Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1959, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1959, Qupperneq 14
646 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS finnst vatn með spákvisti, þá getur eng- inn mannlegur máttur haft þá ofan af því að spákvisturinn sé alveg öruggur. En jarðfræðingar eru nú ekki á þessu, þeir telja þetta allt saman hjátrú og kukl. Þeim finnst þó eðlilegt að trúin á spákvistina skuli haldast meðal al- þýðu. Menn sé gleymnir og því sé ekki haldið á loft ef spákvistur bregst. Ea ef vatn finnst þar sem sjákvisturinn bendir á, liggi það ekki í láginni og sjónarvottar að því sé sanntrúaðir ó mátt spákvistsins. En í rauninni sá þetta loddaraskapur og vísindunum til óþurftar. Hinir, sem trúa á spákvistana, hafa ekki látið sitt eftir liggja. Árið 1953 kom út bók, sem heitir „Sjöunda skiln- ingarvitið" (The Seventh 'Sense), og er eftir mann sem heitir Kenneth Rob- erts. Hann segir þar ýmsar sögur af vini sínum, spákvistmanninum Henry Gross. Skóla í Hollis i New Hampshire vant aði vatn og Gross var beðinn að athuga hvort nokkrar líkur væri til þess að vatn væri þar í jörð. Gross athugaði landið og sagði að þar væri sex vatns- æðar í jörð, og ekki nema 10—17 fet niður á þær. Nú var farið að grafa og var komið niður á vatn i rúmlega 10 feta dýpi. Svo var grafið víðar og fannst þá vatn alls staðar þar sem Gross hafði vísað á það, en var þó alls 2 gallónum minna á mínútu, heldur en hann hafði gizkað á. Skólastjórnin gaf honum skriflegt vottorð um þetta. Árið 1951 voru miklir þurkar í Texas. Þá leituðu bændur til Gross. Hann sagði þeim að þar væri víðast salt vatn í jörð, en inn á milli væri neðanjarðarlindir með tæru vatni. Þegar farið var að grafa brunna þar, kom salt vatn úr sumum, en úr öðrum kom „það bezta vatn, sem fundist hefir þar í landi“. Og svo klykkir Roberts út með þessu: „Það er aðeins hér í Bandaríkjunum að viðkvæmir smávisindamenn og dindi ar þeirra halda því blákalt fram að vatnsleit með spákvisti sé ekkert annað en hjátrú og hindurvitni". Alveg nýlega er svo komin út önn- ur bók, „Vatnsleit með spákvisti í Bandaríkjunum" CWater Witching U. S. A.). Höfundar hennar eru mann- fræðingurinn Evon Z. Vogt og sálfræð- ingurinn Ray Hyman. Þeir hafa rann- sakað þessa vatnsleit og fengið um- sagnir 500 búfræðiráðunauta. Þeir halda því fram, að notkun spákvists muni eiga eitthvað skylt við borðdans og ósjálfráða skrift. Hér er um að ræða, segja þeir, áhrifanæmi, vakandi eftir- vænting og ósjalfráðar vöðvahreyfing- ar. Maður haldi fast um teinungana og sveigi þá jafnvel hvom að öðrum. Þarf þá ekki annað en hann lini takið ósjálf- rátt aðeins andartak, þá hlýtur kvist- urinn að hreyfast í höndum hans. Þeir segja að þetta sé svipað kukli frum- stæðra þjóða, en neita því þó ekki að fyrirbrigðin eigi sér stað. Og reynslan sýni, að ýipsir bóndabæir sé reistir á hinum ólíklegustu stöðum i landeign- inni, vegna þess að þar hafi spákvist- menn bent á vatnsból. ★ í sambandi við þetta má ef til viil minnast á þann sið, sem iðkaður var í sveitum á íslandi áður en klukkur komu, en það var að láta völu slá í bolla og segja til um hve framorðið væri. Þetta var gert þannig: Bundið er mjóum spotta um sauðarvölu; síðan var tekinn bolli og mælt á bandinu frá völunni þvert yfir hann barma á milli þrisvar sinnum. Þar tók maður svo um bandið með vísifingurs og þumalfing- ursgómi, hafði bollann á gólfinu og sett ist við hann. Alnboga var svo stutt á hné og höndin látin síga þar til valan var yfir miðjum bollanum og í hæð við barma hans. Nú var um að gera að halda höndinni þannig alveg hreyfing- arlausri. Eftir litla stund fer valan að hreyfast, fram og aftur, aftur og fram. Hún herðir smám saman á sér þangað til hún kemur við bollabarminn og slær jafn mörg högg í hann eins og klukkan á að vera, þrjú högg ef hún er þrjú, fjögur högg ef hún er fjögur o. s. frv. Síðan hættir valan að slá og hægir nú smám saman á sér, þangað til hún er alveg kyr. En svo fer hún að hreyfast aftur, og þá þveröfugt við það sem áð- ur var. Hún herðir smám saman á sér unz hún hefir slegið jafn mörg högg i bollabarminn og áður. Þá hægir hún á sér á ný, og þannig koll af kolli. Margir trúðu því, að þetta væri alveg öruggt ráð til þess að vita hvað klukk- an væri, ef maður gætti þess vandlega að hreyfa ekki höndina, sem helt um spottann. Og nú getur hver sem vill reynt þetta sjalfur og gengið úr skugga um, að þessi einfalda aðferð bregzt varla, ef rétt er að farið. Undarlegt — er ekki svo? Séra Jónmundur Hvilikur sjónarsviptir: Séra Jónmund á Stað hittum vér aldrei aftur, er vér ríðum í hlað. Kirkjan er köld á hólnum, klukkurnar þegja við, klerkur liggur lágt í mold, luktur í grafar frið. Hann stigur ei framar í stólinn og stríðir á vantrú og synd, né krýpur á bæn í kómum við krossfesta lausnarans mynd. Hér bjó hann með krafta í kögglum og keppti við storm og sjó, og lét ei bölið sig bæla, en beit á jaxlinn og hló. Lokið er ævinnar amstri, önnin hans hlutskipti var. Hann gróf ei sitt pund í grýtta jörð, góðan ávöxt það bar. Svo hvíldu þá hér í friði, hjarta þitt kaus sér leg, þú hefur gengið með glöðum og grátnum hinn langa veg. G. J.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.