Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1959, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1959, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 517 Ceislavirkt regn Mest kveður að því á norðurhveli jarðar Sumarið sem leið var ákaflega votviðrasamt hér á landi og stór- rigningar tíðar. Samkvæmt því sem segir í eftirfarandi grein, má því búast við að hingað hafi borizt mikið af geislavirku dufti frá k j arnasprengj um. honum. Byrjað var á því að kynda hann, og tók það fjórar klukku- stundir. Allir lögðu til eldsneyti að jöfnu. En á heimilunum sátu konurnar við að hnoða deig í stór- um trogum. Þær gerðu úr því hleifa á stærð við disk, og um 3 þumlunga þykka. Síðan var þess- um hleifum raðað á fjalir. Svo komu boð heim á fyrsta heimilið, að nú væri ofninn orðinn nógu heitur. Þá tóku synir bónda fjalirnar með hleifunum á öxl sér, og báru til ofnsins. Húsbóndinn tók við þessu og skaut hleifunum inn í glóandi ofninn. Þegar 60 hleifar voru komnir þar inn, var járnhurð ofnsins lokað. Klukkustund síðar opnaði bóndi ofninn, tók út einn hleif og bragðaði á honum. „Nú, ekki er það eins gott og í fyrra“, tautaði hann og rétti annan bita að konu sinni. Hún tuggði og kjamsaði: „Þetta er ágætt“ sagði hún, „það er ekki að marka þig, þér þykir aldrei gott heitt brauð“. Aðrir biðu þarna eftir því að röðin kæmi að sér, og þeir fengu allir að bragða á brauðinu. Syn- irnir báru nú hin bökuðu brauð heim og þar var þeim raðað á hyllur og kistur. Þannig gekk þetta koll af kolli, þar til allir höfðu bakað sitt brauð. Einn ofn- fyllir er talinn hæfilegur handa einum manni yfir árið. Engin hætta er á að brauðin skemmist þótt þau sé geymd svo lengi. Loftið er svo þurt, að hér getur engin mygla myndast. o---O------o Löng dvöl mín í Saint Véran sannfærði mig um, að enda þótt fólk þar haldi fast við fornar venj- ur, þá er nú að verða breyting þar á. Ungir menn fara í herinn og koma þaðan með nýar hugmyndir. Ferðafólki fjölgar með hverju ári og það ber með sér nýa siðu. í HVERT skifti sem rignir, berst til jarðar geislavirkt duft frá kjam- orkusprengingum. Það er mismun- andi mikið, en óhætt er að fullyrða að með hverri skúr berast kjarn- orkugeislanir til jarðar. Þar ber mest á joð-131, cesium-137 og strontium-90. Þar sem kjarnasprengingar eru gerðar, falla öll stærstu rykkornin úr mekkinum til jarðar þar í grennd. En fíni ryksallinn þyrlast upp í háloftin og getur verið þar á sveimi um nokkur ár, og minnk- ar geislamagn hans nokkuð á þeim tíma. Síðan fellur það til jarðar með regni og berst ofan í fólk með matvælum. Geislavirku kornin setjast á grænmeti og korn, sem menn leggja sér síðan til munns, og þau fara í vatnið sem þeir drekka. Þau setjast einnig á grasið, sem skepnur bíta og berast síðan til mannanna með kjöti og þó sér- staklega með mjólk. O—O—O Vísindamenn eru enn á báðum áttum með það, hvað menn geti þolað mikið af kjarnageislunum án þess að heilsu þeirra sé hætta búin. Eða valda þessar geislanir En við, sem lifum í flughraða nýa tímans, ættum við og við að gefa því gætur, hvort ekki mundi gott að eignast nokkuð af hinni kyrlátu gleði, sem einkennir líf þeirra í Saint Véran. vanheilsu hversu veikar sem þær eru? Til þess að reyna að ganga úr skugga um þetta, hafa vísinda- menn í Bandaríkjunum rannsakað geislamagn í mjólk. Þessar rann- sóknir sýna bezt hve mikið berst þar til jarðar af geislavirkum efn- um daglega. Rannsóknirnar hafa snúizt um strontium-90. Hefir orð- ið mikill munur á magni þess í mjólk síðan 1954 að geislavirkt ryk fór fyrir alvöru að berast til jarð- ar. Kjarnorkunefndin bandaríska hefir gefið út skýrslu um þessar athuganir. Segir þar, að árið 1954 hafi verið 2,5 einingar af stronti- um-90 í mjólk þeiíri, sem seld var í New York á móti hverju grammi af kalkefnum. (Eining af strontium -90 er kölluð „micromicrocurie“, og táknar curie sama geislamagn og stafar af einu grammi af radíum). En í janúar 1959 var strontium- magnið komið upp í 11 einingar á móti hverju grammi af kalkefnum. Nefnd sú, sem hefir með hönd- um rannsókn á því hve mikið menn geti þolað af geislunum sér að skaðlausu, hefir komizt að þeirri niðurstöðu að það sé 100 einingar af strontium. En alþjóðanefnd, sem fæst við sama verkefni (ICRP) hefir lækkað þessa tölu niður í 67 einingar. Hér með er þó ekki sagt, að þótt geislamagnið fari fram úr þessu, þá muni það valda dauða eða lík- amsskemmdum. Á hinn bóginn er heldur ekki hægt að fullyrða, að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.