Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1959, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1959, Side 4
638 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Talsvert af landi því, sem hér er um að ræða, hefir bærinn keypt fyrir fullt verð, en það land, sem konungur gaf til bæarins, er fyrir löngu útmælt. Bærinn hefir keypt jarðirnar Sel, Hlíðarhús, Ánanaust, Rauðará, Klepp og Laugarnes og borgað fullt verð fyrir. Hann á því þetta land með fyllsta eignarrétti, en hingað til hefir það verið út- mælt gefins, og er það augljóslega rangt, úr því að bærinn hefir borg- að það fullu verði.------ Einn þingmaður varð til þess að hreyfa mótmælum og kvaðst ekki treysta byggingarnefnd til þess að ákveða sanngjarnt verð fyrir lóð- irnar. En annar þingmaður svaraði því, að eigin hætta væri á því að bærinn mundi heimta of hátt verð fyrir lóðirnar, „vegna þess að hér eiga svo margir privatmenn tún og stórar lóðir, að bæarstjórn getur varla sett neitt okurverð á lóðir vegna samkeppninnar". Með öðr- um orðum: bærinn hefir misst út úr höndum sér svo víðlendar lóðir, að þeir sem teljast eigendur þeirra geta ráðið verðlagi á lóðum í bæn- um. Nei, það var svo sem ekkert að óttast, enda hafði bæarstjórn þegar ákveðið verð á lóðum sem hún hugðist selja. Og hvað hald- ið þið að það hafi verið hátt? aur. á feraL í Skólavörðuholti .....20—30 í Þingholtum ............ 15—25 Við Rauðarárstíg ...... 10—20 Við Laugaveg þar f. innan 10—15 í Selsholti............ 5—15 í Bráðræðisholti....... 5—10 Á Melunum ............. 5—15 Á Grímsstaðaholti og í Kaplaskjóli, allt að .. 5 Það sem mestu varðaði var, að bærinn hafði nú fengið heimild til að taka gjald fyrir lóðir. Hitt var honum ekki kappsmál að það yrði okurgjald. Bærinn var nú í ör- um vexti og hátt lóðaverð mátti ekki valda því að menn gæti ekki byggt yfir sig. Út af þessu varð því enginn úlfaþytur. En árið eftir samþykkti bæar- stjórn, að hver sá, sem vildi breyta erfðafestulandi í byggingarlóð, skyldi greiða bæarsjóði 20% af verði lóðarinnar. Þá kom nú annað hljóð í strokkinn. Þeir, sem fengið höfðu land á erfðafestu, urðu ókvæða við og töldu þetta lögleysu eina. Fóru þeir síðan í mál við bæ- inn og gekk það mál alla leið til hæstaréttar. En bærinn vann það máL Hér var unninn sá sigur, að Reykjavík varð eigi framar rænd löndum. Byggingarsamþykkt Landshöfðingi staðfesti 7. sept. 1903 byggingarsamþykkt þá, er bæjarstjóm hafði sett, og tók hún

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.