Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1959, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1959, Blaðsíða 8
640 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS FJÖLMENNI Mannf jölda-stúss og múgaskraf á torgum mér gerist leitt og stjáið raun og byrði, hóllinn og fitin heima í Skagafirði, huldufólksklettar meiri þessum borgum. Þótt nú i skollabrækur gulls sig girði gangstéttamenn og byggi skýjakljúfa hvað er það á við túnið töðuljúfa? Tóftarbrot forn eg meir og hærra virði Við klömbruhnausalög i lágum vegg og ljóðastuðla gátu feður búið á hörðum árum, það var þeirra dáð. Nú hefir þjóð mín hafizt hátt á legg, hækkað i sæti, mörgu betur snúið, og flestir hafa ærin auraráð. (Um það ber vitni SÍS og Flóabúið). Við stóra kosti leikið er og lifað — lýðurinn getur um sig krónum stráð, — samt hefir enginn nýa Njálu skrifað. ÁRNI g. eylands. gert gáfnapróf. Baker var rauð- eygð apynja af svonefndu íkorna- apakyni, en það eru þeir minnstu apar sem til eru, enda vóg hún ekki nema eitt pund. Báðir þessir apar höfðu fæðzt í Bandaríkjun- um, og þótti það nauðsynlegt til þess að særa ekki tilfinningar Ind- verja, því að á sumum stöðum í Indlandi eru apar álitnir heilagir. Á ferðalaginu voru aparnir út búnir sem geimferðamenn. Þeir voru með hjálma og í sérstökum brynjum og voru bundnir á bekk. Voru þeir látnir kreppa hné upp að höku og snúa bökum fram, svo að þeir þyldi sem bezt skellinn þeg- ar skeytisbroddurinn kæmi í sjó niður. Með litlu apaynjunni voru ýmis tæki til þess að mæla stöð- ugt hjartslátt hennar, öndun og líkamshita. Slík tæki voru einnig með Able ,en auk þess átti hún að þrýsta á sérstakan hnapp í hvert skipti sem rautt ljós kviknaði í hylkinu. Það hafði henni verið kennt áður en lagt var á stað. Able hafði ekki brugðið fyrst í stað, en þegar hylkið tók að falla til jarð- ar höfðu hjartaslög hennar hækk- að úr 140 í 222 á mínútu. Og andardráttur Bakers hafði þrefald- azt í fallinu, en lítt hafði hún kippt sér upp við ferðalagið upp á við. Af þeirri reynslu sem fekkst af þessu flugi apanna ,telja banda- rískir vísindamenn að apar muni vera lang heppilegustu dýrin til til- raunaferða út í geiminn, áður en menn eru sendir í slík ferðalög. Aðalókosturinn á þeim er sá, að þeir eru ekki nógu stórir. Þeir þyrftu helzt að vera á stærð við menn. Þess vegna hafa verið gerðar tilraunir með shimpansa, en þær hafa farið út um þúfur, því að eftir fyrstu æfingu eru þeir ófáan- legir til þess að fara inn í sams konar hylki og er í flugskeytunum, eða að láta klæða sig í flugbún- lng. Og svo er þessi galli á öpum að þeir kunna ekki að tala. Þeir geta ekki skýrt frá því hvort farið hefir vel um sig á fluginu, hvort búningurinn hafi reynzt vel, hvernig þeim hafi liðið á meðan þeir voru þungalausir, og hvaða breytingar sé æskilegar á útbún- aðinum. Það verður allt að bíða þangað til einhver maður gerist svo djarfur að leika þetta ferðalag eftir þeim. o___®__o En til hvers var þá hið annað dót, sem sent var í þetta ferðalag með öpunum? Þá er fyrst að minnast á jastrið. Það er efni, sem ekki hefir breyzt síðan líf hófst á jörðinni. Jastur telst til jurtaríkisins og saman stendur af einfrumungum, sem skipta sér á tveggja stunda fresti við ákveðið hitastig. Nú eru í rækt- un miljónir nýrra jasturfruma, sem fæddust í geimfluginu, og er verið að rannsaka hver áhrif geimgeisl- ar kunni að hafa haft á þær. Næst er svo að minnast á ígul- kerseggin. Þau voru geymd i sjó 1 sérstökum glösum. í öðru glasinu voru egg, sem höfðu verið frjóvg- uð áður en flugskeytið lagði á stað. í hinu glasinu voru ófrjóvguð egg og svilmjólk aðskilið, en blönduð- ust saman á fluginu og við það frjóvguðust eggin. Þetta er í fvrsta skipti sem frjóvgun fer fram úti í himingeimnum. Og nú er þess beð- ið með mikilli eftirvæntingu hvern- ig verða muni þau ígulker, sem koma úr þessum eggjum. Frækornin voru send til þess að vita hver áhrif geimgeislar hefði á þau. Með rannsóknum höfðu vís- indamenn áður komizt að því, að geislanir höfðu þau áhrif að breyta erfðastofnum þessara fræva. Litn- ingar í frumum þeirra réðu lit strá-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.