Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1959, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1959, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 647 ALDARHÁTTUR KVÆÐI þetta er talið vera eftir Þorstein Daníelsson smið á Skipa- lóni, enda sver það sig sjálft nokkuð í ættina. Það mun orkt ein- hverntíma eftir 1843, eins og sést á næst seinustu vísunni, þar sem hann talar um húsin sín bæði, því að seinna húsið á Lóni reisti hann um 1843. — Kvæðið hefir geymzt meðal manna ýmist í minni, eða uppskrifað, og er ekki víst að vísurnar sé hér allar, né heldur í réttri röð. En Lesbók þykir rétt að birta þær, þar sem hún hefir nýlega flutt langa grein um Þorstein. Kvæðið fekk hún hjá Halldóri Bjarnasyni, Hólatorgi 6 í Reykjavík, og fyrirsögn er sett af handa- hófi. — Þjóðin er spillt og þeir eru villtir, þarna' er það komið, já, karltetrið mitt, allt er löggilt nær eru þeir fylltir, embætti stunda þeir laklega sitt. Tólfþúsund dölum fyr' vínið þeir verja, varla nenna að róa eða slá, lýsnar í bælunum latir þeir merja Ijótt er á bæjunum flærnar að s.já. Hlíðungar latir í huminu sitja hungraðir labba þeir sultar í kcnjr, sníkjandi' í kaupstaðar-„kokkhúsin" vitja, í krambúðum súpa þeir pelann í fleng. Þeir eru „nettop" þjóð vorrar dauði þar eg „simpelt mönster" kann sjá. Laklega fóðraða landskuldar sauði að Lóni þeir reka í biiið' þá. Voru á landi vex ekki snilli, verður á letinni sízt ráðin bót, hræringarjeysi og hangikjötsfylli holdsveiki setur í dauðýflin Ijót. Þau eru ill. já þau mega fara, þau eru mönnum til armæðu gjörð. Láttu nú dauði skriða til skára og skjóttu þeim niður í hágræna jörð. Reif eg, karl, úr mér þann rauðskefta forðum, reyndin bezt kennir að þetta er satt; siðan hef aldrei skeikað úr skorðum, skildingum fjölgar eg lífi jú glatt. Allar þó mannfjöldinn em.ji og skræki eymdanna vegna, sem letin þeim bjó. Hákarl og lifur í hafið eg sæki á hásigldum Orra, en botnlausum þó. Latir á sjónum þeir sofandi morra og sjá ekki aflann sem nærri þeim fer. Hirðusemin hans Ara á Orra j-fir mig gengur að sjá það nú hér. Þeir ganga með hendur í vel rifnum vösum veinandi um kaffi, sykur og mjólk; eldurinn brennur úr þeirra nösum ef að því er fundið, og svona' er vort fólk. Þó fjöllin í Evrópu færð væru saman og fallega myndaður turninn úr þeim, og milljón klukkur þar festar að framan sem fallega klingja með langvinnum eim; yfirvaldið mitt ekki samt vaknar, því ærið svefnugur maðurinn er en sjálfur eg lét hann úr rotinu rakna svo reikninginn sjálfkrafa færði hann mér. Kaupstaðardónar við krambúðar diskinn kúra frá morgni og lengst fram á kvöld, óslægðan láta í fjörunni fiskinn fúnar og morknar veiðin sú töld, lýsingu blessuðu úr lifrinni týna, letin því veldur og bakkusar fýsn, áhóld og skinnföt í óþverra klina, á þetta horfa þykir mér býsn. Kaupstaðarbúunum kann eg að lýsa, kvelur þá leti og vindrykkjan l.jot laraðir seint úr rekkjunum risa rotaðir nærri og skynja ekki hót. „Spaðsere" um daga, en spila á kvöldin, spjátrungar þessir í veitingasal. Vart trúi eg öðru en vitlaus sé öldin, vasarnir tæmast því allt borga skal. Húsfreyum vegnar hót ekki betur, úr hlandbælum skreiðast þær miðdegi uær. Ketilinn þrífur og kaffið upp setur á „komfýr" rústugan' matseljan kær. ÍJt fyrir dyrnar þær hlandinu hella, hörmung er þvílíka breytni að sjá. Löðrandi um götuna lortarnir vella, lyktstækjan míluveg svífur þar frá. Kaupstaðar sótarnir sér einatt hraða sjálfræðið vonda láta í té, hópum saman á verthúsið vaða vitlausir kaupa og glata þar fé. Svínkaðir labba um lágnættið rauða langgrýtisfjöru hála sem gler; síðan í bælunum dorma sig dauða, drepur þá letin, æ! hryggilegt er. Þeir eru svona þar fyrir norðan þér sem að vildi eg greina nú frá, viðber að stundum vantar þá forðana, velgengi og dugnaður falla í dá. Þeir lifa þar „netop" á leti og keti láta sér ekki umhugað neitt, fangaðir innan í ómennsku neti á burt sig þaðan fá varla greitt. Varastu gæsagötuna illu, ganga hana margir þó bölvuð hún sé, bannsettri háðir bakkusar villu, boðorðum minum þeir gjöra að spé. Hún hefur margan til helvítis leiddan, hörmung er þvílíkt að vita og sjá, skrámaða í framan og skaðlega meidda, skynsemin hverfur, en pyngjan er frá. Hér máttu lita húsin mín bæði: hef eg ólátur starfað þeim að, þeim í að búa þykja nú gæði þau hafa kostað, já, veiztu nú hvað, 100 tunnur af bjórnum þeim brennda. Böl er að vita hvað þjóðin er spillt, þær vil eg allar satans til senda, svo þær fái ekki mannkynið tryllt. Bildóttir faktorar finnast mér vera fallega lúmskir, „just" þér skal tjá, við þá alloft verslun nam gera var það ei smátt sem Lóni kom frá. En „kontrabókum" þá fór eg upp fletta, flest var þar uppsprengt hið bansetta kram, ætla svo „netop" um uppbót mig pretta; úthúða skal þeim í vonzkunnar ham.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.