Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1959, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1959, Blaðsíða 10
S14 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Eg skemmti mér oft við að horfa á járnsmið þorpsins. Hann hét Claude Jouve, og hann smíðaði allt sem smíða þurfti, nagla og skeifur og gerði við ýmislegt. Alltaf var hann með stóra skinnsvuntu, sem náði frá hálsi niður á hné. Stund- um steig hann fótskör smiðjubelgs- ins af ákafa, og þá blossaði eldur- inn upp þangað til honum þótti smíðajárnið hæfilega heitt. Hann var talsvert nýungagjarn. Hann hafði heyrt talað um að vot- heysgryfjur væri mesta þarfaþing. Og svo bjó hann til fyrstu votheys- gryfjuna í þorpinu. Það var ekki nema ofurlítil hola niður í jörð- ina, en upp úr henni fekk hann vothey, sem var betra til fóðurs heldur en þurrkað hey. Þá tóku aðrir þetta eftir, og nú hafa sumir jafnvel fengið ríkisstyrk til þess að gera votheysturna. Claude var það mikið áhugamál, að þorpsbúar sameinuðu landskika sína, svo hægt væri að koma þar við dráttarvélum við plægingu og heyskap. Málið var tekið fyrir á sérstökum fundi. Claude benti á, að Antine Marrou hefði fengið sér sláttuvél með hreyfli og getað not- að hana með góðum árangri á stærstu túnblettum sínum. Hann barðist með hnúum og hnefum fyr- ir máli sínu. En karlarnir voru hræddir um að þeir mundu missa bletti sína, ef öllu væri steypt sam- an, og atkvæðagreiðslan fór svo, að 16 studdu Claude, en 39 voru á móti. Einn morgun er við Lyla vorum á rölti þarna, kynntumst við kall- ara þorpsins. Hann var hvítur fyr- ir hærum, og á brjóstinu bar hann stóra bumbu, sem hekk í leðuról um öxlina. Hann staðnæmdist hjá vatnsbólinu og tók að berja bumb- una í ákafa. Þá opnuðust dyr alls staðar og út streymdi fólk og þyrptist um hann. „Það er skipan sveitarstjórnar- innar, að frá hverju húsi sé sendur verkfær karlmaður til þess að gera við vatnsleiðsluna. Þeir eiga að leggja á stað klukkan átta í fyrra- málið". Vatnsveitan kemur ofan úr há- fjallinu og er um 8 km löng. Hún er kölluð Stóriskurður, en er í rauninni ekki annað en lítill læk- ur, sem flytur neyzluvatn og áveituvatn til þorpsins. Eg fór með þeim daginn eftir til þess að horfa á þessa alda gömlu þegnskyldu- vinnu — að hreinsa grjót og aur upp úr læknum. Þessi lækur er lífæð þorpsins, ef hann bregst, þá er úti um þorpið. Lyla fór nú daglega til þorpsins og ók drengnum í vagni. Nú viku konurnar ekki úr vegi fyrir henni. Þær komu til að skoða barnið og tala um það, eins og allra kvenna er siður. Gömul kona, sem hét Fine, seldi ýmiskonar smávarning. Lyla kom oft inn til hennar og keypti af henni bönd og tvinna. Og gamla konan var svo hrifin af drengnum, að hún gaf honum sykurmola í hvert skifti. Lyla komst einnig í kynni við aðra konu, sem hét Sibille-Jouve. Hún átti engin börn sjálf, en hún hafði gaman að tala um börn. „Sum þeirra þrífast bezt á eggj- um", sagði hún. „Ætli hann vilji ekki egg?" Lyla hefir sjálfsagt tekið þessu fegins hendi, því að eftir það fór hún mörgum sinnum til konunnar og fekk egg hjá henni handa drengnum. En þegar hún ætlaði að borga, var ekki við það komandi. „Nei, maður selur ekki litlum börnum egg" sagði konan. -O- Einu sinni um vorið mætti eg manni á götu og sá að hann var með nýtízku heyrnartæki. Mér þótti þetta svo einkennilegt, að eg gaf mig á tal við hann. Hann hét Baptiste Brunet. Og áður en við skildum bauð hann mér að koma heim til sín og drekka hjá sér kaffi, næst þegar eg væri á ferð í þorpshverfi hans. Þetta var stór- sigur! Nokkrum dögum seinna barði eg að dyrum hjá honum. Hurðin var í tvennu lagi og stóð annar helm- ingurinn upp á gátt. Þar sá inn í göng og við endann á þeim var stigi og þar hekk gömul klukka. Fólkið vildi ekki hafa hana inni í stofu, því að það sagði að uppguf- an af skepnunum mundi eyðileggja hana. Bóndi kom fram brosandi og viðmótsþýður og bauð mér inn í stofu, þar sem voru hvítkalkaðir veggir. Niður úr digrum bita í loft- inu hekk 30 kerta rafmagnspera. Gluggi var fram að hlaðinu og undir öðrum vegg voru tvö rúm, annað fyrir hjónin, hitt fyrir börn- in. Þunglamalegt borð stóð undir glugganum. Á lítilli frítt standandi eldavél stóð kaffikannan. Frú Brunet kom á móti mér og heilsaði glaðlega. Eg var í þann veginn að setjast, er mér heyrðist svín rymja þar inni. Jean Baptiste hló þegar hann sá hvað mér brá. „Já, svínið er þarna í stíu sinni", mælti hann og benti út í horn. Svo sagði hann mér frá því að hver bóndi í þorpinu keypti sér grís á vorin og setti í stíu, venjulega fyr- ir af tan. rúmið sitt. Þarna eru svo grísarnir aldir þangað til þeir eru orðnir að stórum svínum. Þá er þeim slátrað. „Komdu nú og skoðaðu skepn- urnar mínar", sagði Jean Baptiste. Og svo fór hann með mig lengra inn í stofuna. Þar stóðu þá sex kýr jórtrandi við stall. Hitinn af þeiim er nægur til þem aí klýtt ai í i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.