Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1959, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1959, Blaðsíða 9
LESb JK MORGUNBLAÐSINS 641 Einar Þ. Cuðjohnsen; F jal Iganga í Bandaríkjum Rainer séður frá Paradise Inn. HÆSTA fjall Washingtonfylkis Bandaríkjanna og þriðja hæsta fjall hinna 48 fylka heitir Mt. Rain- ier. Hæð fjallsins er 14410 fet eða 4392 metra yfir sjó, rúmlega tvisvar sinnum hæð Öræfajökuls. Þetta er einstakur tindur, sem rís um 11 þúsund fet yfir nágrenni sitt, og tilheyrir fjallgarði þeim, sem Cascade-fjöll nefnast. Þau eru göm- ul fellingafjöll á Kyrrahafsströnd- inn og aðalefni þeirra granít. Víðs vegar á fjallgarðinum eða í nánd við hann hefir svo gosið á seinni tímum, og hafa hlaðist þar upp há fjöll úr basalti og ýmsum lausum gosefnum. Mt. Rainier er eitt þessara fjalla og hið mesta þeirra, eins og áður er sagt. Aðrir tindar svipaðs eðlis eru Mt. Baker (10750 fet), Mt. St. Helens (9671 fet), Mt. Adams (12307 fet), Mt. Hood (11245 fet) o. fl., allir tilheyrandi Cascade- fjöllunum. í hlíðum Rainiers eru 12 meiri háttar skriðjöklar auk margra jök- ulfanna, og hafa sumir þeirra graf- ið djúpa dali í hlíðar fjallsins. Ekki hafa nein eldgos orðið úr fjallinu síðan Evrópumenn komu á þessar slóðir fyrir nærri 200 árum, en ein- anna, sem upp af þeim koma, al- veg eins og litningar hjá mönnum ráða augnalit barnanna. En við geislanir breytist hinn eðlilegi lit- ur stráanna, og verður nú skorið úr því hvort svo fer um þau strá, er upp af þessum geimferðarkorn- um koma. hver hreyfing mun þó hafa átt sér stað öðru hverju á síðustu öld. Það er álit jarðfræðinga, að áður hafi Mt. Rainier verið um 16000 fet, og hafi þá verið reglulega lagað keilu- Gibraltar-kletturiim og Camp Muir. eldfjall líkt og Fujiyama í Japan, en hafi svo sprengt af sér ein 2000 fet í ofsalegum gosum. Árið 1899 var fjallið og næsta ná- grenni þess friðað og gert að þjóð- garði, sem þykir vera einn fegursti þjóðgarður Bandaríkjanna. Brezki sægarpurinn og landkönn uðurinn George Vancouver kann- aði þessar slóðir árið 1792 og skírði fjallið Mt. Rainier til heiðurs vini sínum Peter Rainier flotaforingja, enda þótt sá maður hti fjallið aldr- ei augum. Ýmsir hafa verið óánægðir með þetta nafn, og hafa viljað taka aftur upp eitthvert hinna mörgu Indíána- nafna t. d. Tacoma, Tahoma eða Tacob, en þessi nöfn þýða „snjórinn mikli“ eða eitthvað í þá áttina. Indíánarnir tilbáðu fjallið og trúðu því, að guðirnir hefðu þar að- setur. Fóru þeir tíðum pílagríms- ferðir þangað, en hættu sér þó aldr- ei of hátt upp. Þegar þeir Stevens

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.