en fara síðan með hann út að læknum, klappa hann þar og skola, hvernig sem veður er. Og svo var það einn dag að Lyla gaf sig á tal við konu, sem var að skola þvott í ísköldum læknum. Þá var ísinn brotinn. Dagarnir lengdust. Það fór að sjá í dökkva díla í fannþöktum hlíðunum. Og þá kom fólkið á stjá til þess að viðra sig, og til þess að aðhafast eitthvað. Einn daginn horfðum við til dæmis á tvo menn, sem voru að fletta lerkirenglu með stórviðarsög. Þeir höfðu hana á trönum og annar stóð uppi en hinn niðri. Þeir voru að efna í þakrenn- ur á kirkjuna. Þegar þeir höfðu flett renglunni, gerðu þeir gróp í báða búta að endilöngu, og þar með voru rennurnar komnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.