Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1959, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1959, Síða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 515 unni. Þarna var harðtroðið moldar- gólf, en í vistarverum fólksins var trégólf. Úti í horni stóð múldýr á bási, en aftan við það var lamba- stía og voru þar fjögur eða fimm lömb Nú hafði konan borið kaffi á borð, en áður en við settumst að því, rak húsbóndinn nokkur hæns undan því. Og á meðan við sötruð- um kaffið barst að eyrum mér alls- konar kliður innan úr hinum enda hússins. Það var skrölt í nauta- böndum, klaufnaspark á hörðu gólfi, stundum baul eða jarmur, og sem undirtónn var svæfandi ymur af sterkum jöxlum, sem jórtruðu. Mér lá við að öfunda fólkið af því að hafa allar skepnur sínar þannig hjá sér. o----O----o Vorið kom í maí þarna uppi í fjöllunum. Þegar snjóinn leysti og akrarnir þornuðu, tóku menn til að plægja akra sína. Menn riðu þang- að á múldýrum og reiddu með sér einkennilega tréplóga. Sumir beittu múldýrum fyrir litla vagna og óku húsdýraáburði út á akrana. En það var ekki fyr en í júní að svo hlýtt var orðið, að hægt væri að leysa-kýrnar út. Það var heldur fögnuður hjá þeim er þær komu út í birtuna, eftir að hafa verið hálft ár í myrkri. Fyrsta hálfan mánuðinn, meðan jörðin var að gróa, höfðu allir kýr sínar heima við. Síðan voru þær reknar á haga hærra uppi í fjöllunum. Það gerði einn maður úr hverju þorpshverfi. Hann byrjaði í útjaðri hverfisins og menn hleyptu kúm sínum út jafnharðan sem honum miðaði áfram. Beztu kýrnar voru með bjöllur í hornum, og sinn hljómur- inn var í hverri bjöllu. Menn gættu þess nákvæmlega að engar tvær bjöllur hljómuðu eins. Undir sól- arlag voru kýrnar svo reknar heim baulandi og bjöllum glamrandi. o----0----o Eg hafði nú kynnzt Antoine Marrou allvel, oft komið heim til hans og drukkið kaffi og rabbað við hann um framtíðar fyrirætlan- ir hans og jarðabætur. Einu sinni þegar eg kvaddi, spurði hann stamandi hvort við hjónin vildum gera sér þá ánægju að snæða hjá sér miðdegisverð næsta sunnu- dag. Og konan tók undir þetta og bað okkur blessuð að koma. Næsta sunnudag komum við svo öll heim til þeirra. Bæardyrunum þar hafði verið breytt í eldhús og borðstofu. Þar var eldavél, borð og stólar og jafnvel útvarpstæki. Marrou hafði orðið fyrstur manna þar í þorpinu til þess að fá lán hjá stjórninni að bæta húsakynni sín. Þau hjónin áttu sjö börn, en eitt þeirra var ekki heima, stúlka, sem var í skóla langt í burtu. Þegar vér vorum sezt að snæðingi, tók að liðkast um málbeinið, enda var maturinn ágætur, svínasteik, steikt egg, salat, kartöflur og rúg- brauð með osti. Með matnum var borið rauðvín, en á eftir var drukkið kaffi. Eftir matinn sýndi Marrou mér gömlu íbúðina, sem nú hafði verið gerð að fjósi eingöngu. Hann fór að tala um hvaða endurbætur hann yrði að gera þarna. Hann langaði til að helluleggja gólfið, stækka gluggana svo að þar yrði bjart og koma þar fyrir brynning- artækjum. Uppi á lofti hafði hann gert svefnherbergi handa börnun- um. Þegar við kvöddum báðu þau okkur blessuð að koma sem fyrst aftur. o----O----o Það var einn morgun seint í júní, að sauðféð var rekið til fjalls. Þá var rigning, en allir voru samt á ferli úti við, því að þessi atburður boðar að nú sé sumarið komið. Opinberir eftirlitsmenn töldu féð, en fólkið kastaði gamanyrðum að Célestin fjárhirði, sem átti að sitja yfir fénu um sumarið, hátt uppi í ölpunum, og mátti ekki reka það til byggða aftur fyr en í október, þegar fer að snjóa. Célestin var á þönum fram og aftur til þess að halda fjárhópnum saman. Stund- um svaraði hann gamanyrðum fólksins, en svo rauk hann upp með skammir á hundana, er honum þótti þeir ekki fara viturlega að ráði sínu. Allir halda að dásamlegt sé á fjöllunum — allir nema Célestin. Hann veit hvað það er að hafast þar við á bersvæði allt sumarið, og verða að leita sér skjóls undir klettum í náttmyrkri, roki og rign- ingu. „Þar verð eg að sitja hold- votur“, segir hann, „og eg get ekki séð hvað fénu líður. Eg er dauð- hræddur um að eldingarnar drepi það, eða veðrið hreki það fram af snarbröttum klettabrúnum“. En þegar sólin skín, hefir hann ekki annað að gera en horfa á féð á beit og njóta kyrðar og einveru fjallanna. Einum eða tveimur dögum eftir að Célestin fór, kom fjárrekstur neðan úr Rón-dalnum. í þeim rekstri voru 1000 kindur. Gamall fjárhirðir, sem Charles hét, var með hann. Þetta var 46. sumarið sem hann lagði á fjöllin með fjár- rekstur. o----O-----o Heyskapurinn er aðal annatím- inn í Saint Véran. Á tveimur mán- uðum verða menn að afla svo mik- illa heya að nægi handa búpeningi þeirra næsta vetur. Þá starfar hver sem vetling getur valdið. Karlmennirnir slá, konumar raka og krakkarnir hjálpa til eftir mætti. Þá er farið snemma á fætur. Eina nóttina um kl. 4 varð mér

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.