Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1959, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1959, Blaðsíða 12
518 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS litið út og sá að menn voru þá komnir að slætti. Þegar heyið hefir verið þurkað, er það sett í stóra netpoka, sern taka um 200 pund. Og svo eru pok- ar þessir settir um þverbak á múl- dýrum og reiddir heim. Hér verð- ur engum vögnum við komið. Einn morgun kom eg þar að sem Jean Baptiste var að slá og skáraði drjúgum. „Má eg taka mynd af þér?'' spurði eg hikandi, því að mér var enn í fersku minni hvernig fór þeg- ar eg ætlaði að taka fyrstu mynd- ina. „Auðvitað", sagði hann. „Hvað skyldi eg geta haft á móti því?" „Sumir vilja ekki láta taka mynd af sér". sagði eg. „Það eru bjánar", sagði hann og leit upp til þorpsins. Svo greip hann orf sitt og sló af kappi. Eg vorkenndi Daniel stutta. Hann var einn af elztu íbúum þorpsins, hafði aldrei gifzt, en bjó með systur sinni. En hann þurfti að heya handa kúnni, eins og aðr- ir, og hafði engan til að hjálpa sér. Eg kom til hans þar sem hann stóð við sláttinn og bauð honum góðan dag. Hann varð því feginn að fá tæki- Daniel stutti við orfið. færi til að blása mæðinni, en þreif til brýnis síns svo að tíminn færi þó ekki til einkis. Hann geymdi brýnið í dálitlum vatnsstokk á bakinu. „Þetta er erfitt líf" sagði Daniel stutti. „Eg kepptist svo við í gær, að eg ætlaði ekki að komast á ról í morgun fyrir strengjum. En eg varð að fara á fætur, því að eg er einyrki. Og svo gengur minna undan mér eftir því sem eg eldist, og þess vegna verð eg að vinna lengur. Eg er viss um að á morgun verð eg eins og eg hafi verið lam- inn með lurkum". Það var nú ekki alveg satt að Daniel væri einyrki. Hann átti múldýr og gat flutt heyið heim á því. En það var alltaf grunnt á því góða milli þeirra. Þegar múldýrið þrjóskaðist, þá barði Daniel það. En á hinn bóginn sat múldýrið um að bíta Daniel. „Það beit mig einu sinni hérna í hálsinn". sagði Daniel. „Sjáðu, hérna geturðu séð örið". En þar sem þeir voru nauðbeygð- ir til þess að vinna saman til þess að halda í sér lífinu, þá lágu þeir ekki alltaf í illindum. Nú leið fram í september, og einn morgun sást að snjóað hafði á fjallatinda. Þá hófst uppskeran og sigðirnar sneiddu gullin öxin á kornökrunum. Og aftur komu múl- dýrin heim með bagga á baki. Knippum af höfrum og byggi var raðað á palla hjá heyhlöðunum, svo að kornin skyldi ná fullum þroska þar móti sól, því að oftast nær verður að skera upp áður en korn- in hafa fullþroskast, svo að engin hætta sé á að uppskeran verði úti, ef snjó leggur snemma að. En jafn- framt því sem akrarnir voru hirtir, var byrjað á því að plægja þá og sá vetrarkorninu. Haustið hafði haldið innreið sína. Og svo kom féð af fjalli. Ungir og gamlir þyrptust út úr þorpinu til þess að taka á móti því. Og svo var farið að draga sundur. Hver fjölskylda hefir sitt mark, annað- hvort bragð eða göt, sem sett eru hingað og þangað á eyru kindanna. En flestir þekktu kindur sínar á svipnum. Og nú var Célestin hróð- ugur, er hann var að skila af sér. o------O------o Nú hófust haustannirnar, að baka ársforða af brauðum handa öllum fjölskyldum í þorpinu. í hverri skemmu kváðu við högg þreskivíflanna. Sumir höfðu þó rafmagns-þreskivél í félagi, gefna því hverfi af manni, sem farið hafði af landi brott og grætt. Þeir drógu hana hús frá húsi á múldýrs- kerru. Nokkrir vildu ekki nota hana nema á það korn, sem ætlað var til manneldis, en ekki á útsæð- ið. Þeir sögðu að þreskivélin dræpi kornið. Svo hófst straumur af kornkerr- um niður til myllunnar. Hún mal- aði nótt og dag, og ekki veitti af til þess að hafa lokið öllu áður en frostin stífluðu mylnulækinn. Hvert hverfi þorpsins átti sinn bökunarofn, og kastað var hlut- kesti um hvenær menn kæmist að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.