Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1959, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1959, Side 16
648 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE 4KD10 6 3 V K 9 ♦ 10 4 * G 10 8 4 S varð sagnhafi og sögnin var 5 tígl- ar. Út kom SK. Hvernig á nú að sigra? S drepur auðvitað með ás, tekur svo tvo slagi á tromp og slær því næst út lághjarta undir drottninguna í því trausti að V hafi ekki nema tvö hjörtu og þar af annað hæsta. Drepi V nú með kóng, þá slær hann út hjarta aftur og A drepur drottninguna með ás. Síðan slær hann út trompi. Það er drepið í borði og síðan trompar S spaða, tekur svo slag á HG og trompar síðan hjarta í borði. Þá kemst V í kastþröng og á um að velja hvort hann vill verja spaða eða lauf. En það kemur í sama stað niður. Þetta gerðist í litlu þorpi á írlandi. Þar var banki, en afgreiðslufólkið hafði bókstaflega ekkert að gera. Það sat auðum höndum, því leiddist. — Dægrastyttingin var engin önnur en sú að drekka te og tala saman, þangað til lokunartími var kominn. Einn dag- inn kallaði bankastjórinn: — Klukkan er orðin þrjú. Farðu Binn, og lokaðu útidyrunum. Binn fór, en kom að vörmu spori aftur. — Þess þarf ekki, sagði hann. Við höfum gleymt að opna dyrnar í morg- un. LEIÐRÉTTING Þau leiðu mistök urðu við prentun Jóla-Lesbókar, að rangt höfundarnafn var sett á Ijóðið: „Kvæðið, sem má ekki heita neitt“. Höfundur þess er ekki Björn Bragi, heldur Gretar Fells. Les- bókin biður þá báða afsökunar á mis- gripunum, og lesendur sína biður hún að leiðrétta villuna þegar í stað. VETRARSVIPUR. — Að þessu sinni voru rauð jól í Reykjavík og vcður framúr- skarandi gott alla hátíðardagana. Esjan var aðeins grá í vöngum, eins og í fyrstu haustsnjóum. En aðfaranótt fjórða í jólum gerði muggu, er breiddi hvítan feld yfir allt. Þá var þessi mynd tekin af báti hér i höfninni, og er hann með nokkr um vetrarsvip. (Ljósm.: Ól. K. Magnússon) FISKUR FVRIR TORF Það var er Friðrik bjó á Gröfum, að Bjarni Einarsson, er bjó á Saurhóli, fór Jökulferð um vorið til fiskikaupa, og voru Saurbæingar með honum og höfðu mikinn reiðing á skipinu. Þeim byrjaði vel út eftir og urðu af með reiðinginn, þó það þætti ekki góð vara, fyrir fisk. Þá kvað Ásmundur skáld í Rifi þetta: Ævin þeirra oft er hörð, í angurstárum þrátt sig vaska. Saurbæingar selja jörð, samt eru þeir mold og aska. (Friðrik Eggerz) ÖRN OG LAX Faðir minn, Jón Blöndal læknir í Stafholtsey, sagði mér eftirfarandi sögu: Skammt frá Neðra Nesi fannst beinagrind af Iaxi og erni. Voru klær arnarins fastar í hryggjarliðum laxins. Undraði menn stórlega stærð laxbein- anna og höfðu þó oft séð stóra laxa. — Þetta mun hafa gerzt nokkuð löngu fyrir aldamótin 1900. — Aðra sögu sagði hann um örn og lax. Frá Sól- heimatungu fundust lax og örn við Gljúfurá. Voru báðir dauðir. Hafði örn- inn krækt klóm á öðrum fæti í bakið á laxinum, en klærnar á hinum fætin- um voru flæktar í víðirótum. Laxinn mun hafa verið nálægt 20 pundum. (Björn J. Blöndal) I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.