Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1959, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1959, Blaðsíða 10
642 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS og Van Trump klifu fyrstir fjallið árið 1870 fengust Indíánarnir ekki til að fylgja þeim hærra en upp að snjó. í suðurhlíðum fjallsins er dalur, sem Paradísardalur nefnist. Hann hét á máli indíána Saghalie Illahe, sem þýðir „land friðarins“. Þar var griðland fyrir alla og engin vopn borin. Ein þjóðsaga Indíána er um mann, sem var alveg blindaður af auragræðgi. Hafði hann fengið vitrun um, að á tindi Tacoma mundi hann finna gnægð skelja, sem voru eins konar peningar þeirra. Kleif hann tindinn og fann þar þrjá stóra steina. Líktist einn þeirra verndarguði hans. Hann velti steininum og eftir mikinn gröft fann hann mikið magn skelja. Auragræðgin var svo mikil, að hon um nægði ekki að taka minna en allar skeljarnar, sem hefðu gert hann ríkastan allra, og í æðinu gleymdi hann að skilja eftir fórn til guðanna. Skyndilega tók fjallið að nötra, voldugar eldsúlur risu til himins og vatnsflaumar beljuðu niður hlíð arnar. Ofsahræddur kastaði hann frá sér öllum skeljunum og vissi svo ekki meir af sér. Löngu seinna vaknaði hann, og var þá staddur langt frá tindinum, umkringdur blómum og fuglasöng. Þekkti hann, að hann var staddur í Saghalie Illahe, landi friðarins. Var hann nú orðinn gamall maður með hvítt hár niður á herðar. Hann hélt rakleiðis til tjalds síns, og fann þar konu sína, sem einnig var orðin gömul og gráhærð. Fóru þau nú til heimkynna sinna, þar sem þau bjuggu síðan við miklar virðingar, enda voru allir sammála um, að hjarta öld- ungsins hefði bráðnað og vizka hans vaxið á undursamlegasta hátt Suðurhlíðar Rainers með skriðjökli og Gibraltar-klettinum. í ævintýrinu á fjalliMh. Varð hann svo einn frægasti seiðmagnari sinna tíma. !!! Laugardagsmorgun 21. júlí 1951 fórum við nokkrir félagar úr Se- attle Mountaineers af stað frá Seattle, og héldum sem leið liggur suður þjóðveg 99, um Puyallup, Eatonville, Elbe, og linntum varla ferðinni fyrr en í Paradísardalnum í suðurhlíðum Rainiers. Bílferðin hafði tekið á fjórða tíma, og vorum við nú staddir 1 5557 feta hæð. Lengra varð ekki komizt á bíL Þarna hlóðum við á okkur pjönk- um okkar, og héldum svo af stað upp eftir þægilegum troðningi, sem hlykkjaðist um angandi blóma brekkur. Fyrst var allmikið af barrtrjám á stangh, en brátt vorum við komnir upp fyrir skóginn. Varð þá gróðurinn líkur því, sem al- gengt er á íslenzkum heicíum. Leiðin lá upp eftir hrygg, sem teygði sig upp á milli tveggja skrið jökla, Nisqually og Paradísar jökl- anna. Ekki þurftum við að klífa neinn bratta þennan daginn, en áttum* þó alllanga leið fyrir hönd- um. Veðrið var eins gott og frekast varð á kosið, glaðasólskin og blíða. Við hvíldum oft, dáðumst að vax- andi útsýni og nutum þess að fara hægt yfir. Tatoosh fjöllin lækkuðu óðum að baki okkar, og brátt vor- um við komnir upp fyrir hæstu tinda þeirra. í 10 þúsund feta hæð komum við að myndarlegu húsi hlöðnu úr grjóti, og vorum þá komnir þangað sem ferðinni var heitið þann dag- inn. Sæluhús þetta heitir Camp Muir og stendur neðst á klettarana, sem Cowlitz Cleaver nefnist. Það er hólfað nokkuð sundur og nokkr- ar kojur í hverju herbergi. Ekki vorum við bílfélagarnir þeir einu, sem þarna voru á ferð. Margir smá- hópar voru á leiðinni upp, og mun alls hafa verið þarna um 30 manns. Flestir byrjuðu á því að velja sér koju og hófu svo matargerð, en aðrir kusu þó að hreiðra um sig utan dyra. Enn var hlýtt og stillt veður, og ekki amalegt að sitja þarna í kvöldsólinni, spjalla saman og dást að hinu fagra útsýni. Sól var ekki af lofti þegar við skriðum í pokana, enda átti að ræsa okkur snemma. ! ! ! Um tvöleytið var kallað, að við fengjum hálftíma til að klæða okk- ur, snæða og verða ferðbúin. Það var fyrirfram búið að skipa okkur niðux í þriggja manna sveitir, sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.