Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1959, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1959, Blaðsíða 1
40. tbl. HlttgmiHataia GAMLÁRSDAGUB 1959 bék XXXIV árg. Upp úr aldamótum urðu þáttaskil í byggingarsögu Reykjavíkur FÆSTIR þeirra, sem nú eiga heima í Reykjavík, munu gera sér grein fyrir því hvað staðurinn átti erfitt uppdráttar fram eftir öllum aldri. Hann var barn síns tíma. Hann ólst upp við harðindi, skort og úrræðaleysi, og varð framan af að sætta sig við handleiðslu ríkis- stjórnar í framandi landi, sem skildi ekki þarfir bæarins né vissi hverjar ráðstafanir honum myndi helzt verða að gagni. Sú saga skal ekki rakin hér, en skýrsla um íbúa- tal bæarins ber þess ljósastan vott, hve erfiðlega honum gekk að kom- ast á legg. Um 100 ár hjakkaði hér flest í sama farinu, enda þótt fólki fjölgaði nokkuð á hverju ári. Sú fjölgun benti ótvírætt til þess að hér væri að vaxa upp vísir að höfuðborg íslands, þrátt fyrir kyrking og erfiðleika á öllum sviðum. Um aldamótin verða svo tíma- mót í byggingarsögu Reykjavíkur. En þeirra hefir lítt verið getið, lík- lega vegna þess, að menn hafa ekki komið auga á hve merkileg þau voru. Mönnum hefir orðið star- sýnna á annað,sem þá var að ger- ast, svo sem skútutímabilið, að inn- lend stjórn kom hér 1904, ritsíminn kemur 1906 og fyrstu togararnir um svipað leyti. Enginn neitar því, að breyting- arnar á útgerðinni urðu lyftistöng fyrir Reykjavík. En þær hefði þó ekki komið að jafn miklu gagni og raun varð á, ef engar framfarir hefði orðið samtímis í byggingar- háttum borgarinnar, svo að frjálst og ótakmarkað atvinnulíf gæti þró- ast hér. Og þær framfarir gerðust hæfilega löngum tíma áður en tog- araútgerðin hófst. Skal nú nánar frá því sagt. Með litlu var byrjað Reykjavík fekk kaupstaðarrétt- indi 1786. Þá var kaupstaðarlóðin jafnframt ákveðin. Það var Kvosin, í þrengstu merkingu þess nafns. Þessi verslunarlóð takmarkaðist að vestan af línu, sem dregin var úr Grófinni vestast, fyrir neðan Grjótaþorpið og suður að Hóla- kotslóð, að sunnan af tjörninni, að 1786 1801 1835 1840 1845 1850 1860 1870 1880 1890 1901 1910 L Íbuatal Reykjavik ------, 302 457 639 890 1007 1149 1444 2024 2567 3886 6682 11593 J austan var lækurinn og að norðan sjórinn. Þetta var það svæði, þar sem versla mátti. Nú hafði konungur gefið verk- smiðjunum Reykjavíkurland, og þar sem hinn ungi kaupstaður fekk þetta land ókeypis, var talið sjálf- sagt, að allir, sem þar vildi byggja, fengi ókeypis lóð undir hús síns. Árið 1792 var lóðum Stöðlakots og Skálholtskoto bætt við verslunar- lóðina, og helzt hún þannig óbreytt í hundrað ár. eða fram til ársins 1892,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.