Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1959, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1959, Blaðsíða 16
520 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A V 10 7 6 2 ? K 10 3 * 10 9 8 3 *ÁG96 3 V K G 5 ? Á 6 5 2 * 7 N V A S é ? é 7 2 V Á 4 ? D 7 * Á KD 6 5 4 2 K D 8 5 D 9 8 5 G 9 5 4 G S gaf og hvorugir voru í hættu. Sagnir voru þessar: s V N A 1 * pass 1 A pass 3 * pass 3 ? pass 3 gr. pass pass pass Út kom H2, drepinn með gosa, en A drap með D svo að S varð að láta ásinn. Nú kom lauf, en eftir 2 slagi var sýnt að V varði 10, en S varð að halda áfram í þeirri von að fá slagi á laufið, sem eftir var, en það er því aðeins hægt að TK sé hjá A og S komist inn á drottn- inguna. Sú varð ekki reyndin á, og spilið var tapað. Er. það var óþarfi. S átti að taka fyrsta slaginn með HK í borði, spila svo laufunum og að því loknu gat hann komist inn á HÁ. <:___-ditG^J> ^jriaóraj^oh ÞTRNIRÓS Á Síðunni vaxa ýmis grös, sem eru mjóg sjaldgæf hér á landi, og ná þar miklum þroska. Púkabit (succisa prat- ernis) vex sums staðar, t. d. við Kirkju- bæ og Prestbakka, stórar plöntur af þeirri tegund vaxa í Steðjanum hjá Prestbakka. Hjá Holti vaxa rósir (rosa pimpinellæfolia) í brekkunum við Skaftá; brekkur þessar eru beint niður af Holtsbænum, svo sem stekkjarveg, þær liggja móti suðri rétt upp af ánni. A allmiklu svæði eru brekkurnar þakt- NÝ VINNUBRÖGÐ. — Þegar vegirnir voru gerðir yfir hraunin á Reykjanes- skaga, Keflavíkurvegur og Grindavíkurvegur, höfðu menn ekki önnur verkfæri en haka og járnkarla til þess að brjóta hraungrjótið. Var það allseinlegt verk, eins og nærri má geta. Nú eru komin betri og stórvirkari verkfæri eins og sjá má hér á myndinni. Hún er af jarðýtu, sem er að ryðja og brjóta niður hraun á Þrengslaveginum nýa fyrir ofan byggðina í Ölfusi. (Ljósm.: Ól. K. Magnússon) ar 1—1% feta háum rósarunnum, er vaxa innan um víði og mjaðurt; rótar- stokkarnir eru mjög langir og digrir. Rósin er hér um slóðir kölluð þyrnir, og hafa sumar gamlar kerlingar átrún- að á því, að ef menn leggi vendi af þyrni þessum undir höfuð þeirra manna, sem illt eiga með að sofa, þeim óafvitandi, þá muni það duga þeim til svefns. (Þorv. Thoroddsen). SAGT FRA HEIMILISFANGI Þorsteinn prestur Sveinbjarnarson á Hesti, var spurður hvar hann ætti heima, og svaraði hann þessu: Þú munt hafa vit í vösum, vel ef skilur orð mín sljó: bær minn frísar feitum nösum, ferðmikill en latur þó. Hinn gat ekki svarað og sagði þá Þorsteinn: Svarið bresta mig ei má, mér er verst að þegja, eg á Hesti heima á, hreint er bezt að segja. NARFI SVEINSSON A MEL (á Skipaskaga um 1875) var ekki mikils virtur, en ötull sjómaður og ótrauður á hverju sem gekk. Stundaði hann mikið flutninga að og frá Reykja- vík, og var oft svakksamt í þeim ferð- um. En Narfi lét vaða á súðum og var hvergi smeykur. Var hann þá oft slompfullur, og komu þá flestar fyrir- skipanir hans á afturfótunum. I orða- stað Narfa var þessi vísa kveðin: Mér vill vendast mjög á snið, mér vill lendast út á hlið. Mér vill venda mastratík, mér vill lenda í Reykjavík. (Kristleifur Þorsteinsson) REFIR FALLA Þá (1697) voru 11 vikur harðindi á Ströndum, svo fé gaf ei út á jörð. — Refir sóttu þá svo að sauðfé, að ei varð varið, gengu þeir heim að bæ- um og í húsdyr inn, og urðu bæði teknir og veiddir í bogum, en sumir fundust dauðir í hungri, og varð bítis- laust á eftir lengi síðan. (Arb. Esp.) z^<*y^3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.