Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1959, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1959, Blaðsíða 6
538 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS brigðissamþykktina um fráræslu, vatnsból og salerni. Um fráræslu segir svo: Þar sem eldhússkolpi og þvottaskolpi verð- ur eigi veitt í göturæsi, skal veita því burt frá húsunum í ræsum svo langt sem heilbrigðisnefnd þykir þurfa. Öll skolpræsi verða að vera svo víð og hallajöfn, að hvergi flói út úr þeim, hvergi komi pollar og vilpur, og ekki leggi af þeim ódaun. Götur og ræsi bæarins skal hreinsa á hans kostnað, en önnur ræsi hreinsi eigendur og sjái um að þau stíflist ekki. Ef ræsi er gert fram með götu á opinberan kostnað, skulu þeir, sem eiga hús þeim meg- in, skyldir að gera skolpræsi frá húsi út í göturæsið og ekki af lak- ari gerð en það. Um vatnsbólin segir m. a.: Öll opinber vatnsból skal verja hvers konar óhreinindum, svo ekki renni í þau úr skolpræsum, forum, sal- ernum eða peningshúsum. Brunn má eigi hafa nær haugum, safn- gryfjum né salernum, en 15 alnir sé á milli. Ef læknisrannsókn leið- ir í ljós, að vatn úr brunni sé skað- vænt, skal banna að nota það vatn til neyzlu og eigandi skyldur að fylla brunninn. Ef einhver gerir brunn á lóð sinni, skal heilbrigðis- nefnd að greftri loknum leggja dóm á vatnið og frágang brunns- ins. Um salemi segir að eitt eða fleiri skuli fylgja hverju húsi. Innan húss skal það vera í sérstökum klefa og sé þar gluggi á hjörum, og ílátið undir setunni tvískipt, eða tvö ílát, annað fyrir saur, hitt fyrir þvag. Hreinsun salerna skal fara fram um nætur. Ef ekkert sal- erni er við hús, eða óhæft, skal þar úr bætt. Eitt er og enn merkilegt við þessa samþykkt, að þar er fyrst hafist handa um að útrýma heilsu- spillandi íbúðum. Þar segir: Ef íbúðarhús er illa hirt eða hrörlegt eða svo þröngt að hættulegt sé heilsu manna, má nefndin banna það. Bannað er að taka steinhús og kjallara til íbúðar, án leyfis. Banna má íbúð í gömlum kjöllur- um, sem eru rakir, dimmir og þröngir. Einu sinni á ári skal nefnd- in láta skoða allar húseignir í bæn- um. — Verksmiðjur skulu háðar eftirliti heilbrigðisnefndar, einkum þar sem mikið ryk eða óhreinkun á andrúmslofti verður. Einkaframtak Um svipað leyti og bæarstjórn samdi sína fyrstu byggingarsam- þykkt og réði sérstakan bygginga- fulltrúa, var einkaframtakið að ryðja nokkrum nýungum veg í byggingamálum. Miðstöðvarhitun var sett í Landsbankann og hús Jóns Sveinssonar við Kirkjutorg. Vatnsveitur voru gerðar úr brunn- um fyrir Landakot, Iðnaðarmanna- húsið og nokkur fleiri hús. Fyrsta skolpræsið var gert 1903 frá Landa- koti niður í sjó. Og sama árið hóf sementið hér innreið sína að frum- kvæði Knud Zimsens, síðar borgar- stjóra. Vel má vera, að margir láti sér fátt um finnast, er þeir lesa hér um upphaf skipulags í Reykjavík, og spyrji hvað merkilegt sé við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.