Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1959, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1959, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 635 reist á lóðinni áður en tvö ár eru liðin frá að kaupin fóru fram, ella fellur lóðin aftur til bæarins end- urgjaldslaust. Frumvarp þetta varð að lögum á þinginu, með þeirri einu viðbót, að ef lóð væri tekin aftur, skyldi greiða eftir mati þær umbætur, er viðkomandi kynni að hafa gert á henni. í nefndaráliti í neðri deild segir, að samkvæmt lögum og tilskipun- um (síðast opnu bréfi 28. des. 1836) sé svo fyrir mælt að lóðir í Reykja- vík skuli afhendast endurgjalds- laust, og tvímælalaust muni þetta gilda um verslunarlóðina. Nefndin álítur þó eðlilegt að bæarstjórn geti áskilið sér borgun fyrir lóð- irnar. Geti það orðið nokkur tekju- grein fyrir bæinn og „líka ef til vill stutt að því, að götur verði lagðar yfir lóðarspildur áður en hús eru þar sett, og þannig stutt að skipulegri niðurröðun bygginga. Enn fremur virðist þetta fyrir- komulag geta orðið til þess, að bæ- arstjórn hafi það á valdi sínu að Ieggja nokkurn hemil á forsjárlít- inn ofurhug (leturbreyt. hér) í húsabyggingum11. í efri deild skýrði Kristján Jóns- son í stuttu máli frá því hver væri höfuðtilgangur þessara laga. Hann mælti á þessa leið: — Þetta er nýtt ákvæði að mega heimta gjöld fyrir lóðir innan og utan verslunarlóðar. í þau rúm hundrað ár, sem Reykjavík hefir verið kaupstaður, hefir það verið regla, þótt nokkuð sé vafasamt að hún hafi átt við skýlaus lög að styðjast, að láta menn fá ókeypis lóðir undir hús sín. En nú á síðari árum,. síðan menn fóru mjög að flykkjast til bæarins, hefir borið eigi alllítið á því, að menn hafi „spekúlerað" í lóðum, eða öllu heldur lóðaútmælingum. Menn hafa fengið útmældar lóðarspild- ur, ekki til þess að b} ggja á þeim, heldur til að okra með þær, og svo selt þær aftur eftir lítinn tíma fyr- ir mikið verð, án þess að hafa bætt þær að nokkrum mun og án þess að hafa greitt nokkuð fyrir þær. <

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.