Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1959, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1959, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐ SINS 639 Rannsóknir háloftanna vegna væntanlegra geimferða þetta. Fólk, sem alist hefir upp í á- gætum steinsteypuhúsum, uppljóm -uðum af rafmagni, með hitaveitu eða miðstöðvarhitun, þar sem eru vatnssalerni og frárennsli út í neð- anjarðar göturæsi, getur að vonum ekki skilið hvernig umhorfs var í Reykjavík um aldamótin. Þá voru langflest íbúðarhúsin úr timbri, hituð upp með kolaofnum eða mó- ofnum, og lýsingin var ekki önn- ur en steinolíulampar. Vatn varð að sækja langar leiðir í brunna eða lindir, og þá þótti gott, ef hægt var að hella skolpi í opin göturæsi. Byggingarsamþykktin 1903 varð upphaf nýs tíma í bænum. Að vísu varð fyrsta tímabilið ekki langt, því að stórfeldar framfarir voru á næstu grösum og breyttu viðhorf- inu. Árið 1909 kemur vatnsveitan og næsta ár kemur gasstöðin. Með þeim tveimur fyrirtækjum verður hér stórkostleg breyting. Gasstöð- in veitir mönnum margfalt betra ljós en áður, og einnig gas til suðu. Við það hurfu víða hinar gömlu kola og mó-eldavélar, og menn losnuðu að miklu leyti við það um- stang að koma frá sér ösku. Með vatnsveitunni kom eigi aðeins heil- næmt- neyzluvatn. Þegar hún var fengin var hægt að hafa vatnssal- erni í húsum inni, og ennfremur var þá hægt að losa sig við gömlu kolaofnana og fá miðstöðvar í stað- inn. Það er því rétt að telja að fyrsta tímabil skipulags og bættra bygg- ingarhátta hafi ekki verið nema 6—7 ár. En á þessum árum var grundvöllurinn lagður að framtíð- arskipulagi Reykjavíkur og þeirri þróun, sem hér hefir orðið. Á þessu tímabili má og sjá breyt- ingu á byggingarháttum, húsin verða yfirleitt stærri en áður, en einkum er nú vandað meira til útlits þeirra og að þau fari vel í umhverfi sínu. Má þessa enn sjá í MAÍMÁNUÐI sl. var skotið Júpíter-eldflaug frá Canaveral- höfða í Bandaríkjunum. Hún komst um 500 km. út í geiminn, en fell síðan aftur til jarðar og lenti í Atlantshafi. í þessu flug- tæki var furðulegt samsafn. Þar voru tveir litlir apakettir, þrjú glös af ígulkerseggjum, ofurlítið af jastri, 200 frækorn, knippi af blá- um og hvítum lauk, 100 ávaxta- flugupúpur og 25 sentigrömm af mannsblóði. Hvers vegna hafði þetta flug- skeyti svo óvenjulegan farm inn- anborðs? Það var til þess að rann- saka hver áhrif það hefir á lifandi verur að koma út fyrir aðdráttar- aflsvið jarðar, og eins til þess að vott, enda þótt sum af stærstu og glæsilegustu timburhúsunum sé nú horfin. Klæðaverksmiðjan Ið- unn var reist 1903, en brann 1906. Hús Sturlu og Friðriks kaupmanna Jónssona, sem reist var á Steins- staðabletti 1903, brann 1912. Og Hótel Reykjavík, sem reist var 1905, brann 1915. Þá brann og mik- ill hluti Miðbæarins, og eftir það áfall var bannað að reisa timbur- hús í bænum, nema með sérstakri undanþágu. Þá hófst enn nýtt tíma- bil í byggingarsögu bæarins, en það verður ekki rakið. En til þess að menn geti séð þann svip sem var á byggingum fyrst eftir að byggingarsamþykktin kom, eru birtar hér myndir af nokkrum hús- um, sem reist voru á árunum 1903—1909. Á. Ó. rannsaka áhrif ósýnisgeisla utan úr geimnum. Apakettirnir voru auðvitað merkilegastir. Þeir voru kallaðir Ablé og Baker. Þeir komust upp í 500 km. hæð og hraðinn var allt að 16.000 km. á klukkustund. Þeir voru ekki nema stundarfjórðung á þessu ferðalagi, en þar af voru þeir 9 mínútur utan við aðdráttar- afl jarðar. Broddur flugskeytisins kom niður í Atlantshaf skammt frá Antigua, og klukkustund seinna hafði fjórum köfurum frá flota- skipinu ,Kiowa“ tekizt að 4 hylk- inu upp úr sjónum. Aparm. voru þá við beztu heilsu og bar ekki á að þeir hefði orðið fyrir neinu misjöfnu. Þeir urðu frægir af þessari för. Þótt rússneska tíkin Laika hefði komizt hærra og verið lengur á ferð (hún lifði eina viku úti í geimnum), þá voru aparnir fyrstu lifandi verurnar, sem komizt höfðu út í geiminn og náð aftur lifandi til jarðar. Og það er ekkert álitamál hvort heppilegra sé að senda hunda eða apa út í geiminn í slíkum rann- sóknaerindum. Hundarnir geta ver- ið beztu vinir mannanna, en ap- arnir eru mönnum náskyldastir. Og apar eru greindir. í samanburði við þá var Laika heimsk. (Ketti þýðir ekki að senda í slíkar ferðir, því að þeir eru enn heimskari en hundar). Ástæðan til þess að Rúss- ar völdu hund, er sennilega sú, að hundar eru uppáhalds rannsókna- dýr þeirra síðan á dögum Pavlovs. Able var apynja af rhesus-ætt og vóg 7 pund. Hún var valin úr fjölda mörgum öðrum eítir gagn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.