Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1959, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1959, Blaðsíða 12
644 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS tæplega 2000 feta ávöl og jökli hul- in hábunga fjallsins. Enginn veru- legur bratti, aðeins þæfings gangur, sprungur fáar og allar lokaðar að mestu. Hæðin var nokkuð farin að segja til sín, sem vænta mátti, en þó ekki til ama. Um ellefuleytið vorum við komn ir á gígbarminn og htum yfir þetta heljargímald, hálffullt af snjó. Barmarnir voru auðir að mestu og mun hærri að vestanverðu. — Heitir það Columbia Crest, og mun nafngefandi hafa álitið, að þarna væri hæsti tindur landsins. Greini- lega mátti sjá, að hiti er enn í gíg- barminum, og myndast víða all- stórir íshellar. Við gengum eftir Columbia Crest og norðurfyrir gíginn, þar sem við fundum gott skjól innan í gígbarminum. Fólk dreif þarna að úr öllum áttum og varð brátt margt um manninn. Stór hópur hafði kom ið að norðaustan upp Emmons skriðjökulinn, sem er. vinsælasta gönguleiðin á fjalhð. Annar hópur kom upp fjalhð að suðvestan, svo- kallaða Kautz-leið. Alls munu hafa verið þarna um 80 manns, af báð- um kynjum og frá 15 til 50 ára aldri. Sem vænta mátti skyggði hita- móða mikið á útsýni yfir láglendið, og hefði ekki veitt af infrarauðum filmum til að ná sæmilegum út- sýnismyndum. Hæstu fjölhn stóðu þó upp úr mistrinu og mátti greina fjöll norður í Kanada, í rúmlega 300 kílómetra fjarlægð. Af helztu fjallajöfrunum, sem þarna blöstu við, má nefna Mt. Baker og Glacier Peak í norðri, Olympsfjölhn og Mt. St. Helens í vestri og Mt. Adams, Mt. Hood og Mt. Jefferson í suðri. Við dvöldumst þarna á tindinum 1 rúman klukkutíma, tókum mynd- ir (þrátt fyrir móðuna), snæddum og sleiktum sólskinið. í þessari hæð er sólin miklu sterkari en niðri á láglendi og því bezt að gæta sín. Sumir smurðu sig í sólolíu en aðrir lulluðu hvítri sólmálningu á þá staði andlitsins, sem verst urðu úti. Þrátt fyrir allar mínar varúðarráð- stafanir og sólbruna fyrir, flagnaði ég samt á enni og nefi eftir þessa fjallgöngu. Ekki dugði að eyða of löngum tíma þarna uppi, að minnsta kosti fyrir Gíbraltarfólkið, því að búast mátti við grjóthruni úr klettunum þegar á daginn hði. Héldum við nú þvert yfir gíginn og sömu leið niður fjallið. Við notuðum áfram kaðla á leiðinni niður, því allur er varinn góður og verra að varast sprung- urnar á niðurleið. Ferðin gekk í alla staði greiðlega og okkur mið- aði vel niður brekkurnar. Snjórimn var nú orðinn mátulega meir og mjúkur undir fótinn. Við bílfélagarnir urðum sam- ferða niður fjalhð, en höfðum dreifst í ýmsar „þrenningar“ á leið- inni upp. Nokkrum sinnum var áð, en lengsta áningin var að sjálf- sögðu við Camp Muir. Þar var hinni eiginlegu fjallgöngu lokið. Bílferðin til Seattle er varla í frá- sögur færandi. Ekki fundum við neinar Indíána- skeljar á tindi Tahoma eða Rainiers fjalls, en fjallgangan var þó á allan hátt meir en verð erfiðisins, sem á sig var lagt. María RÖgnvaldsdóttir frd Réttarholti: í dag er hláka 1 dag er hláka! Hýrnar yfir sveit, það hlýnar loft, og snjórinn burtu hverfur, og hrossin eignast góðan griðareit, ei geigvænn kvíði hart að fuglum sverfur. Hve allar skepnur elska góða tíð! Hve Islendingum verður Iétt um hjarta er batnar veður, eftir hregg og hríð. Hve haf og grundir spegla ljósið bjarta. Skrifað í vísnabók Eitt augnablik! Hve það er örlitil stund en á þó svo mikið að segja. Jafnt sælustu gleði og sorgdýpstu und lét svipstundin fæðast og deyja. Einatt lyftir andinn sér út um víðan geiminn. Eg á förum alveg er enn að skoða heiminn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.