Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1960, Side 7
LESBÓK MORG'tJNBLAÐSINS
299
Kjartan L. Markússon;
Vö/vu/e/ð/ð d Felli
í ÆFISÖGU séra Jóns Steingríms-
sonar er alllangur kafli um Völvu-
leiðið á Felli og mikla deilu, sem
varð milli séra Jóns og hrepp-
stjóranna í Mýrdalnum, vegna
gamallar hefðar, sem hvíldi á Fell-
inu. Var það árlegt gjald, sem
ábúendur jarðarinnar skyldu
greiða til fátæklinga.
Séra Jón segir svo frá: „Þessi
tollur kom þannig til: Sagt er ein
valva hafi búið á Felli í páfadómi
og jafnvel átt þá jörð. Leiði hennar
er sagt þar sé austur í brekkun-
um, þar sól skíi\ fyrst á og fer síð-
ast af. Hún skyldi hafa heitið á
fátæka á einum pestartíma, að gefa
þeim 30 álna toll, ef pestin dræpi
engan á sínum bæ, af ungu fólki,
hvað svo við borið hafði. Og svo
var mikill átrúnaður á þessum
tolli, að allt svo lengi sem hann
væri goldinn mundi þar ei ung-
barn deya og enginn vissi eða
mundi nú á dögum að þar hefði
nokkur unglingur dáið, meðan
honum var útsvarað.“
Þegar séra Jón kom að Felli,
sögðu hreppstjórar tollinn vera 60
álnir og galt prestur fyrst á ári
hverju 100 fiska, en síðar sá hann
í gamalli jarðarbók að tollurinn
var í upphafi 30 álnir, eða 60 fisk-
ar. Þó galt séra Jón í 10 ár 6 fjórð-
unga af smjöri (30 kg.) á hverju
ári. En þegar hann vildi fá tollinn
lækkaðan niður í 30 álnir, eins og
hann í fyrstu var, risu hreppstjór-
ar upp með miklum ofsa og varð
af löng og hörð deila milli séra
Jóns annars vegar og hreppstjór-
anna og Lýðs sýslumanns hins veg-
ar, sem stóð með hreppstjórunum.
Enn í dag má sjá völvuleiðið á
Felli, á þeim stað þar sem séra
Jón segir frá í sögu sinni. Er það
mjög stórt, og vel upphlaðið, en
þau ákvæði fylgja því, að ekki
megi slá það eða í kringum það
og munu flestir ábúendur jarðar-
innar hafa látið það ógert og ekki
veit gamalt fólk hér í Mýrdalnum
nokkrar sagnir um að leiðið hafi
verið slegið, nema af þeim eina
ábúenda sem hér verður nú sagt
frá.
Skömmu fyrir síðustu aldamót
kom að Felli presturinn Gísli
Kjartansson. Hann var þá ungur
maður, en hafði þó verið nokkur
ár prestur Eyfellinga. Séra
Gísli var kvæntur Guðbjörgu
Guðmundsdóttur frá Háueyri.
Var hún hvort tveggja, góð
kona og glæsileg — og mátti hið
sama segja um séra Gísla. Urðu
þau bæði brátt vinsæl og velmetin
hér í Mýrdalnum og veit eg ekki
dæmi til þess að Mýrdælingar hafi
verið þeim í nokkru mótsnúnir eða
erfiðir í samskiptum, þó lengi hafi
verið um þá sagt að þeir hafi verið
vondir prestum sínum.
Þegar séra Gísli kom að Felli,
hefir hann, án efa, fljótt fengið
að vita um völvuleiðið og ákvæð-
in, sem því fylgja. En litla trú hefir
hann vafalaust haft á þeim, en tal-
ið hégóma og hjátrú. Sjálfum
finnst mér ekki hægt að lasta prest
fyrir það. Var það annars samrím-
anlegt kristinni trú, að kona, sem
dáin var fyrir mörg hundruð ár-
um, hefði í öðru lífi, eins og það er
kallað, vilja og mátt til að hefna
fyrir, þó ekki væri hlýtt orðum
hennar, sem hún hafði mælt meðan
hún var hér á jörðu? Og hvað var
þá orðið af þeirri trú og von, sem
flestir bera í brjósti, að í dauðan-
um losni menn við hið illa hér á
jörð og andinn svífi til sælli og
betri heimkynna?
Svo var það eitt sumar, þegar
vinnumenn prests voru að slá
brekkuna sem leiðið er í, að hann
sagði þeim að slá leiðið og hlífast
ekki við, enda gerðu þeir eins og
þeim var skipað.
Eftir því sem ég veit bezt, var
prestur búinn að vera nokkur
sumur á Felli þegar þetta var og
hygg ég að leiðið hafi verið slegið
sumarið 1901. Liðu svo nokkrar
vikur og bar ekki til tíðinda. En er
sumri var tekið að halla, var það
eitt kvöld, að ein kýr prestsins
fannst dauð í skurði niður á engj-
um. Var skurðurinn gamall og
mjög saman gróinn og svo þröng-
ur að kýrnar voru oft vanar að
stíga yfir hann. Þá var vinnukona
á Felli Vilborg Ásgrímsdóttir, sem
'seinna var húsfreyja á Norður-
Götum. Sagði hún mér löngu síðar,
að mest hefði hana undrað hvern-
ig kýrin gat troðið sér ofan í skurð-
inn, svo þröngur var hann. Liðu
svo stundir fram, allt til jólaföstu.
Fór þá að harðna veðurfar með
snjókomu og var talsverður snjór
á jörð, er leið að jólum. Á aðfanga-
dag fóru tveir vinnumenn prests
inn í Fellsheiði að hyggja að sauð-
fénu og er líklegt að þeir hafi átt
að smala því saman og reka að
húsum. Annar þæsara manna var
einkasonur Vilborgar Ásgríms-
dóttur, 19 eða 20 ára, en hinn var
ættaður frá Eyrarbakka. Leið svo
aðfangadagurinn, en þegar kvöld
var komið og störfum lokið heima
á Felli, til að taka á móti jóla-
hátíðinni, voru fjármennirnir ó-
komnir. Þótti það með ólíkindum
hve lengi þeir voru og þegar langt
var liðið fram á kvöldið og þeir